Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Bridgestone B330s

Ég er búinn með þessar níu Bridgestone kúlur sem ég keypti. Átti 3 B330 og 6 B330S og verð að segja að ég fann engan mun á þessum tveim útgáfum.

Svo fann ég engan mun heldur á þessum Bridgestone kúlum og Titleist Prov og Provx.

Það eina sem skilur að er endingin. Þar sem Bridgestone eru mun síðri en ProV. Sá að strax eftir 7-8 holur spilaðar með nýja B330 var kúlan orðin vel sjúskuð miðað við Prov (kannski tek ég bara of mörg högg, Hilarity ensues).

Á eftir að prófa Srixon Z-star til að tjékka á endingunni.

Eitthvað grunar mig nú að það hafi enginn hæla þar sem tærnar eru. Eða, tær þar sem Prov er. whatever.


debet update

já, svo það komi nú fram þá var kortinu hennar Maríu ekkert stolið heldur hafði pabbi hennar eitthvað verið að sýsla í bankanum. Hann var að láta loka korti mömmu hennar sem er aldrei í notkun og einhvern vegin var kortinu hennar Maríu lokað!

Þetta er bankaþjónustan hérna á Spáni í hnotskurn really.

Hvernig í ósköpunum er þetta hægt.

Allavega þá er kortið ónýtt og hún þarf að láta útbúa nýtt á mánudaginn sem kemur eftir dúk og disk.


Pöngör

Litli var ferskur þegar við náðum í hann á leikskólann. Kom út með gjöf handa mömmu sinni, enda mæðradagur á sunnudaginn. Eða konudagur, whatever.

Fórum svo fýluferð til Málaga útaf einhverju pappírsveseni sem svo þurfti ekkert að skila inn. Great.

Þar fóru 25mín + 25 mín sem ég fæ aldrei tilbaka.

Sebas fór að fá hita aftur og gerði bílferðina óbærilega skemmtilega. Pirringur maximus.

Við skelltum því í hann hitastillandi þegar heim var komið og það virkaði sem svín.

Reyndar of vel. Það var eins og hann væri á x-ta-sí. Hann hamaðist og hamaðist, hoppandi uppí rúmi og leikandi með allskonar drasl. Ég leyfði honum það bara, um að gera að þreyta hann fyrir svefninn.

Enda steinsefur hann núna.

Ég sendi Maríu út á lífið með vinkonum sínum. Enda now or never, hún á engan pening til að eyða......MUAHAHAHAHA sökker. Snýkjufyllerí einhver?


Debet

Debetkortið hennar Maríu kom upp sem stolið kort þegar hún ætlaði að nota það kl 15 í dag. Vúps, þ.a.l. gat hún ekki notað það til að taka út pening og á morgun er frídagur. Allir bankar lokaðir þangað til á mánudag.

María var bara með 5€ á sér í reiðufé og ég einungis 40€. Hvað er til bragðs.

Ég fer æfingarhring á morgun og það verður 20€. Svo er mót á laugardaginn sem eru aðrar 20€. Hart í ári.

En þetta eru reyndar soldið skemmtilegar aðstæður því núna er alvöru pressa á mér. Á morgun spilum við Graham nefnilega saman og leggjum undir. Ég VERÐ að vinna.

Ef ekki þá á ég ekki fyrir mótinu á morgun. Gæti mest tapað 10€ og þá erum við fukkked.

Þetta er gott test fyrir mig.

Spennan magnast.


Sualur

Fór útá reinge kl 11 í morgun og sló 225 boltum. Einblíndi á járnin en varð lítið ágengt. Núna byrjar ferillinn pínu til hægri og dregst pínu til tilbaka þannig að fullkomið högg er snilld. Alveg eins og ég vill hafa það. En högg sem eru aðeins off dragast of mikið til vinstri.

Var að reyna fara brattar aftur til að koma pínu meira skver á boltann í staðinn fyrir að innanverðu. Það gékk ekkert allt of vel. Var þá bara að ýta kúlunni til hægri. Sem sagt of mikil leiðrétting.

Kíkti aðeins á ásinn og hann er fínn.

Fór í gærkveldi uppí la cala og æfði 50metra högg og niður á leyni vipp gríninu mínu. Það gékk vel.

Það var einhver stelpa þar þegar ég kom. Hún náttúrulega truflaði alveg planið því maður getur ekkert verið að slá 50 metra högg inná grínið ef annar er þarna að vippa.

Ég spurði hana hvort hún ætlaði að vera mikið lengur og hún sagðist vera rétt að byrja, nýkomin. Ég púllaði þá bara svip sem sagði, ó, dem.

Svo vel heppnaðist svipurinn að hún fór skömmu eftir þetta. Veit ekki hvort ég var kannski aðeins of harkalegur en hey, who cares. I got mine.

anyway, tók svo smá vipp eftir þessa 225 bolta og æfði soldið 54° í stað míns venjulega vipp verkfæris 60°. Maður er slowly að undirbúa sig fyrir íslenskar aðstæður. Láta boltann rúlla meira. Svo er grasið mun mýkra hérna þannig að 60° eru ideal. Ekki á Íslandi, þar er betra að nota aðeins minni fláa, annaðhvort 54° eða pw.

Krúsaði svo heimleiðis með Rauðalæk (mammút) í botni með allar rúður niðri. Rauð sólgleraugu og Johan edfors derhúfa, sólbrúnn og fallegur. Rípítaði rauðalæk þrisvar og var þá kominn heim. Hef sjaldan fundist ég vera jafn svalur og þá (ranglega að sjálfsögðu).


Mexikani Mexikói

Litli er með smá hita og var erfiður í nótt. Fengum okkur mexikóskar burritos í gær og það var ekki að spurja að því. Strax kominn með flensuna. Þetta er greinilega bráðsmitandi.


KJ

Horfði á Paul Blart mall cop með Kevin James í aðalhlutverki. Ekki up to par.

Einstaka atrðiði en í heildina var hún slök eins og kannski mátti búast við.

1/5 hjá mér.

Kíkti svo á Monster vs Aliens teiknimyndina og fannst ágæt. 2 hilarious móment, nokkur góð móment og rest sæmó.

2 og hálf af 5 stjörnum.

Highlights: Þegar forsetinn öskraði eftir að kellingin hafði öskrað nokkrum sinnum.


Bregða

svo maður bregðist nú við óskum lesenda þá tékkaði ég á nýja Silversun pickups disknum fyrir stuttu, Swoon.

Ég gjörsamlega eipaði eftir fyrsta lagið. Shit, erum við að tala um arftaka smashing pumpkins.....þarna var siamese dreams/gish soundið komið. Needless to say þá þurfti ég að fara að skipta um nærbrækur.

Svo hlustaði ég á restina og diskurinn sökkar.

Í hnotskurn þá er fyrsta lagið ágætt og meira að segja með remeniss af siamese/gish hljóðinu. Það vantar svo neista og skemmtilegheit á restina.

Dómur = Falleinkun. 1/5.


Graham

Það er gaman að spila með Graham. Hann er 64 ára en með attitude á við 50 ára graðan single pleya. Hann er með 5,9 í forgjöf en baráttuvilja á við sjóræningja sem gerir að verkum að við háum harðar rimmur, sem ég vinn oftast, en aldrei með miklum mun.

Ég tek hann ávallt á barna sálfræðinni í byrjun hrings þegar ég legg til að við ættum að spila skv forgjöf svo hann eigi nú einhverja möguleika. Þá bregst hann alltaf ílla við og segir það rugl og heimtar að við spilum "of stick ends". Sem þýðir að við spilum bara án forgjafar því hann er sannfærður um að hann taki þetta og þurfi ekkert á hjálp að halda. Snillingur. Svo vinn ég oftast með 1-3 höggum þegar hann hefði fengið 3 högg í forgjöf.

Það er gaman að heyra hann tala. Eftir góð högg þá er það ýmist

"oooooh that was a corker" sem heyrist (úúúúú ða vo a koka)

"ooooh ablolutely mint" sem heyrist (eignilega bara nákvæmlega eins)

Hann hefur lyft á hverjum degi á kvöldin ("right before ma tea") í 10 ár. Hann kallar kvöldmatinn sinn tea. Ég spurði hann hver sé hvatinn á bakvið það og hann svaraði "it´s to keep ma pecks in shape" sem mér fannst hilarious.

Hann er mjög fit og mjög verðugur andstæðingur. Hljómar kannski ílla að ég sé í baráttu við 64 ára gamlan mann en believe you me, hann er hörkutól. Hann er svona chuck norris týpa.

When the Boogeyman goes to sleep every night, he checks his closet for Chuck Norris.

Chuck Norris doesn't read books. He stares them down until he gets the information he wants.

Chuck Norris is the reason why Waldo is hiding.

og svo fram eftir götunum.


Beat

Ég var svo beat í morgun að ég tók mér þann lúxus status að fá að sofa lengur.
Það var tvennt í þessu.

Ég var þreyttari en venjulega eftir gærdaginn þar sem við fórum 23 holur á tæplega 4 klst, soldil keyrsla á okkur. Svo var líka ágætur vindur sem gerði þetta aðeins erfiðara.

Svo var Sebas eitthvað að tjá sig í nótt og ég var á vakt. Hann tók sirka klukkutíma í þetta á milli 3 og 4. Það er mannskemmandi að vera vakinn sirka 5 sinnum á þessum tíma. Ekkert mál að vakna á nóttinni en ekki svona oft á svona skömmum tíma. Svo vaknaði hann náttúrulega bara ferskur sem pera og ég bara spent.

Ég bara hunsaði allt og steinsvaf til 11. Reis upp en ákvað svo að taka 1 tíma í viðbót til umhugsunar og fór á fætur kl 12.

Borðaði morgunmat slash hádegisverð kl 12:30

Hakk og núðlur með kókglasi til að rífa mig upp. Djöfulsins viðbjóður sem kók er. Batterís sýra. En það voru left overs síðan við fengum okkur pitsu.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband