Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Til hamingju Alfreð

Alfreð varð í fyrsta sæti stigalistans þetta sumarið sem er frábær árangur.

Til hamingju með það


Númer 37 á íslandi

Síðasta stórmót sumarsins búið og endaleg niðurstaða fengin í stigalistann.

Ég varð í 37.sæti yfir kylfinga Íslands sem er örlítið framar vonum og á undan áætlun.

Ég er heilt yfir sáttur við sumarið en ætla að gera enn betur það næsta.

Skv. áætlun verð ég í 20-25 sæti næsta sumar.

Nú taka við æfingar með afrekshóp gkg í kórnum í vetur.  Svo fer ég einnig í Boot Camp til að buffa mig upp og henda þessum manboobs sem eru að bögga mig. Maður ætti að bæta sig eitthvað við það.

Kannski að maður finni eitt eða tvö lítil mót áður en sumarið endar. En það er ekkert möst.

Sjáum til

Svo er óskastaðan sú að finna sér eitthvað þægilegt job í vetur. Og fara líka kannski einu eða tvisvar sinnum til spánar í eina eða tvær vikur til að spila og halda sér við.

Það er óskastaða, en svo tekur maður bara það sem manni býðst.


Saints

Jæja þá er síðasti sóló dagurinn okkar Sebas runninn upp. María kemur um miðnætti. Þetta er búið að vera helvíti góður quality tími hjá okkur pungunum.

Við vöknuðum kl 9:30 og fórum svo í 40 mín sturtu. Hressandi og gaman að busla.

Erum núna bara að chilla. Ekkert svo sem annað að gera í stöðunni.


Dagurinn

Vöknuðum og snæddum dýrindis morgunmat með gamla settinu í lundinum. Dekrað við mann bara.

Fórum svo á stúfana.

Kíktum í bása þar sem Póski var með Ping Demo dag. Sebas sló nú á endanum fleiri kúlum en ég.

Fórum svo á Rauða ljónið og sáum seinni hálfleik Everton og Wigan með Pétri.

Fórum svo bara heim með honum þar sem hann bauð okkur í mat.

Búnir að vera á vappi síðan kl 14 og rétt nýskriðnir inn.

Pungurinn tók enga síestu og mun sennilega rotast eftir nokkrar mín þegar ég legg hann útaf.

Nema þá að íssprengjan sem við fengum hjá Hörpu og Pétri haldi honum hyper út kvöldið. Vona ekki. Ef svo verður fær Petlerinn eitt í öxlina næst þegar ég sé hann.


holukeppni

Keppti í dag í íslmótinu í holukeppni. Komst beint úr 64 manna úrslitum í 32 manna en tapaði þar fyrir mér betri manni.

Sá maður er í gr sveitinni og lenti í þriðja sæti á síðasta stigamóti.

Hann spilaði solid en ég ekki vel.

Kom heim og horfði á man-ars með Pétri og BB.

Ekkert annað markvert hefur gerst í dag.


kiðjaberg

Fór æfingarhring á Kiðjabergi í dag. Frábær völlur með fínum grínum. Spilaði í miklum vindi og er frekar þreyttur. Sem er allt í lagi því mótherji minn á morgun mætir ekki í leikinn og ég þarf því bara að mæta í 32 manna úrslitin kl 13. Er sem sagt kominn sjálfkrafa áfram. Jibbí fyrir því.

Fórum í hádeginu og kíktum á Bjarna Bjarna í bakaríinu www.kaka.is

Djöfull bakar drengurinn góðar kökur.

Pétur var þarna líka og sá snigill hefur svo góða nærveru að það er fáránlegt. Sebastian sogaðist að honum og lét ekki í friði. Pét-HÚR, pét-HÚR, koddu,koddu.

Ég sagði Pétri að reyna að fara í bissness með þetta. Láta nærveru í krukkur og selja. Fá einkaleyfi og græða milljónir.

Hann segir mér að flest börn laðist svona að honum. Það er svona að eiga góða nærveru.

Annars skildi ég Punginn eftir hjá afa sínum í vinnunni og fór svo að spila. Þeir héngu saman í allan dag og þegar ég kom heim kl 21:30 sá ég duracell kanínu hoppandi útum allt og mjög þreyttan afa í eftirdragi. Hann sagði að drengurinn hætti ekki að tala.

Pjakkur, köttur mömmu og pabba, boxaði Sebastian til blóðs í andlitinu. Hann er með sár báðum megin á kinnunum og líka á eyranu. Ég heyrði hljóðin í kettinum hvæsa og stökk upp. Hljóp að honum og nelgdi í hann. Ég varð brjálaður. Ég elti hann útum allt hús og náði að koma honum í skilning um að svona gerir maður ekki. Hann er núna skíthræddur við mig og hélt sig undir rúmi í 40 mín á eftir þetta.


komment svar

Fékk gott komment á síðustu færslu sem er svaraverð í færsluformi. 

"Sagði hann þetta á íslensku? Er hann alveg orðinn alveg jafnvígur í íslenskunni?"

Harpa (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 10:41 

 

Svar mitt er eftirfarandi: 

góð athugasemd.

Nei, hann sagði þetta á spænsku. Ég nennti bara ekki að útskýra það og ákvað að hafa þetta eins einfalt og ég gat til að þjóna söguþræðinum betur.

Hann sagði, "papá, a los nuves" sem útleggst "pappi, til skýjanna" og benti upp þar sem ég gerði mig kláran við að henda upp í loft.

Ég er búinn að kenna honum ýmislegt á íslensku. Segi bara "mamma segir avion, og pabbi segir flugvél" hann gúdderar það alveg. Er orðinn bara mjög ágætur í íslensku. Mellufær myndi einhver segja jafnvel. Notar spænska orðið við mömmu sína og það íslenska við mig og afa og ömmu.

Nýja orðið hans í gær var Glæsilegt, svo er ég nýbúinn að kenna honum jibbí-kajei-moðafokka. Ásamt Bújakassha.

Svo sér hann gröfur tvist og bast þar sem miklar framkvæmdir eru í r.vík allstaðar. Þannig að orðið grafa er heitt um þessar mundir. Svo bættist orðið sláttuvél í safnið líka í gær.

Þetta er allt að koma.

Núna þurfum við hins vegar að fara að einblína á að varðveita spænskuna. Þar sem við ætlum að vera hérna á fróni.

Eilíft stríð og hvergi friður, eins og skáldið sagði.


kröfur

Vorum úti í boltaleik í garðinum í lundinum. Vorum búnir að sparka soldið á milli. Svo fór ég að kasta aðeins til hans sem var stuð.

Hann segir svo, "papa, kastaðu upp í skýin"

Ég bara....uuu okey. Kastaði eins langt upp og ég gat.

Sem betur fer var það fullnægjandi. Allavega brosti hann og gerði enga athugasemd um að mig hafi skeikað um aðeins 99,99999% af vegalengdinni.

Engar smá kröfur sem pungurinn gerir til pabba síns.


draumur um Pétur

Held að mér hafi sjaldan liðið jafn ílla í einum draumi sem ekki var martröð. Tja, þetta var nú samt hálfgerð martröð.

Mig dreymdi Pétur.

Ég var staddur á heiðarbrautinni og var í heimsókn. En Pétur var ekki að finna. Heldur einhver skinní bitch ass veikluleg stelpa. Þá hafði Pétur látið breyta sér í stelpu.

Ég trúði honum ekki fyrst og ég man að það fyrsta sem ég gagnrýndi var að það væri no way að ná kálfunum svona mikið niður í stærð.

Jú jú, svaraði Pétur (petrína), ekkert mál. Calf reduction!

Svo bara snérist draumurinn um það að vera bara hneykslaður yfir ákvörðun Péturs um að breyta sér. Ég man hvað ég var leiður fyrir hans hönd.

Að sjálfsögðu er ég löngu búinn að ráða þennan draum.

Þetta snýst um að mér finnst Pétur vera búinn að væla svo mikið uppá síðskastið að undirmeðvitundin hefur breytt honum í TJELLLINGU.

hint,

wink, wink


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 153119

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband