Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Nýtt lag

Bætti inn nýju lagi í djúkarann. Það heitir SkjáauglýSIR. Þetta er skjáauglýsinga stefið á rúv. Þetta bloddí stef er maður búinn að heyra milljón sinnum og ég ákvað að rokka það aðeins upp.

Maður fær svona nettan hausverk á að hlusta á þetta skjáauglýsinga stef út af því að það er svo mikil bakgrunnslyftutónlist. Einhverra hluta vegna þá langaði mig að taka þetta stef og $#%"#! og taka svo úr hálsliði. Veit ekki af hverju.

Ég reyndi að gera þetta eins ófágað og ljótt og ég gat. Til að contrasta soldið á móti þessu fínpússaða jazz stefi.

Hlýðið á í djúkaranum. Það er efsta lagið.


Ný könnun

Hvað veldur mesta aulahrollinum á Facebook? Er það ekki spurningin sem brennur á allra manna vörum?

Við erum að tala um nýja könnun.

Ég fæ alltaf aulahroll þegar ég les eitthvað af þessum valmöguleikum á Facebook.

Ég held að allir hafi séð eitthvað af þessum facebookfrösum einhverntíman á góðum degi.

,,Knús í hús" sér maður oft. Finnst eitthvað svo asnalegt við það.
,,knús á þig" er svipað.
,,Lazarus". Veit ekki hvað oft maður sér þetta á viku. Það er alltaf einhver veikur og þá kemur þetta ,,ég á lítin Lazarus" eða ,,er heima með einn lítinn Lazarus". Pirr.
,,Góðan daginn". Fólk sér sig knúið til að bjóða góðan daginn á Facebook! Why?
Svo loks allir þessir statusar sem maður á að pósta ef maður á systir, móðir o.s.frv. Þreytandi.is

ps. með Gillz, þá voru flestir sammála því að vera slétt sama.


Hringurinn minn á Valderrama

Er að horfa á Valderrama Masters á SkjárGolf. Góð skemmtun gerð enn betri fyrir þær sakir að ég hef spilað þennan völl. Gaman að rifja upp gamla hringinn minn þegar ég spilaði með kananum og dananum.

Ég fékk að leika Valderrama um tveim vikum fyrir Volvo Masters sem var haldið í síðasta sinn sem aðalmót Evrópumótaraðarinnar þetta árið. Völlurinn var í góðu ásigkomulagi og ég fékk að leika frá hvítu teigunum, ekki þeim svörtu því það var verið að vernda þá fyrir mótið.

Ég var gjörsamlega starstruck á fyrri níu. Grínin voru svo hröð að ég var skíthræddur og sýndi allt of mikla virðingu. Svo var þetta í fyrsta sinn sem ég spilaði skógarvöll þannig að lærdómskúrfan var ansi brött.

Kominn +7 eftir 9 holur og bara algjör túristi. Takandi myndir og slíkt(sem var bannað). Var alls ekkert að búast við neinu skori og ekkert að hugsa sérstaklega um að spila vel. Bara njóta tímans. Daninn sá sér þá leik á borði og lagði til að við myndum leggja pínu undir á seinni níu.

Mistök.

Strákurinn byrjaði þá loks að einbeita sér að spilamennskunni og byrjaði seinni á par-fugl-fugl og endaði á +2 og samtals á +9.

Ég vann.

Var nokkuð ánægður með það skor miðað við að vera leika völlinn í fyrsta sinn.

Ég spilaði sem sagt Valderrama, varð svo klúbbmeistari La Cala og horfði svo á Volvo Masters. Allt á nokkrum vikum. Snilldar tími.

Ég man einmitt að er ég var að fylgjast með stjörnunum á Volvo Masters þá var fólk að stoppa MIG og óska mér til hamingju með titilinn. Klúbbmeðlimir La Cala. Það var ekki slæmt fyrir egóið skal ég segja ykkur.

Svo fékk ég líka frítt inn á Volvo Masters útaf því að kaninn tippaði þjónana svo mikið að hann fékk freepass alla dagana. Hann gaf mér þá þar sem hann var þá kominn aftur til usa. Að spila völlinn kostaði hins vegar 300 evrur. Gjörsamlega þess virði.


Rúntur 101

Listin að rúnta niður Laugaveginn er ekki fyrir alla. Það eru nokkur atriði sem verða að vera á hreinu til að hámarka ánægju bíltúrsins. Rúntreglubók Sigursteins listar eftirfarandi reglur sem þær mikilvægustu.

Regla 1
Halda jöfnum gangi. Reyna að vera með gott flæði á bifreiðinni í fyrsta gír. Markmiðið er að stoppa aldrei heldur líða áfram sem flatur rúllustigi. Gott er að æfa sig aðeins áður en lagt er í þessa tækni. Helst fjarri öðrum bílum, eins og upp í sveit. Garðabær væri t.d. kjörinn staður.

Regla 2
Sennilega mikilvægari en regla 1 og óskiljanlegt að hún sé bara númer 2. Í rauninni ætti þessi regla að vera númer eitt tvö og þrjú. Reglan segir að eftir fremsta megni eigi að forðast að lenda á eftir stórum bíl, eins og jeppa. Það er ekkert gaman að rúnta niður Laugaveginn og sjá ekkert framundan. Að hleypa jeppa inn í línuna er t.d. dauðasynd.

Regla 3
Einnig nefnd Bjössareglan. Mikilvægt er að vera eins svalur og hægt er. Með það að leiðarljósi skal ávallt rúnta bara með eina hönd á stýri, eins og skáldið sagði ,,hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri, Bjössi á mjólkurbílnum"

Regla 4
Hafa rúður uppskrúfaðar alltaf og án undantekninga.

Regla 5
Leggið katalógíu eftirfarandi hljómsveita á minnið:
Smashing Pumpkins
Metallica
Guns N Roses
Band of Skulls
Ef eitthvað af lögum með þessum hljómsveitum kemur í útvarpi eða iPod þá má hunsa reglu 4 og hækka í botn.

Regla 6
Ef lag með Justin Bieber/Friðrik Ómar/Frostrósir/Depeche Mode kemur á einhvern óskiljanlegan hátt í útvarpinu þá skal umsvifalasut beygja út af rúntinum og fara heim til sín í kalda sturtu. Og þrífa bílinn.

Regla 7
Vertu með iPod, sjá reglu 6.

Regla 8
Ef allt hefur gengið vel og þú hefur farið eftir helstu reglum Rúntur 101 þá ertu núna kominn niður í Bankastræti og ljósin fyrir framan Lækjargötu nálgast. Það er ekki hægt að tala um að ein reglan sé erfiðari en önnur en ef svo væri þá er regla 8 með þeim erfiðari. Regla 8 segir að ávallt skuli tímasetja keyrsluna þannig að lent sé á rauðu ljósi. Með því móti hámarkar ökumaður viðveru og hefur í kjölfarið lengri tíma til að virða fyrir sér mannlífið. Basic.

Leyniregla 42
Ég og Beta tókum einn rúnt í kvöld þar sem þessi regla var afhjúpuð. Beta hafði aldrei séð þetta gert áður. Aðeins mjög reyndur rúntari myndi púlla þetta múv. Múvið er svo erfitt að menn hafa látið lífið við það eitt að hugsa um að framkvæma það. Ég var á rauðu ljósi á Snorrabraut og beið á beygjuljósi til að komast inn á Laugaveginn. Síðasti bíll þar inn frá öðru ljósi, og bíllinn sem þ.a.l. lenti fyrir framan mig, var jeppi! Ekkert við þessu að gera nema að beita leynimúvi nr 42. Ég friggin tók frammúr honum! Ég lýg ekki. Sem Beta er mitt vitni þá tók ég frammúr honum. Hvernig ég gerði það er svo efni í heila bók.

Góðar stundir og happy rúntin


dramatík

funny pictures-Baby come back...
see more Lolcats and funny pictures

T-Pain

Við erum að tala um að ég rakst á autotune í Cubase 5. Beta er að verða brjáluð á mér. Ég er með headsettið, tengdur tölvunni og svara Betu eingöngu í autotune.

Ég anda meira að segja í autotune.

....do you believe in life after love....

"hey T-Pain! Cher var að hringja, hún vildi fá autotune tækið sitt aftur."

Ps. Bara til að róa fólk þá mun ég ekki gera lag með þessum fídus. Jarðríkið getur þurrkað svitann af enninu og kringlan getur haldið áfram að snúast.


Nýja lagið með Ensími

Ensími - Aldanna ró by RecordRecords

 

Ef þú nennir að fíla þetta þá hlustaru á þetta þrisvar sinnum á tveim dögum og þetta verður það besta sem þú hefur heyrt í nokkrar vikur. Hey, bara ef þú nennir að fíla þetta. Ef ekki þá verður þetta aldrei gott.

Nýja platan þeirra kemur á tonlist.is 4 nóv og ég mun vera fyrstur til að kaupa hana. Á allar hinar þrjár og er að hita mig upp. 

Það er nefnilega svo merkilegt með að nenna hlutum. Beta nennti t.d. ekki að fíla Everything Everything, ég nenni ekki að fíla Baggalút....svona er lífið. 


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153142

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband