Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Identity

Ég verð eitthvað að fara gera í þessu lúkki mínu.

Var í fatabúð að leita í búnka af buxum fyrir Sebastian. Kemur ekki eldri kona og spyr mig hvort ég eigi ekki þetta (einhver flík) í stærð 122!

ég var óvenju fljótur að hugsa og sagði bara ,,nei því miður, það er allt búið"

Beta sprakk úr hlátri.

,,Ok, ekkert að því, ég er bara svo töff klæddur að fólk heldur að ég sé afgreiðslumaður í fatabúð" hugsaði ég.

Slikk

Spikk og span

Hipp og kúl

Nei, nei.....svo fórum við í hagkaup og ég var að líma saman pappakassann sem maður lætur salatið sitt í á salatbarnum. Kemur ekki eldri kona og spyr mig hvort þetta sé allt úrvalið og hvort þessir kassar séu bara í einni stærð!

Ok

Skyndilega leið mér ekki jafn vel með þetta og áðan.

Það er ekki jafn kúl að vera tekinn í misgripum fyrir starfsmann Hagkaups og svo starfsmanns fatabúðar. Það verður að viðurkennast.

Ekki veit ég hvað málið var. Mér fannst ég alveg eðlilega klæddur.

Svartar gallabuxur, rautt belti og blá vaffhálsmáls peysa.

Betu fannst þetta ennþá fyndnara

Ekki mér


Lindex

Fórum í Tippalynd í dag.

Hef nánast aldrei séð Betu jafn spennta!

Af hverju?

Jú.......útaf Lindex

Hvað er málið með þessa búð.

Múgæsingur?

Hún olli Betu pínu vonbrigðum. Fann samt eitthvað stöff.


uppskrift af hamingju

Við settum Sigurð Guðmundsson á fóninn og bökuðum smákökur.

Svo er stefnan sett á að setja Love Actually í tækið á eftir og kúra.

Hvítt úti og leiðinlegt veður.

Verður ekki meira kósí.

Nú mega jólin koma fyrir mér


Birrrrr

Fór í sturtu í morgun. Ég neitaði að fara úr sturtunni. Það er svo friggin BIRRRRRRRRRRRRR úti. Vandræðalega kalt.

Þannig að ég gerði hið eina rétta í stöðunni.

Lagðist niður og lét renna í bað í kjölfar sturtunnar.

Eina vitið.


Idiot

Sáttur

Var að niðurhlaða ,,An Idiot Abroad 2"

Önnur sería af Karl Pilkington komin út.

Það verður veisla hérna í dag


Rihanna

Sebas ætlar að giftast Rihönnu, að sögn.

Hann ætlar að kaupa sér skyrtu til að vera fínn og blóm handa henni.

Þetta kom í óspurðum fréttum.

Sennilega út af því að við erum mikið að hlusta á Coldplay/Rihanna lagið


Hlutir sem mér finnst vera töfrar

Neðangreint á sér enga skýringu og þ.a.l. flokkað sem töfrar í mínum bókum!

1. Zip og Rar þjöppun

Hvernig er hægt að taka gögn og bara allt í einu minnka þau! hvert fóru gögnin? og hvernig er þá hægt að stækka aftur skránna og gögnin allt í einu komin aftur!

Þetta hræðir mig

2. Bluetooth/gagnaflutningur

Hvernig er hægt að flytja gögn í gegnum loftið frá einu tæki yfir í annað?
Ég er með tölvu og svo eitthvað annað tæki. Ég stilli bara á bluetooth og get flutt myndir og hluti í gegnum loftið yfir í tölvuna!

ekkert nema SVARTIGALDUR!

3. Jólasveinninn

Hvernig nær hann að dreifa öllum gjöfunum til allra í heiminum á einn nóttu.


Fax

ímyndið ykkur þá tíma þegar engar tölvur voru til, hvað þá gemsar og slíkt. Upplýsingaflæðið var af skornum skammti. Fólk var meira einangrað og verr upplýst.

Svo allt í einu kom........FAX

Fólk bara ,,WHUUUUUU!!"

DEAMON SOURCERY!!!

TÖFRAR!!!!

Menn bara létu upplýsingar á blaði inn í eitthvað töfratæki og sömu upplýsingar komu út einhverstaðar allt annarsstaðar!

MADNESS!!!

Fólk ape-shittaði. Hélt að framtíðin væri nú loksins komin.

Ímyndið ykkur hversu mikil rosa töfra uppfinning þetta virtist örugglega vera fyrir fólki.

Fyrst bara ekkert, svo allt í einu, töfra-thing-ama-jiggy sem sendi gögn einhvernvegin á óskiljanlegan máta.

Fólk í dag bara....je whatever. Maður verður pínu að stoppa og pæla í hversu miklir töfrar þetta voru.

Mig langar í aðra svona uppfinningu í heiminn núna.

Eitthvað sem gjörsamlega blows my mind.


Tinni

Ég og Sebs fórum á Tinna í bíó

Djöfull er þetta vel gerð teiknimynd. Sennilega það besta sem ég hef séð hingað til.

Myndin var bara dæmigert Tinna ævintýri

Við vorum samtals 7 í salnum. Huuges salur.

Ég og Sebs mættum með glæran haldapoka af mat. Vörðurinn tók eftir því og bað okkur um að borða þetta ekki þarna inni.

Ég sagði bara ok og labbaði inn með þetta.

Átum þetta allt fyrir hlé!

Rebel


gamla fólkið vs við hin

Hafið þið tekið eftir því að gamalt fólk segir mun oftar ,,þó"

Við hin segjum ,,samt"

dæmi:
Gamlir: ,,þó hef ég einu sinni farið í typpalind"
Hinir: ,,samt hef ég einu sinni farið í typpalind"

Svo eru áherslurnar öðruvísi....

gamla fólkið segir ,,öðruVÍsi"
við segjum ,,ÖÐruvísi"

nei bara svona......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband