Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Dagbók Karls Pilkingtons

Í The Ricky Gervais show byrjuðu þeir á að lesa dagbók Karls. Ricky fannst það vera eitt það fyndnasta ever. Jafnvel betri en Önnu Franks. 


up to date

Ég held að ég hafi bara aldrei verið jafn mikið up to date eins og núna. Var að fara í gegnum alla harða diska sem til eru á heimilinu. Gera backup af myndum og henda gömlu stöffi og slíkt.

Ánægður með það. Jæja, þá getur dagurinn byrjað. GO!


Tune up

Djöfull er ég að fíla Tune Up forritið mitt sem ég keypti í gær.

www.tuneupmedia.com

Tónlistarsafnið mitt var í fokki eftir smá vesen með iPoddinn þannig að þetta forrit kom sem himnasending.

Maður dregur bara lögin sem eru í ruglinu yfir í glugga á vegum Tune up og forritið finnur bara friggin öll þessi lög og endurskírir þau og setur allar réttar upplýsingar inn ásamt cover art. Magic!!!

Hún finnur meira að segja Geirfuglana, Bubba, Gleðisveit Ingólfs og Dáðadrengi. Hún fann samt ekki Herbert Guðmunds en kom engu að síður með tillögu um Dre Mac rappara, sem ég neitaði móðgaður.

Svo eru líka aðrir fídusar í þessu forriti s.s. að finna tónleika með grúppum í safninum þínu í hvaða borg sem er í heiminum, tölfræði stöff og fleira.

Mæli með þessu.


Futbol de locos

Sebas og ég stundum það soldið að fara í fótbolta á ganginum heima. Hann er Sergio Ramos og ég ýmist Torres eða Pepe Reina. Við erum að tala um að hann setur á sig svitaband eins og Ramos og tekur þetta alla leið(gamla svitabandið mitt sem ég notaði í golfinu).

Hann er algjört fan.

Við erum sem sagt þessir karakterar þegar við erum Espana.

Get svarið það. Það er ekki ég sem starta þessu. Hann er fótbolta óður. Gerir trix með boltann og allt. Svo ég tala nú ekki um fögnin þegar hann skorar. Hann öskrar GOOOOOOOOOL!! alveg eins og spænsku þulirnir.

Veit ekki hvaðan hann hefur þetta. Hann byrjaði að vera Ramos fan eftir að þeir hittust á Nordica Hotel þegar spænska liðið var hérna. Mynd var tekin og allt.

Þannig að hann er alltaf hann. Svo spurði hann mig hver ég væri og ég sagði bara Torres. Fæ því ekkert breytt úr þessu. Fæ líka að vera Reina ef ég er í markinu.

Svo fór hann allt í einu að vilja vera Ítalía líka (hef aldrei talað um Ítalíu við hann). Eitthvað sem hann hefur séð einhverstaðar. Hann spurði mig hver hann gæti þá verið og ég sagði Totti, hann sagði nei, ég sagði þá Inzhagi og hann sagði ok og spurði mig hver ég væri þá. Ég sagðist vera bara Cannavaro.


Bíó rýni

Horfðum á District 9 í gærkvöldi. uuuuu Hvað er að frétta af þeirri mynd!

Ekki beint okkar tebolli. Hélt að þetta yrði eitthvað sniðið fyrir Sennheiserinn, svaka hasar og læti. Nei, nei, þá er þetta bara gorí shit.

Vel gerð, jú. Mildly skemmtileg, jú. Gorí viðbjóður, uuuu JÁ.

Mæli ég með henni, nei.


Ný könnun

Hvað nær gamli Hodgson að endast lengi hjá Liverpool?

Ég spái nokkra daga. Og vona slíkt hið sama.

Skipta honum út og einhverjum sniðugum inn.

Þetta minnir mig á hvatningaröskrin í gamla daga

,,Útaf með dómarann, inná með konunans"
,,Sýnið hvað þið getið, boltann í netið"
,,Halda haus!"
,,dómaradrulla!"

Andstæðingar Hvatar á Blönduósi áttu ávallt erfitt uppdráttur í þessari ljónagryfju sem skapaðist við þessi öskur 7 ára gutta.

Mmhmm


Filma.is

Er ánægður með www.filma.is

Þar getur maður strímað kvikmyndir og þætti gegn pínu gjaldi. Þær allra nýjustu eru á 800 en myndir eins og Kick-Ass og fleiri eru á sirka 500kr.

Fullt af íslenskum myndum.

Svo er hægt að leigja þætti eins og ríkið, ástríður, réttur, 10 bestu, klovn og fleira.

Þættir kosta um 200kr plús mínus.

Ef maður leigir hefur maður aðgang að myndinni/þættinum í 24klst og mátt horfa eins oft og þú vilt. Svo er líka hægt að eignast sumt þarna. Og nokkuð frítt efni líka.

Veit ekki um ykkur en mér finnst þetta fín viðbót við voddið.


Sebbi Tyson

Maður myndi ekki vilja mæta þessum í skuggasundi 

Sebas með boxhanska


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 153156

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband