Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
25.11.2011 | 11:05
Ný Könnun
Það er komin ný könnun.
Hvort myndir þú ferðast aftur eða fram í tímann ef þú mætti ekki snúa tilbaka?
Kjósið hér á hægri spássíu
Varðandi hina könnunina þá kíkja um 60% manns inn í bíla á ferð. Ég er í þeim hópi. Ójá.
22% gera það ekki og 18% bara á rauðu ljósi
Athyglisvert
Myndi samt segja að þett væri nokkurn vegin eins og maður hefði haldið. Það kíkja nefnilega svo margir finnst manni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2011 | 11:01
Tímaflakk
Hvort myndir þú vilja ferðast aftur í tímann eða fram ef þú gætir svo ekki snúið tilbaka?
Fyrir mína parta er það nokkuð augljóst.
Ég myndi ferðast aftur í tímann. Engin spurning.
Manni yrði svo vel tekið sjáðu
Allir bara eitthvað ,,vó, þessi er áhugaverður"
Maður kynni fullt af hlutum sem yrði mindblowing fyrir alla hina. Gæti frætt fólk, leiðbeint og jafnvel breytt framtíðinni mér í hag. MúaHAHAHA.
Maður yrði hrókur alls fagnaðar!
Á hinn boginn þá er maður náttúrulega að deyja úr forvitni varðandi framtíðina. Hvernig lítur hún út og slíkt.
En maður yrði bara svo óvelkomin. Allir bara eitthvað
,,je, whatever, þessi veit ekkert"
Maður kynni ekkert og gæti ekkert sagt fólki frá neinu sniðugu!
Aftur...pottþétt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2011 | 10:50
Hafið bláa hafið
Ég held að framtíðin liggi á hafsbotninum.
Þegar auðlindir og slíkt þurrkast upp á landi þá væri sniðugt að henda saman í lið, fara á árabáti og tékká sjónum.
Þar er nóg af stöffi til að kanna. Pottþétt hægt að nýta hluti þar til að fæða okkur og klæða.
Við höfum nefnilega einungis kannað um 5% af hafsvæði heimsins. Í hinum 95% hlýtur að finnast eitthvað sem mætti nýtast.
Í staðin fyrir að eyða skrillibilljónum í hættulegar ferðir upp í geim að leita að öðrum hnöttum til að búa á þá væri mun einfaldara að líta bara niður á hafsbotn.
Orkugjafar, matvæli og klæði. U name it.
Við erum að snúa tilbaka ofan í sjóinn gott fólk!
Opinbert
Þið heyrðuð það fyrst hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2011 | 09:57
eitthvað stórt að fara gerast
Ég held að það séu stórir hlutir að fara gerast í kristnitrúarheiminum
Þeir hafa beðið svo mikla hnekki undanfarin ár
Fleiri og fleiri eru að koma til vits og hætta þessari vanþróun þannig að ég held að annar hvor þessara tveggja valmöguleika muni fara að detta inn hvað á hverju:
1. Massív herferð hjá kirkjunni. Framleitt sælgæti og gos með jesú framan á bendandi á mann og segir ,,ert ÞÚ í stuði með guði?"
2. Þeir gefast bara upp og játa eigin heimsku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.11.2011 | 21:39
Kúka
Fór í Krónuna með Sebs að verzla stöff
Er við mættum í biðröðina á kassann tjáði Senor Sebas mér að honum væri virkilega mál að kúka.
Hann iðaði
Öllum að óvörum var allt í einu klósett þarna við hliðiná öllum kössunum!
Hver hefur heyrt um að það sé almenningsklósett inn í svona matvörubúð!!!!
Ekki ég. Aldrei
Þetta var út á Granda
Allavega, ég sagði honum bara að fara þangað og downloada
Hann passaði sig á að hafa pínu opna hurðina svo ég kæmist inn til að skeina honum eftir að ég væri búinn að borga og slíkt.
Þannig að staðan var þannig að það voru milljón manns þarna að kaupa í matinn og 78% af þeim að gjóa augunum á þennan óhrædda gaur, sitjandi á klósettinu inn í matvörubúð með opna hurð, að kúka!
Hann vinkaði mér á einum tímapunkti, brosandi
Svo fór ég bara til hans eftir kassann og skeindi
Svona gerast kaupin á eyrinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2011 | 13:39
Olympus
Fyrsta afmælisgjöfin komin í hús!
Beta er alltaf svo sniðug
Hún gaf mér Olympus diktafón
Djöfull er ég sáttur
2gb minni, tekur upp bæði wma og mp3, poppar upp sem folder í tölvu og maður dregur bara fæla yfir. Getur þannig líka geymt stöff, eins og lög.
Fyrsta skref.....taka hroturnar í Betu upp......tíhí
Annað skref....taka upp 50 prump í röð og spila þau samfleytt
Möguleikarnir eru endalausir!
Brilliant
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2011 | 09:01
Heiladautt. Já takk!
Eitthvað til að týna sér í:
http://gprime.net/game.php/dodgethedot
http://www.bartbonte.com/klikwerk/
og svo náttúrulega hin ódrepandi klassík
http://www.thegamehomepage.com/play/trollface-the-game/
Mæli sérstaklega með þessum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2011 | 08:07
gylltur unaðsdrykkur
Maður sefur lítið með svona lítið ungabarn.
Svaf frá 1:30 til 3
Svo frá 5 til 6:30
Þið getið því ímyndað ykkur hversu rygðaður ég var kl 6:30.
Eftirfarandi lýsing gerist í slow motion(lesist þannig, helst að ímynda ykkur feitan mann með skegg spilandi á túbu í bakgrunninum):
Ég staulaðist frammúr með skraufaþurran kjaft. Opnaði ískápinn. Kom auga á ferskan appelsínusafan.
(hey, var ég ekki rétt í þessu að segja þér að lesa þetta í slow mó! Byrjaðu upp á nýtt)
Opnaði fernuna og renndi ljúfum nectar niður hálsinn sem þurfti svo sannarlega á smurningu að halda.
Þið kannist kannski við að ef maður gúlpar eitthvað að þá finnur maður ekki bragðið strax því tungugaurarnir hafa ekki enn náð að registera bragðið.
Þetta var þannig.
Ég gúlpaði tvo stóra sopa og hugur minn baðaði sig í ljómandi tilfinningu þessa gyllta unaðsdrykkjar.
Svo kyngdi ég og það var uþb á þessu andartaki sem bragðkirtlarnir kikkuðu inn.
Ég fann loksins bragðið á þessum yndislega útrunna safa sem hafði staðið í viku upp á matarborði (náði ég að leggja saman eftirá).
Við erum að tala um myglubragð.
Þetta var ógéðslegt
En hey!
ég vaknaði allavega vel við þetta
P.s. er enn með myglubragð upp í mér þrátt fyrir að hafa gúlpað eplasafa OG tannburstað mig. Tvisvar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2011 | 15:12
Samick
Keypti Samick kassagítar árið 1994
Þetta er svona hljóðfæri sem ég myndi aldrei selja
Það merkilega við hann er að ég hef aldrei þrifið hann
og
ALDREI skipt um strengi!!!!
Samt hljómar hann líkt og vindurinn
Mjög undarlegt
Ef eitthvað hljóðfæri er með sál....þá er það þessi gullmoli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2011 | 09:51
Fantasí
Ó how the mighty have fallen!
Fantasí árið er ónýtt.
Mér gengur svo ílla að þetta er orðið beyond repair
Þetta hefur aldrei áður verið svona
og það sorglega er að ég er actually að reyna
munurinn á mér núna og síðastliðin ár þegar ég var að vinna deildir og slíkt er að núna hef ég horft á einn leik í enska. Nánast núll áhugi á boltanum.
Svona er þetta bara.
Ying og Yang
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar