Leita í fréttum mbl.is

Daniel Johnston

Er að hlusta á Daniel Johnston. Þetta er maður fæddur 61 og byrjaði að gefa út kasettur 81 sem hann tók uppá kasettutæki með organ sér til hjálpar. Hann er mjög skrækróma.

Hann einbeitti sér svo mikið að tónlist og að mála að hann varð geðveikur. manic depressiv bi polar, held ég að það heiti. Hann verður mjög dapur og svo mjög híper. Búinn að vera á nokkrum geðspítulum en er núna á lyfjum.

Hann gerir mjög einfalda músík og leyfir því bara að flæða. Syngur ekki vel, spilar ekki vel á nein hljóðfæri en sýnir svo rosalega mikið hjarta að það er eitthvað við hann sem grípur mann. Melódían og tilfinningin.

Sem sagt, þeir sem vilja velflutta,smurða og yfirunna færibanda músik, þetta er ekki fyrir ykkur.

Þessi maður er talinn vera nokkurs konar faðir Indý tónlistar. Þessi gæji hljómar eins og bland af Kurt Cobain og Billy Corgan.

Hann hafði einmitt gífurleg áhrif á Kurt Cobain, Sonic Youth og Yo la Tengo svo eitthvað sé nefnt.

Hann varð ástfanginn af stelpu í kringum árin 78-80 sem heitir Laurie. Hún veitti honum víst einhverja smá athygli og það var ekki aftur snúið. Hún hafði hins vegar engan áhuga á honum og var með öðrum strák. Núna hartnær 30 árum síðar er hann enn ástfanginn af henni. Flest lögin sem hann semur eru um hana eða eru inspíreruð af henni. Rómó.

Þar sem hann er geðveikur (í orðsins fyllstu) snillingur á borð við Brian Wilson (beach boys) og Syd Barret (Pink Floyd) þá er hann líka mistækur. Myndi segja að 30% af efninu hans sé snilld, restin mistök. Í ökkla eða eyra. Hann hefur gefið út um 30 diska á þessum árum. Mikið efni.

Svo var gerð mynd um hann sem kom út árið 2005. Mjög góð.

Þeir sem vilja alvöru músíkk af dýrari týpunni tjékkið á efsta laginu í tónspilaranum hér á hægri hönd. Skelli þar inn einu lagi. Svo getiði tékkað á youtube....

http://www.youtube.com/watch?v=2qtFPOxDMs4

Takið eftir Laurie bregða fyrir á mín 1.57......angurvært og rómó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband