Leita í fréttum mbl.is

gylltur unaðsdrykkur

Maður sefur lítið með svona lítið ungabarn.

Svaf frá 1:30 til 3
Svo frá 5 til 6:30

Þið getið því ímyndað ykkur hversu rygðaður ég var kl 6:30.

Eftirfarandi lýsing gerist í slow motion(lesist þannig, helst að ímynda ykkur feitan mann með skegg spilandi á túbu í bakgrunninum):

Ég staulaðist frammúr með skraufaþurran kjaft. Opnaði ískápinn. Kom auga á ferskan appelsínusafan.

(hey, var ég ekki rétt í þessu að segja þér að lesa þetta í slow mó! Byrjaðu upp á nýtt)

Opnaði fernuna og renndi ljúfum nectar niður hálsinn sem þurfti svo sannarlega á smurningu að halda.

Þið kannist kannski við að ef maður gúlpar eitthvað að þá finnur maður ekki bragðið strax því tungugaurarnir hafa ekki enn náð að registera bragðið.

Þetta var þannig.

Ég gúlpaði tvo stóra sopa og hugur minn baðaði sig í ljómandi tilfinningu þessa gyllta unaðsdrykkjar.

Svo kyngdi ég og það var uþb á þessu andartaki sem bragðkirtlarnir kikkuðu inn.

Ég fann loksins bragðið á þessum yndislega útrunna safa sem hafði staðið í viku upp á matarborði (náði ég að leggja saman eftirá).

Við erum að tala um myglubragð.

Þetta var ógéðslegt

En hey!

ég vaknaði allavega vel við þetta

P.s. er enn með myglubragð upp í mér þrátt fyrir að hafa gúlpað eplasafa OG tannburstað mig. Tvisvar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband