Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Bók

Beta gaf mér bók

211 things a bright boy can do

Allskonar leiðbeiningar um hvernig á að framkvæma allskonar hluti

Búinn að læra hvernig maður getur varið sig bara með regnhlíf

Hvernig maður getur dæmt manneskjur á handabandi

Hvernig maður á að mála hurð

Ég er kominn að kaflanum um hvernig maður geti virst gáfaðri en maður í raun er

Held ég skippi yfir hann og fari beint í næsta

Snilldar bók


Newsflash!

This just in.....Káristeinn leggur hlaupaskónna á hilluna og tekur upp hjólreiðar!

Númeró uno...ég þarf að hreyfa mig

Númeró dos...á þann máta sem ekki drepur mig líkamlega

Hjólreiðar fara betur með liðamót fyrir feita menn og meiddar iljar.

Svo fer ég líka hraðar. Það er alltaf fjör.

Núna þarf ég bara að redda mér hjóli

Lance Sigurstrong lofar að taka ekki dóp


Gamall og feitur?

Ofreyndi vöðvafestingu undir ilinni í sveitakeppninni um daginn. Var í nýjum skóm og gjörsamlega fokkaði upp. Síðan þá hef ég haltrað um og verkurinn er mismikill.

Ætlaði að reyna að harka þetta af mér og fór til að mynda í stigamót núna um helgina.

bjartsýnn

Þessi verkur gerði það að verkum að ég fór að hlífa fætinum. Það var ekki sniðugt því við það þá gerði bakið uppreisn.

Gat ekki haldið áfram í mótinu og fór bara 9 holur

Guðjón Henning hætti á sama tíma, líka með bakmeiðsli. Hmmmmmm

Held ég einbeiti mér núna bara að því að verða rokkstjarna og hvíli golfið


Alla leið

Hef bæði farið á tónleika og séð í sjónvarpi undanfarið.

Nú veit ég ekki hvort gæði tónlistarmanna hefur hrakað eða hvort aukin þekking mín um tónleikahald og spilerí geri að verkum að ég sjái betur galllana.

Hvort sem það er þá allavega finnst mér það miður

Sá Jet Black Joe í Gamla Bíó og fannst þeir fínir. Samt alveg bersýnilegt að þarna fer band sem hefur þetta ekki að atvinnu.

Þegar þeir voru uppá sitt besta þá var þetta hættulegasta hljómsveit landsins....Evrópu. Voru á barmi heimsfrægðar og tóku þetta alla leið. Guns N Roses Íslands.

Núna svona hálfpartinn var eitthvað hik á þeim. Páll Róskinskrans fór í allar pósurnar og klisjurnar sem frontari bandsins en svona hálf skammaðist sín instantlí 2 sek síðar. Ótrúverðugt.

En kannski skiljanlega, þeir eru ekkert endilega að reyna að vera hættulegir lengur. En ég saknaði þess samt sem áður. Að sjá alvöru performans. Gera eitthvað og standa við það.

Ef þú ætlar að sveifla mjöðmum á sviði þá ætti það að vera með þeim tilgangi að negla grúppíur. Ekki til að dreifa prumpi.

Ef þú ætlar að taka mean ass gítarsóló þá ætti það að vera með þeim tilgangi að myrða fremstu bekkina með handsprengjum. Ekki hurðasprengjum.

Þó voru Palli og Gunni alveg með rokkstjörnulúkkið á hreinu. Það sama get ég ekki sagt um Júníusbræður sem voru á trommum og bassa. Þeir hefðu alveg eins geta verið partur af flíkunum niðrí Golfskála sem hanga á 90% afsláttar slánni. Svo hversdagslegir voru þeir því miður.

Ef þú ætlar að standa á sviði og rokka þá er lámark að líta ekki út eins og Nonni frændi í fermingarveislu.

Þetta var samt drullugaman. Nostalgíutripp.

Svo var ég að horfa á 200.000 naglbíta á 150 ára afmæli Akureyrar. Þeir eru flottir. Lúkka vel. En fyrir minn smekk þá vantaði sárlega annan gítarleikara til að fylla upp í. Þeir eru samt náttúrulega bara þannig hljómsveit. Samt. Gætu verið betri.


Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 153141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband