Leita í fréttum mbl.is

Myndir

Bjó til nýtt albúm númer 10 og skellti inn þrem myndum af æfingaraðstöðunni á Mijas golf.

Það var svo fallegur dagur í dag að ég sá mig knúinn til að taka myndir. Er orðinn ekkert smá tanaður eftir aðeins tvo sólríka daga. María myndi reyndar kalla þetta tan tómatrauðan túristalit. Hálfpartinn sammála.

Ákvað á síðustu stundu að skrá mig í mót á morgun á Lauro. Borðum svo hjá tengdó og skiljum drenginn eftir. Þarf nefnilega að láta sjá mig á verðlaunaafhendingunni fyrir El Campeonato de Málaga. Völlurinn er í 10 mín fjarlægð frá tengdó og við skjótumst bara, hirðum dolluna og málið dautt.

Fattaði svo skömmu eftir að ég skráði mig í mótið að það verður sennilega rigning og rok á morgun, og svo næstu 4 daga. DEM.....ég harka bara í gegnum það.


Sílikon

MARÍA ER KOMIN MEÐ SÍLIKON!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

og ég er glaðasti maður í heimi.......

reyndar eru þetta bara sílikon linsur en hey, sílikon er sílikon.

Ég er samt glaðasti maður í heimi. Það kemur þessum sílikon linsum reyndar ekkert við, bara svona yfir höfuð.


Johnny Aspen

Johnny Aspen á afmæli í dag. Ef þið þekkið hann ekki þá gengur hann stundum undir nafninu tönnin, dinho, Clarke Kent eða bara Sverrir.

Ég held svei mér þá bara að hann hafi náð þriðja tuginum í dag. Ótrúlegt. Enda orðinn grár í vöngum.

Í dag eru líka nákvæmlega 9 ár síðan ég og hann flugum frá Íslandi til Spánar í leit að lífi og ævintýrum. Til að gera langa sögu stutta þá fundum við einmitt það.

9 árum seinna þá bý ég á spáni og á spænska konu sem ég hitti einmitt á þeim tíma og við eigum saman barn. Dinho, hins vegar, þykist enn kunna spænsku 9 árum seinna enda var hann duglegur í vokabúllarí bókinni á meðan ég lá á ströndinni. Myndi samt segja að hann væri fyrst orðinn skiljanlegur á fjórða glasi. Ekki fyrr.


Daniel Johnston

Er að hlusta á Daniel Johnston. Þetta er maður fæddur 61 og byrjaði að gefa út kasettur 81 sem hann tók uppá kasettutæki með organ sér til hjálpar. Hann er mjög skrækróma.

Hann einbeitti sér svo mikið að tónlist og að mála að hann varð geðveikur. manic depressiv bi polar, held ég að það heiti. Hann verður mjög dapur og svo mjög híper. Búinn að vera á nokkrum geðspítulum en er núna á lyfjum.

Hann gerir mjög einfalda músík og leyfir því bara að flæða. Syngur ekki vel, spilar ekki vel á nein hljóðfæri en sýnir svo rosalega mikið hjarta að það er eitthvað við hann sem grípur mann. Melódían og tilfinningin.

Sem sagt, þeir sem vilja velflutta,smurða og yfirunna færibanda músik, þetta er ekki fyrir ykkur.

Þessi maður er talinn vera nokkurs konar faðir Indý tónlistar. Þessi gæji hljómar eins og bland af Kurt Cobain og Billy Corgan.

Hann hafði einmitt gífurleg áhrif á Kurt Cobain, Sonic Youth og Yo la Tengo svo eitthvað sé nefnt.

Hann varð ástfanginn af stelpu í kringum árin 78-80 sem heitir Laurie. Hún veitti honum víst einhverja smá athygli og það var ekki aftur snúið. Hún hafði hins vegar engan áhuga á honum og var með öðrum strák. Núna hartnær 30 árum síðar er hann enn ástfanginn af henni. Flest lögin sem hann semur eru um hana eða eru inspíreruð af henni. Rómó.

Þar sem hann er geðveikur (í orðsins fyllstu) snillingur á borð við Brian Wilson (beach boys) og Syd Barret (Pink Floyd) þá er hann líka mistækur. Myndi segja að 30% af efninu hans sé snilld, restin mistök. Í ökkla eða eyra. Hann hefur gefið út um 30 diska á þessum árum. Mikið efni.

Svo var gerð mynd um hann sem kom út árið 2005. Mjög góð.

Þeir sem vilja alvöru músíkk af dýrari týpunni tjékkið á efsta laginu í tónspilaranum hér á hægri hönd. Skelli þar inn einu lagi. Svo getiði tékkað á youtube....

http://www.youtube.com/watch?v=2qtFPOxDMs4

Takið eftir Laurie bregða fyrir á mín 1.57......angurvært og rómó


pútt

Ekkert svosum að segja. Æfði í dag frá morgni til kvölds. Vipp og pitch um fyrripartinn og pútt seinni partinn.

Örninn

Margar fréttir sem eru áhugaverðar í dag.

Tilvonandi ríkisstjórn að funda
Mótmælendur farnir að mótmæla bara helst til öllu. Nú er það Nató þar sem fólk bar slagorð "Ísland úr Nató" ok allt í lagi en mér fannst nú skiltið "Herinn burt" frekar lame. Er herinn ekki NÚÞEGAR farinn..........leiðréttið mig ef ég fer með fleipur.

Besta fréttin var nú um Örn Árnason. Nú er Geir á útleið og Davíð. Báðir veigamiklir karakterar fyrir Örninn.

Þetta er reiðarslag fyrir Örn að sögn og hann leitar nú réttar síns varðandi eftirlaunapakka fyrir þessa stórpólitíkusa. Enda eru þetta tvö stór embætti.

Er að horfa á Wigan-LP. Strákarnir líta ekkert allt of vel út þrátt fyrir að vera 1-0 yfir. Hafa þeir núþegar toppað eða er þetta bara smá lægð. Who knows.


Nýjar myndir

SKellti inn 9 nýjum myndum. Þær eru í albúmi 9

Dagur II

Það gékk ekkert sérlega vel í dag. Fann járnin aftur en við það fór ásinn. Stutta spilið var svo úti báða dagana. Þetta er ekki góð uppskrift.

Varð í 5.sæti mótsins. Hey, ekki langt frá því að vera Meistari Málaga.

Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart með stutta spilið. Það tekur smá tíma í viðbót að finna þetta tötsczhs. Allt á réttri leið. Ég hef núna 6 æfingardaga fram að Campeonato de Barcelona þannig að ég mun æfa og æfa og æfa.


Hittu mig við Rauðalæk

Var á leiðinni heim í bílnum með Mammút í botni og lag númer 3 á styrk 17 (af 20)

Ég syng ávallt hástöfum með og er slétt sama um hvað fólk í öðrum bílum heldur.

Fór inní hringtorg og sá þá bíl sem svínaði á mig. Ekkert mál ég sá hann löngu áður og hægði bara smá á mér. Málið dautt.

Svo lítur gæinn á mig alveg brjálaður í framan og veifar hendinni að mér og opnar og lokar lófanum svona eins og þegar maður gefur til kynna "bla,bla"

Ég fattaði nú ekki alveg hvað hann meinti með þessu. Af hverju var HANN reiður, HANN svínaði á mig brutally. Og er svo með kjaft.

Svo rann það upp fyrir mér að ég var að syngja hástöfum og hann eflaust haldið að ég væri að blóta honum í sand og ösku. Öskrandi á hann. Greyið miðlungs-nobody´s-vinnumannamaðurinn. Jæja, hann hefur þá eitthvað til að tala um í sínu litla lífi.

Ég söng,

"Hittu mig við Rauðalæk. Ég hef gengið í alla nótt. Kom d´aftur heim."


önnur dolla

Komst að því að ég kom inn á besta skori gærdagsins og fæ dollu fyrir það. Vann með tveim höggum. Landslide.

Var svo í þriðja sæti með forgjöf sem er vel. EN

Wait for it......

Þar sem allir eru svo miklir vinir í golfinu nútildags þá er ekki hægt að vinna tvisvar. Þannig að ég vinn bara vinninginn fyrir besta skorið, ekki fyrir þriðja besta nettó skor.

Finnst ykkur það réttlátt? Þetta er svo mikil miðlungs-uppalandi-nobody's-stefna að ég æli næstum við að heyra þetta.

Fyrir mótið er auglýst að það séu verðlaun fyrir besta skor og svo forgjöfs verðlaun líka. ÉG VANN besta skorið. ÉG VANN þriðja sætið með forgjöf. Mér finnst fáránlegt að ég sé sneyddur því sem ÉG VANN réttilega. BARA til að allir séu vinir og dansi saman í heimi miðlungsviðbjóðs og enginn sé skilinn út undan. Verðlaun fyrir alla....komið og fáið.....

Hvaða skilaboð er þetta að senda golfaranum?
"Það skiptir ekki öllu að skora vel og bæta sig stöðugt í golfi. Blessaður vertu við verðlaunum þig bara líka."

Verðlaunin missa gildi sitt og minni hvati er til að gera vel.

Hey, ekki það að ég sé eitthvað að væla yfir þessu [Segir Sigursteinn og þurrkar tárin með vinstri erminni]

CRAP


lægð

Spilaði ílla í dag. kom inn á bíp höggum. Vissulega var mikill vindur en það er enginn afsökun. Í gær var ég aðeins betri en ég hélt miðað við æfingarleysi og í dag aðeins verri. En það góða við þetta allt saman er að ég er búinn að gleyma þessum hring....

Boltar

Þess má geta að í gær þá týndi ég engum bolta og fann meira að segja einn. Þannig að nú á ég fjóra bolta. Fórum svo í bíltúr eftir mótið þar sem ég ætlaði að kaupa fleiri bolta af mönnunum á veginum sem selja notaða bolta. Hef fengið titleist prov1...

Vindí city

Spilaði í móti í dag á El Parador í Málaga. Í.Í.Í. Það var íslenskt rok sem beið okkar við ströndina þar sem völlurinn liggur. Maður getur reyndar endað á sólarströndinni ef maður slæsar nógu mikið. Fjör. Ég byrjaði mjög sheikí, tók blending sem fyrsta...

Þrír

Á leiðinni í mót með aðeins þrjár kúlur í farteskinu. Pressan gífurlega. Má ekki tína, má ekki tína. Gleymdi nenfnilega að kaupa í gær.

Bitlaust

Bara eitt orð kemur upp í hugann. BITLAUST Liverpool spilar ágæta knattspyrnu en materialæsa ekki neitt úr því. Um þessar mundir eru þeir mjög bitlausir og reiða sig á einstaklings framtök, þá einkum hjá Kaptein Fantastic Stevó Gerardinho. Auðvitað átti...

Barnalegt

Þrátt fyrir að þetta sé ofur barnalegt þá finnst mér þetta spaugilegt. hmmmm, er ég kannski bara barnalegur......kíkið á slóðina fyrir neðan http://www.youtube.com/watch?v=DlkxQMxJmEU Ég fíla bróðirinn best. Og ein í viðbót til gamans...

R9

Skelli hér inn mynd af R9, nýja ásnum frá Taylor Made. Merkti hann reyndar mér í photoshop, svona uppá grínið.

Rok og rigning

Hér er rok og rigning, sem setur soldið strik í reikninginn. Get ekki æft mig fyrir mótið á morgun. Á teig kl 10:15 á morgun en þetta er nokkurs konar upphitun fyrir mig fyrir mótið á þriðju-og miðvikudaginn. Samt sem áður mót til að lækka sig. Tekk...

ÞETTA ER ROSALEGT

Þessi nýji ás frá Taylor Made er bara það svalasta sem ég hef nokkurn tíman séð. Djöfull VERÐ ég að eignast svona hlut. It will be mine, oh yes, it will be mine. Tékkið á neðangreindum link. Horfið á allt intróið. Kíkjið svo á TV spot one og two. MEÐ...

Peter Schiff

Petur spáði þessu ástandi árið 2006 en allir hlógu að honum. Það er svo fyndið að sjá þetta, hvernig múgsefjun virkar á fólk. Allir að reyna að tala markaðinn upp, allir voða sammála og vinir. Vei gamana, gaman. Sá sem ekki gerði það, sá sem kannski...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband