Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Prjónabók

Bók númer tvö hjá Prjónaperlum er að koma út. Erla vinkona Betu er höfundur þeirrar bókar. Beta sá um ljósmyndirnar á fyrri bókinni og líka þessari.

Myndirnar eru allar teknar upp í eldhúsinu okkar.

Það er mynd af Sebas í bókinni
http://www.flickr.com/photos/prjonaperlur/5107927625/in/set-72157625097130097/

Svo má sjá bregða fyrir HM boltanum hans og þríhjóli.

Beta er líka á einni mynd
http://www.flickr.com/photos/prjonaperlur/5110588806/in/photostream/

Hún er heit.

Það voru teknar myndir af mér líka en þær liggja einhversstaðar á klippi gólfinu. Óskiljanlegt.


Raggi Bjarna í autotune! Hvert er heimurinn að fara?


end of an era

Þetta er síðasta vika Tigers á toppnum. Í bili allavega. Hann dettur niður listann eftir helgina og verður ekki lengur besti kylfingur í heimi.

Hann náði toppnum árið 1998, missti það í smá tíma 2004 og hefur verið núna samfleytt í 5 ár á toppnum. Samtals í sirka 11 ár.

It´s the end of an era.

Í fyrsta sinn í 17 ár verður Evrópubúi besti kylfingurinn.

Það verður eins og staðan er núna, Lee Westwood.

En Martin Kaymer getur komist upp fyrir Lee ef hann vinnur eða lendir í öðru sæti núna um helgina á Andalucia Valderrama Masters.

Þannig að annað hvort Kaymer eða Westwood. Kemur í ljós á mánudaginn.

En hræðist ei, Tígurinn getur endurheimt efsta sætið ef hann gerir góða hluti í næstu viku.


Hljóð

Hljóð fyrir öll hugsanleg tækifæri.

http://www.instantsfun.es

Personal favs....hvíti takkinn í fjórðu neðstu línu og græni takkinn í þriðju neðstu.

Væri til í að vera með svona á mér og geta ýtt á takkann í tíma og ótíma.


sniðugur

a-man-and-his-garden

vúdú

Kvöldið í kvöld:

Þáðum kaffiboð sem reyndist vera tilraun til að fá okkur í eitthvað pýramýda brask. Jei

Fórum á Pizza Hut í smáralind. Komum okkur vel fyrir á kósý borði. Litum á matseðlana og sáum verðin á þessum kvikindum, stóðum upp, fussuðum og sveiuðum, og löbbuðum út.

Þvílík hneysa. Ekki í þessu lífi að ég sé að fara borga húsnæðisverð fyrir litla pitsu. Og það á skyndibitastað.

Fórum því niðrí bæ og settumst inn á Sólon. Völdum okkur borð innst inni og skimuðum matseðilinn. Vorum að ræða hvað við ætluðum að panta okkur yfir rómantískri kertaljósastemmingu þegar einhver róni á næsta borði talaði við okkur.

,,Prinsessusúpa!, fáðu þér prinsessusúpu" og horfði perralega á Betu.

Hann var ógéðslega krípí.

Við færðum okkur hinum megin í húsið.

Þegar stelpan kom með drykkina þá rak hún glasið í Malt flöskuna og hún heltist yfir borðið, á gólfið og frussaðist á skónna mína og ég allur klístraður á puttunum.

Restin af kvöldinu var hins vegar góð.


afhjúp

Alfreð kom með eftirfarandi staðreyndir frá Hagstofunni á Facebook fyrir skemmstu. Mér fannst þær áhugaverðar.

Samkvæmt hagstofunni voru meðallaun karlmanna árið 2009 um 360.000 á mánuði með 43,8 vinnustundir á viku eða u.þ.b. 2055 kr. á tímann. Konur voru með 293.000 í meðallaun og 34,9 vinnustundir á viku eða 2098 kr. á tímann. Það er rúmlega 50% meira atvinnuleysi meðal karlmanna en kvenna og 2/3 sem útskrifast úr háskóla eru konur. Karlar lenda í 76% allra vinnuslysa

Getur þetta staðist? að konur hafi hærri laun en karlar!!!!

Ef svo er, hvað eru þá allir alltaf að væla!


Ný könnun

Ég segi nú bara....hverjum er ekki nákvæmlega slétt sama um hvort Gillzenegger hafi eitthvað með friggin símaskránna að gera!

notar einhver þessa skrá lengur? fyrir utan að rífa hana í tvennt til að sýna sig fyrir stelpum auðvitað.

Ég ætla að rigga upp könnun um hvort þú sért með eða á móti Gillz í þessu stóra símaskráarmáli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband