Leita í fréttum mbl.is

eitthvað stórt að fara gerast

Ég held að það séu stórir hlutir að fara gerast í kristnitrúarheiminum

Þeir hafa beðið svo mikla hnekki undanfarin ár

Fleiri og fleiri eru að koma til vits og hætta þessari vanþróun þannig að ég held að annar hvor þessara tveggja valmöguleika muni fara að detta inn hvað á hverju:

1. Massív herferð hjá kirkjunni. Framleitt sælgæti og gos með jesú framan á bendandi á mann og segir ,,ert ÞÚ í stuði með guði?"

2. Þeir gefast bara upp og játa eigin heimsku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki best ef fyrst kæmi kostur eitt og svo í kjölfarið kostur tvö?

http://www.youtube.com/watch?v=S3NbXftMm0A&feature=related

GHH (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 11:24

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

southpark klikka ekki frekar en fyrri daginn

best væri bara að fá kost 2 í action akkurat uþb núna

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.11.2011 kl. 12:33

3 identicon

Og hver er heimskan nákvæmlega?

siss (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 17:45

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

ég nota orðið heimska hér á sama máta og ég myndi segja að væri ,,heimskt" að trúa á jólasveininn.

Ætli ,,barnalegt" væri ekki nærri lagi

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.11.2011 kl. 17:58

5 identicon

Og hver er heimskan nákvæmlega?

siss (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 19:21

6 identicon

Þú vilt s.s meina að þeir milljarðar sem trúa á Guð/guði, eða æðri mátt, afl, öfl séu barnalegir?

siss (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 19:23

7 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Já. nákvæmlega. Barnaleg hvað þetta varðar.

Þetta er náttúrulega mesta undur sögunar! Ótrúlegt að þetta hafi náð að ganga svona langt.

Mjög fyndið.

Bara allt í einu að trúa á eitthvað og hafa ekkert fyrir sér í því nema ,,trú". Og ef einhver sannar eitthvað sem brýtur í bága við kenningar trúar þá bara.....,,god works in mysterious ways!"

En....þetta er að fjara út. Skynja ég.

Fólk fer þá kannski bara að hugsa sjálfstætt og hætta að kenna öðru um lífið sitt.

Mannkynið þroskast

Þetta byrjaði náttúrulega í hellunum þegar mannkynið var óþroskað og vissi ekkert um neitt. Þá áttu þeir engar skýringar fyrir hlutum eins og eldingum og slíku og héldu bara að ,,eitthvað" væri að bögga þá. Svo þróaðist þetta bara. Eins og gengur og gerist

P.s. ég virði samt skoðun annara og gangi þeim vel :)

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.11.2011 kl. 21:17

8 identicon

Trúarbrögð eru jafngömul manninum og fer fjarri lagi að birtingamynd þeirra sé barnaleg (þó ég vildi gjarnan fá skilgreiningu á því hugtaki), þau eru óendanlega fjölbreytt, samofin menningu allra þjóða og er ómálefnanlegt að mínu mati að setja einn stimpil (heimskulegt/barnalegt) á upplifanir og lífsskoðanir miljarða manna.

Það að flokka lífsýn stæðsta hluta mannkynsins í einn flokk (barnalegar) og setja fram sleggjudóma um að fólk taki ekki ábyrgð á lífi sínu eigi það trú af hvaða toga sem hún kann að vera, sýnir einungis hve þroskuð þekking viðkomandi er á mannfræðilegum þætti trúar í menningu og lífsháttum þjóða og einstaklinga.

P.s

En ég virði samt skoðanir trúleysingja og gangi þeim vel :)

siss (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 05:53

9 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

1. Trúarbrögð jafngömul manninum - Það er ekki fyrr en núna á síðustu 70 árum eða svo sem fólk er að fá almennileg svör við ýmsum hlutum sem áður virtust vera galdrar. Mannkynið er ungt. Allir krossfiskarnir eru bara ,,djöfull er þetta heimskt lið"

2. Skilgreining á Barnalegt = Að trúa á guð. Djók. Það vita allir hvað barnalegt er. Óþarfi að útskýra það.

3. Það er ekkert ,,ómálefnalegt" við það. Meinar þú ,,alhæfing"? Allavega, þá veit ég bara betur og get sagt það sem ég segi. Alveg eins og þegar barn trúir á Jólasvein. Þá veit foreldri betur. Ímyndaðu þér svo að barnið sé rosalega hrokafullt og veit fullt af öðrum hlutum og hefur gert í, ummmm, sirka, 2000 ár. Svo segir þú barninu að jólasveinninn sé ekki til. Heldur þú að barnið muni bara taka því þegjandi. Nei, sennilega myndi það ekki trúa þér og gera allt í sínu valdi til að réttlæta tilvist hans fyrir þér. Útaf hverju? jú, því að jólasveinninn færir þér gjafir og er góður.

við erum núna á því skeiði að pabbinn er að segja barninu að það skipti ekki öllu máli. Hann muni bara gefa barninu gjafir í staðin. Barnið er samt ennþá að þráast við en mun á endanum sjá að það sé alveg jafn gott.

4. uuuuuuJÁ, að þekkingin sé þroskaðri en hinna sem trúa. FEIS!

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 28.11.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband