Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

fluttir

Feðgarnir fluttir inn til Mömmu og pabba í garðabæinn.

Eigum bara eftir að þrífa sæbólið. Og flytja Mjása yfir.

Fékk hringingu rétt í þessu og tjáð að íbúð sem við skoðuðum væri okkar ef við vildum. Ég jánkaði því og við getum flutt þar inn 1.sept.

Vona að það standist. Ekkert í hendi enn því þetta er ungur gæji sem virðist ekki vera sá traustasti. Fáum lykla 1.sept að sögn.

85þ kell og 75fm2 pleis. Engin trygging, bara borga mánuð fyrirfram. Mjási velkominn og íbúðin sæmilega skipulögð. Þetta eru plúsarnir.

Mínusarnir eru að þetta er í Garðabæ. Ósamþykkt íbúð sem þýðir að þetta er svart og engar leigubætur. Ekki stærsta íbúð í heimi en hún dugar.

Og þar sem það verður enginn samningur okkar á milli þá er þetta fínt til að byrja með þangað til að við finnum okkur betra pleis.


Steve

ég sé að enginn er að fatta fyrsta valkostinn í könnuninni.

Love-e-lí veþer vír hafing.

Þetta er sem sagt það sem steve martin sagði í bleika pardusnum.

that´s all.


Siggi í dag

Spurningin í Ísland í dag er HÉR, smellið á þennan texta til að tékka á keppanum. Kem á mín 8:55

Takið eftir hve stressaður ég er. Nasirnar útþandar eins og ættin er fræg fyrir.


KJ´s theme song

My eyes are getting weary
My back is getting tight
I'm sitting here in traffic on the Queensborough bridge tonight
But, I don't care 'cause all I want to do...
is cash my check and drive right home to you
'cause Baby, all my life
I will be driving home to you

Jimbo

Er að endurlesa ævisögu Jim Morrison og þar kemur fram að uppáhaldslitur hans hafi verið.........wait for it..............Torquise.

Í öðrum fréttum er það helst að okkar dagur var eftirfarandi:
Vöknuðum seint og dormuðum fram eftir.
Hentum í töskur og fluttum aðeins.
Settum myndir á digital.
Komum í Ísland í dag.
Átum Makki dí.
Fórum í hjólreiðartúr í rigningunni.
Fórum í sturtu saman.
Horfðum á Family guy.
Fengum okkur kókómjólk fyrir svefninn.

Uppskrift af hamingjusömu lífi ef þú spyrð mig


Könnun

Það er komin ný könnun hér á hægri hönd.

Forgjafarkönnunin var orðin þreytt og ekkert uppúr henni að hafa lengur.

Eins og svo oft áður snýst þessi könnun um að kynnast innri manni lesenda þessa blogs.


enano

Var sitjandi á bekk í kringlunni að bíða eftir Sebastian í leiktæki þegar dvergur vatt sér upp að mér og spurði mig spurninga.

Þetta var gæjinn á stöð tvö. Þessi litli fréttamaður þarna. Þetta var spurning dagsins og kem ég því sennilega í fréttunum í kvöld.

Spurt var hvort ég hefði eitthvað pælt í því að flytja í burtu sökum kreppunar á Íslandi.

Ég hélt nú ekki. Enda nýfluttur aftur á klakann. Þá spurði hann af hverju. Ég svaraði útaf því að það sé betra að fá vinnu hér og lífsgæðin eru betri (sem þau tvímannalaust eru, segir maður með reynslu, aðrir....veriði úti).

Annars er þetta allt í móðu. Ég varð svo stressaður að ég blakkaði bara út. Ekki sá besti að tala rólega og yfirvegað þegar það er pikkaði í öxlina á mér og ég lít við og sé 7 milljón pixla myndavél í 3 cm fjarlægð frá vinstra gagnauganu á mér og brosandi dverg að spurja mig kreppu spurningu.

Það verður fróðlegt að sjá þetta.


Bær

Feðgarnir fóru á stúfana í morgun. Fluttum um 30% af stöffinu okkar til ma&pa. Núna er eftir eitthvað um 20% sem er vel.

Ætlum að sofa hérna kannski eina eða tvær nætur í viðbót.

Fórum inní kringlu því ég ætlaði í Hans Pedersen til að koma nokkrum myndum á digital form. Nei, nei, búðin þar er hætt og einhver stinkin fataverslun komin í staðin. Greit. Pungnum var slétt sama og sá sér gott til glóðarinnar og hlekkjaði sig við eitt tækið á ganginum. Var þar í sirka 20 mín á meðan ég sat á bekk.

Fórum þá næsta stað sem ég hélt að Hans væri staðsettur. Þarna við hliðiná þar sem næturvaktin var tekin upp. Nei, nei, búðin líka hætt þar. Shíss. Ertu að frikka mig.

Þurfti að hringja í 118 til að fá bloddí staðsetningu á Hans Pedersen í Rvík (takk sverrir fyrir aðstoðina).

Fann hana loksins og dömpaði myndunum þangað. 41 mynd frá Sverri sem þess virði er að borga 10þ fyrir að fá á digital. Nennti nefnilega ekki að skanna þetta sjálfur.

Ætluðum svo að fá okkur eitthvað í gogginn, eða gog-ÍNN eins og Sebastian segir það, ekki ósvipað og framburðurinn á pet-HÚR, mat-HÚR og MHÚ-sikka.

þetta var kl 12:30 allt stappað allsstaðar þannig að við gripum bara bjögga á dónaldinum og þutum heim með Ensími í botni.


LP Útskýring

Kemur þetta einhverjum á óvart?

Ég meina, veit fólk virkilega ekki af hverju LP hefur núna tapað 2 af 3 leikjum sínum í ensku?

Þetta er svo augljóst. Og veldur mér engum áhyggjum.

Núna loksins er LP kominn með alvöru bakverði sem sækja upp og senda fyrir og slíkt. Nú, það bíður þá bara upp á að vörnin leki aðeins í kjölfarið.

Mjög eðlilegt.

LP hefur í gegnum tíðina státað af einni bestu vörn englands. Virki.

Á kostnað þess að vera mjög sókndjarft og magikal framm á við.

Núna fyrst eru þeir að testa þennan nýja bakvarðar driven sóknaleik og rekast á nokkra hnökra.

Eðlilegt.

Ég segi bara, guð minn almáttugur. Andstæðingar LP. Haldið ykkur fast. Þegar þeir læra almennilega á þetta þá eru þið royally FUBAR.


leita að íbúð

Við erum enn að leita að íbúð fyrir okkur hjónin, Sebastian og Mjása.

Við erum að tala um 60-100fm2 og verðhugmynd uppá 120þ max. Helst þriggja herbergja en tveggja dugar líka ef íbúðin er vel skipulögð.

Ideal staðsetning er 107,nes,101,104 eða eitthvað annað hagstætt í rvík eða í kóp og Garðabæ.

EF EINHVER VEIT UM EITTHVAÐ. PLÍS LÁTIÐI MIG VITA


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 153450

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband