Leita í fréttum mbl.is

Futbol de locos

Sebas og ég stundum það soldið að fara í fótbolta á ganginum heima. Hann er Sergio Ramos og ég ýmist Torres eða Pepe Reina. Við erum að tala um að hann setur á sig svitaband eins og Ramos og tekur þetta alla leið(gamla svitabandið mitt sem ég notaði í golfinu).

Hann er algjört fan.

Við erum sem sagt þessir karakterar þegar við erum Espana.

Get svarið það. Það er ekki ég sem starta þessu. Hann er fótbolta óður. Gerir trix með boltann og allt. Svo ég tala nú ekki um fögnin þegar hann skorar. Hann öskrar GOOOOOOOOOL!! alveg eins og spænsku þulirnir.

Veit ekki hvaðan hann hefur þetta. Hann byrjaði að vera Ramos fan eftir að þeir hittust á Nordica Hotel þegar spænska liðið var hérna. Mynd var tekin og allt.

Þannig að hann er alltaf hann. Svo spurði hann mig hver ég væri og ég sagði bara Torres. Fæ því ekkert breytt úr þessu. Fæ líka að vera Reina ef ég er í markinu.

Svo fór hann allt í einu að vilja vera Ítalía líka (hef aldrei talað um Ítalíu við hann). Eitthvað sem hann hefur séð einhverstaðar. Hann spurði mig hver hann gæti þá verið og ég sagði Totti, hann sagði nei, ég sagði þá Inzhagi og hann sagði ok og spurði mig hver ég væri þá. Ég sagðist vera bara Cannavaro.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get varpað smá ljósi á þetta.

1. Hann er að fá gott KR uppeldi á Gullborg þar sem aðalmennirnir eru alltaf í fótbolta. Það sama gerðist með Hilmi þ.e. fótboltaáhuginn kom þaðan.

2. Ítalía er sennilega af því að Paolo kennari á grænu er frá Ítalíu og stundum með í fótbolta.

Pétur (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 10:08

2 identicon

Ég vil video. Ég er með lítinn Mascherano hérna á heimilinu. Hleypur bara og tæklar allt. Reyni ekki einu sinni að kenna honum einhver trix.

Estaban Oliviero (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Skal vinna í því að fá footage af þessu.

Mascherano og Sergio Ramos. Í gamla daga vildu alltaf allir vera framherji og helst númer 10. Breyttir tímar.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 27.10.2010 kl. 08:36

4 identicon

Hann er ekkert að spá í hvað þessir kallar heita. Ég kalla hann bara Mascherano því mér finnst hann vera með svipaðan leikstíl. En það er rétt að það eru breyttir tíma.

Esteban Oliviero (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband