Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Sonur sæll

Ég segi....að maður hefur ekki upplifað sanna hamingju fyrr en maður heyrir í syni sínum hlæja upp úr svefni eftir frábæran dag saman.

Dreymandi um daginn og hversu gaman það var hjá okkur.

Þegar þetta gerist, eins og núna áðan, þá veit ég að ég skilaði föðurhlutverkinu af mér í dag af sóma.


Eðall

Fór á Deluxe tónleikana í kvöld. Helvíti gott stöff.

Ég vissi að sýningin myndi standa og falla með pedalnum mínum sem Jón notaði á Hammondið. Fyrsta lag plötunar ,,Sól"....rokna Hammond Sóló......algjör sigurvegari!

Maður hafði ekkert pælt nánar í þessum parti en núna með þessa vitneskju þá bara ,,já, auðvitað". Ekkert smá töff sóló.

Klökknaði yfir ,,Svefninn laðar"
Hló yfir ,,Alelda" eða ,,að elda" eins og sumir hafa sagt tjáði Jón okkur.
Varð reiður yfir ,,Hunang" þegar Stefán klúðraði sólóinu.

Men ó men. Þetta sóló er sennilega ástæðan fyrir því að ég fékk áhuga á gíturum. Lagið heitir Hunang, er á plötu sem heitir hunang og er um býflugur og slíkt.

Þetta sóló hljómar nákvæmlega eins og hunang. Er tilfinning ÚT-Í-GEGN!

Sólóið lekur hunangi. Það drýpur niður heyrnatólin þegar ég hlusta á það.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég kalla ákveðið ,,sánd" kremaðhunangs sánd.

Þetta sóló og svo Smashing Pumpkins sándið saman í einum graut. Ég + gítar = tilfinning.

Allavega, hann klúðraði því. Ekkert ílla, skiljiði, bara var ekki alveg að fanga tilfinninguna.

Klárlega ekki í æfingu því það var fleira sem hann var ekki að púlla. Því miður.

En, engu að síður þá voru þetta frábærir tónleikar.

Jón og Bjössi náttúrulega stórskemmtilegir. Daníel svo mikill listamaður að hann getur nánast ekki talað. Óli Hólm sem fagmaður í bakröddunum og bassaleikarinn solid.

Fór einn. Ég saknaði Betu umtalsvert. Tónleikar eru ekki samir án hennar.

Það hjálpaði ekki að eina sætið sem var laust í salnum var við hliðina á mér!


Skemmtigarður

Fórum í skemmtigarðinn í Typpalind

Helvíti gaman

Beta skildi okkur Sebas eftir og við völsuðum eins og kvígur á vorin á milli leiktækja.

Mæli sérstaklega með gulu mótorhjólunum á efri hæðinni. Keyptum einn leik en spiluðum sirka 15 leikja engu að síður. Ekki veit ég hvort við séum bara svona góðir eða hvort við fundum glufu í Matrixinu.

Við ætluðum samt fyrst í klessubílana. Sæll. Vandræði.
120cm til að fá að keyra og Sebas bara um 106cm
ok, ekkert mál hann mátti samt vera farþegi. Frábært. Nei.
Hámarkshæð 170cm
Ég því of stór til að fá að keyra.

Feðgar í klípu.

Ég hringdi þá bara í eina sem er 157,5cm og lét hana keyra Sebas um. Hann benti á næstu fórnarlömb og Beta átti að klessa á þau, helst á innan við 2 sekúndum.

Ég stóð niðurlútur fyrir utan og tók myndir.

Við eigum eftir að prófa sleggjuna. Tökum hana kannski um helgina.

Auðvelt að eyða peningum þarna skal ég segja þér. Maður kaupir kort og fyllir á það. Ég keypti bara 2000kr en bara með því að fara í klessubílana eyddi ég 1100 því það kostar 550 á mann. Endaði á því að fylla 1000kr í viðbót á kortið sem við feðgarnir eyddum í litla leiki.

Held að það kosti svo 850 í sleggjuna


Fíkniefni

Allt neðantalið flokka ég sem fíkniefni

Dóp
Sígarettur
Kaffi
Pepsí
Kók
How I met your mother

Ok, kannski ekki HIMYM en allt hitt

Í raun allt sem þú neytir og þegar þú hættir að þá færðu fráhvarfseinkenni.

Þetta er bara lógík

Ég forðast öll fíkniefni og vil helst ekki koma nálægt þessum drasli.

Hef upplifað fráhvarfseinkenni út af kóki eins og hausverk og vanlíðan. Þetta er bara viðbjóður. Að fólk skuli nenna að standa í þessu.


allt að verða vitlaust

Hvað er í gangi!

Það var ekki klappað fyrir parmesan osti hjá Rachel Ray!


Fact

Staðreynd: Einhverntíman í framtíðinni mun ég segja barnabörnunum mínum að ég sé eldri en internetið og þau munu verða bara ,,WUUUUUT!"

vekjaraklukka

Þetta upphafsstef er vekjaraklukkulagið mitt. 

Gaman að segja frá því að nafnið á þessu lagi er majónes. Hann var að leita að nafni og rak augun í majónes dós. Málið dautt.

Er stundum að lenda í þessu. Hendi inn hugmynd að lagi inn í Cubase og þarf að gera nýtt folder með nafni lagsins. Náttla enginn texti kominn né annað þannig að maður bara svona eitthvað lítur út í loftið og leitar að einhverju. Svo ef maður er heppinn þá kemur síðar flottur texti og maður breytir nafninu. En ekki alltaf. 


FOOD

DK fékk sér sinn fyrsta mat í kvöld. Það var documentað myndrænt. Hann var hress með þetta. Hefur það frá mér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband