Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
28.10.2010 | 07:34
Prjónabók
Bók númer tvö hjá Prjónaperlum er að koma út. Erla vinkona Betu er höfundur þeirrar bókar. Beta sá um ljósmyndirnar á fyrri bókinni og líka þessari.
Myndirnar eru allar teknar upp í eldhúsinu okkar.
Það er mynd af Sebas í bókinni
http://www.flickr.com/photos/prjonaperlur/5107927625/in/set-72157625097130097/
Svo má sjá bregða fyrir HM boltanum hans og þríhjóli.
Beta er líka á einni mynd
http://www.flickr.com/photos/prjonaperlur/5110588806/in/photostream/
Hún er heit.
Það voru teknar myndir af mér líka en þær liggja einhversstaðar á klippi gólfinu. Óskiljanlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2010 | 07:06
Raggi Bjarna í autotune! Hvert er heimurinn að fara?
Bloggar | Breytt 27.10.2010 kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 14:51
end of an era
Þetta er síðasta vika Tigers á toppnum. Í bili allavega. Hann dettur niður listann eftir helgina og verður ekki lengur besti kylfingur í heimi.
Hann náði toppnum árið 1998, missti það í smá tíma 2004 og hefur verið núna samfleytt í 5 ár á toppnum. Samtals í sirka 11 ár.
It´s the end of an era.
Í fyrsta sinn í 17 ár verður Evrópubúi besti kylfingurinn.
Það verður eins og staðan er núna, Lee Westwood.
En Martin Kaymer getur komist upp fyrir Lee ef hann vinnur eða lendir í öðru sæti núna um helgina á Andalucia Valderrama Masters.
Þannig að annað hvort Kaymer eða Westwood. Kemur í ljós á mánudaginn.
En hræðist ei, Tígurinn getur endurheimt efsta sætið ef hann gerir góða hluti í næstu viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 09:56
Hljóð
Hljóð fyrir öll hugsanleg tækifæri.
http://www.instantsfun.es
Personal favs....hvíti takkinn í fjórðu neðstu línu og græni takkinn í þriðju neðstu.
Væri til í að vera með svona á mér og geta ýtt á takkann í tíma og ótíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2010 | 22:51
vúdú
Kvöldið í kvöld:
Þáðum kaffiboð sem reyndist vera tilraun til að fá okkur í eitthvað pýramýda brask. Jei
Fórum á Pizza Hut í smáralind. Komum okkur vel fyrir á kósý borði. Litum á matseðlana og sáum verðin á þessum kvikindum, stóðum upp, fussuðum og sveiuðum, og löbbuðum út.
Þvílík hneysa. Ekki í þessu lífi að ég sé að fara borga húsnæðisverð fyrir litla pitsu. Og það á skyndibitastað.
Fórum því niðrí bæ og settumst inn á Sólon. Völdum okkur borð innst inni og skimuðum matseðilinn. Vorum að ræða hvað við ætluðum að panta okkur yfir rómantískri kertaljósastemmingu þegar einhver róni á næsta borði talaði við okkur.
,,Prinsessusúpa!, fáðu þér prinsessusúpu" og horfði perralega á Betu.
Hann var ógéðslega krípí.
Við færðum okkur hinum megin í húsið.
Þegar stelpan kom með drykkina þá rak hún glasið í Malt flöskuna og hún heltist yfir borðið, á gólfið og frussaðist á skónna mína og ég allur klístraður á puttunum.
Restin af kvöldinu var hins vegar góð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2010 | 14:27
afhjúp
Alfreð kom með eftirfarandi staðreyndir frá Hagstofunni á Facebook fyrir skemmstu. Mér fannst þær áhugaverðar.
Samkvæmt hagstofunni voru meðallaun karlmanna árið 2009 um 360.000 á mánuði með 43,8 vinnustundir á viku eða u.þ.b. 2055 kr. á tímann. Konur voru með 293.000 í meðallaun og 34,9 vinnustundir á viku eða 2098 kr. á tímann. Það er rúmlega 50% meira atvinnuleysi meðal karlmanna en kvenna og 2/3 sem útskrifast úr háskóla eru konur. Karlar lenda í 76% allra vinnuslysa
Getur þetta staðist? að konur hafi hærri laun en karlar!!!!
Ef svo er, hvað eru þá allir alltaf að væla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2010 | 14:07
Ný könnun
Ég segi nú bara....hverjum er ekki nákvæmlega slétt sama um hvort Gillzenegger hafi eitthvað með friggin símaskránna að gera!
notar einhver þessa skrá lengur? fyrir utan að rífa hana í tvennt til að sýna sig fyrir stelpum auðvitað.
Ég ætla að rigga upp könnun um hvort þú sért með eða á móti Gillz í þessu stóra símaskráarmáli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar