Leita í fréttum mbl.is

Ágætis byrjun

Ég gæti hent hingað inn allskonar afsökunum og bröndurum um slakt gengi en læt mér bara nægja að segja að þetta voru mikil vonbrigði og bara mjög einfaldlega slæm spilamennska.

Það góða sem ég tek frá þessu eru glompuhöggin, púttin og viðhorfið.

Þá aðallega viðhorfið sem var allan tíman mjög jákvætt og aldrei, ekki einu sinni fóru myrkar hugsanir að læðast að mér. Þegar eitthvað fór úrskeiðis þá tók ég kannski 5 sek í reiði en svo var það búið. Gleymdi bara lélegu höggunum og hélt áfram.


Vonbrigði

Náði ekki köttinu og spilaði ekkert sérlega vel í dag heldur. Vonbrigði. Það var erfið byrjun sem setti stórt skarð í reikninginn. Ég tók 5 glompuhögg á fyrstu þrem brautunum. Náði að fara upp úr sandinum og einpútta til að bjarga parinu á tveimur þessara brauta en sú þriðja reyndist vera sú sem tók mikinn vind úr mér. Fékk tripple á fyrstu brautinni og það var líkt og einhver hefði kýlt í magan á mér og tekið allan vind úr.

Á annari brautinni sem er par 3 sló ég 4 járn í glompu en náði samt að bjarga parinu. Á þriðju drævaði ég í glompu, tók svo níu og sló í grínkant en boltinn lak í glompu. Vúbb dí dú. Náði enn og aftur að bjarga parinu með risa monstrous pútti a la Tiger. Mjög langt þar sem ég miðaði um 1 og hálfan meter til hægri og kúlan beygði svona fallega í holuna.

Á fjórðu sem er par 3 tók ég blending AFTUR í glompu. Í þetta sinn náði ég ekki að bjarga parinu.

Á endanum sló ég 7 glompuhögg BARA Á FYRRI NÍU.

Þess má geta að það var rosalegur vindur í dag. Til marks um það gerði meðspilarinn minn nokkuð á annari brautinni (okkar 11 braut) sem ég hef aldrei séð áður. Þetta er par 5 og hún spilaðist öll í gríðalegum mótvindi.

Hann tók ásinn í upphafshögginu. Svo tók hann aftur ás á brautinni og náði að halda kúlunni niðri og mjakaði sér áfram. Í þriðja högginu tók hann......wait for it...........aftur ásinn. Eftir þrjú högg með ásnum var hann samt sem áður bara staddur 20 metra frá gríni. Fjórða höggið var gott vipp og svo púttaði hann í holuna fyrir auðveldu pari. Snilld.

Ég tók ás, blending, tré þrist, 60° og tvö pútt.

Á þessum tímapunkti vorum við allir svo langt frá köttinu að við bara slökuðum á og chilluðum. Við tók bara nokkursskonar bógí spilamennska.

Ekkert markvert gerðist fyrir utan fimbúllið sem annar meðspilarinn minn fékk á einni af þessum löngu par þrjú brautum. Hann kiksaði tré þristinn í fyrsta högginu, skölllaði svo boltann inní skóg. Reyndi að bjarga kúlunni út en án árangurs. Þurfti að taka víti og náði að vippa út úr skóginu og inn í skóginn hinu megin. Við vorum allir farnir að hlæja að þessu bara. Sköllaði svo úr þeim skóg í enda grínsins og átti 35 metra pútt eftir (stór grínin þarna). Heyrðu, hann kom öllum á óvart og tvípúttaði bara frá þessu færi og fékk auðvelda 8. FIMMBÚLL

Ég ætla að horfa á þá bestu á morgun og fylgja þeim á síðasta hringnum í staðin fyrir að keyra suður eftir. Geri það bara á mánudaginn. Nýti líka tímann á morgun og æfi smá á þessu heimsklassa æfingarsvæði. Risareinge, risapúttgrín, risa-huge-colossal vippgrín með u.þ.b. 10 fánum og þremur glompum umhverfis. Og þetta er bara í kringum húsið. Svo eru fleiri vipp og pútt grín þarna í kring.


Pablo Larrazabál

Þegar við gengum frá 15.gríni uppað 16 teig beið þar strákur í golfbíl. Þarna var mættur enginn annar en Pablo Larrazabál!!!!!!!!!

Hann spilar á Evrópska túrnum og er sennilega þriðji besti spánverjinn í golfi í dag. Sergio Garcia, Miguel Ángel Jimenez og svo hann. Hann varð heimsmeistari í tvímenning með Jimenez um daginn.

Hann er uppalinn þarna í klúbbnum og núna fyrir skömmu gerður að heiðursfélaga útaf árangri hans uppá síðkastið.

Maður er hér umvafinn stórstjörnum........Pablo og the iceman....ekki slæmur félagsskapur.

Greg Norman er hönnuður vallarins og á því sinn einkaskáp í búningsherberginu. Við hliðiná hans skáp er merktur Sergio Garcia. Ég tók mynd.

Pablo var þarna bara að chilla og tékká mótinu. Ekkert official held ég, bara smá frí hjá honum á túrnum.

ps. þess má geta að kaddýinn hans Pablo er svartur dvergur. Þetta er ekki djók. Sá hann á open de andalúsía. Þegar ég sá hann hugsaði ég með mér "hva, bara sirkusinn mættur í bæinn".

úúúúú skotið of fast, neeeeee. who cares.


Langloka

Afsakið langlokurnar hérna á þessu bloggi en ég ákvað bara að láta þetta flakka í staðin fyrir að skipta þessu upp í 13 færslur.

Í stuttu máli sagt. Núna er ég 23 högg yfir pari og eftir morgundaginn verður fjöldinn skorinn niður úr 90 manns í 50. Í fyrra var köttið 30 yfir pari eftir þrjá daga. Í ár verður það svipað en sennilega aðeins lægra.

Þannig að á morgun þarf ég að skila hring uppá eigi fleiri en 5 högg yfir pari til að vera í baráttunni.

Ólíklegt miðað við það sem undan er farið en ekki ómögulegt. Ég reyni mitt besta.


Dagur 2 (Loftárásir og sigur fyrir mannkynið)

Dagurinn í dag var snilld.

Ég spilaði tvöfalt betra golf en í gær en kom samt inn á verra skori. +13 í dag með tvo dobbúl og einn FJÓRBÚL.

par,skolli,par,skolli,par,dobbúl,dobbúl,par,par = +6

FJÓRBÚL,par.par,par.skolli,skolli,par,skolli,par = +7

Var að spila betur, sveifla betur og allt í raun í þessu góða. Púttin mjög góð. Stundum er golfið bara svona. Nokkur mistök sem kosta mikið.

Þetta var samt stórsigur fyrir mig sem golfara. Með allt það sem gékk á þá hvarf brosið aldrei af mér. Var ávallt í góðu skapi, einbeittur og strax búinn að gleyma lélegum höggum. Ég vann í dag.

Ég byrjaði á tíundu þar sem ég setti delicate risapútt niðurímóti í miðja holu fyrir pari. Svo á fimmtándu byrjaði ballið. átti snilldar upphafshögg sem ég beygði til hægri í kringum tré til að vera á miðri braut. Átti bara 70 metra eftir og ætlaði að lyfta kúlunni mjög hátt upp þar sem pinninn var alveg fremst á gríninu með bönker fyrir framan. Fór náttúrulega í bönkerinn og ekki bara það heldur með kúlunni falda í sandinum. Eitt högg með 54° sem endaði í bönkernum kostaði mig 2-3 högg.

Svo aftur dobbúl á sextándu þar sem ég fór í vatnið. Ætlaði að vera sniðugur með tré þrist í öðru höggi og snúa kúlunni til hægri yfir vatnið fyrir framan grínið. Fór að sjálfsögðu í vatnið.

Rétt missti fugl á næstu braut sem er sú erfiðasta á vellinum. Svona var þetta. Var að spila vel en bara með smá mistökum. Rétt missti svo annan fugl á næstu einnig.

fórum svo á 1.braut sem var okkar tíunda. Feidaði ásinn í drasl og tók víti. Boltinn droppaðist í slæma stöðu og blendingur í öðru höggi fór líka út í drasl. FJÓRBÚL.

Svo komu tvö léleg högg á næstu braut sem skiluðu mér inní skóg. Hafði reyndar heppnina með mér og náði að redda parinu.

Á þessum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert étið og klukkan orðin 14 eða eitthvað álíka. Kroppurinn orðinn svangur og ég byrjaður að missa einbeitingu og léleg högg að læðast inn.

Át því samloku og paraði næstu þrjár.

Þegar 3 holur voru eftir sáum við hvernig þrumuveðrið var að nálgast okkur eins og óð fluga. Bara allt í einu var það yfir hausunum á okkur. Þetta var rosalegt. hávaðinn í þrumunum var stórkostlegur. Svo byrjuðu eldingarnar smátt og smátt. En engin rigning samt. Svo á lokaholunni vorum við að horfa eftir síðasta upphafshögginu. Þegar kúlan var í hæstu stöðu sáum við móðir allra eldinga koma þvert yfir boltann. ROSALEGT. svo kom þruman eftir 2 sek. friggin frigg. Hún var þarna rétt hjá.

Eftir 3 mín. hljómaði svo lúður. Ekki bara einhver lúður heldur svona lúður eins og maður heyrir í stríðsmyndum þegar maður heyrir svo strax á eftir "shit, the germans are here".

Ótrúlega hávær lúður sem hljómaði þrisvar sem þýðir að allir eiga að hlaupa inn í hús eða næsta skjól. Við merktum boltana okkar og löllluðum að húsinu. Ég var agndofa yfir ástandinu. Þetta var svo kúl.

Eldingin var svo rosaleg að ég meig nánast í mig.

Vorum látnir bíða í 40 mín og sagt að nánast öruggt væri að við þyrftum að klára síðustu 3 höggin á morgun. Ég setti draslið í bílinn og hékk svo bara í klúbbhúsinu just in case. Allt í einu hljómaði súperlúðurinn aftur og okkur tjáð að við hefðum 10mín til að spila í viðbót. Shit. Ég þurfti að hlaupa í bílinn og ná í 3 kylfur. Blending fyrir innáhöggið, pútter og svo 60° ef ske kynni að ég hitti ekki grínið. Sem var meira en líklegt. Sú varð raunin og ég skildi eftir 30 metra lobbhögg yfir bönker og pinninn 2 metra inná gríninu. Gerist ekki skemmtilegra. Ég teiknaði kúluna 1 meter frá holu með lobbi sem phil michelson hefði gefið vinstra eistað fyrir og setti svo delicate niðurímóti pútt í fyrir rosalegu pari.

Um leið og við tókumst í hendur byrjaði að hellirigna. Og rignir enn.

ROSALEGT


Dans á rósum

Þess má geta að ég fæ heil 7 högg í forgjöf á þennan völl. Þannig að +10 er ekkert svo rosalega lélegt.

anyway

Núna er ég kominn ágætlega inn í umhverfið hérna á þessum háskóla campus. Alger snilld að vera hér og ég er mjög ánægður með þetta val mitt á gay friendly hótelinu. Þvílíkt háskólalíf á þessu fólki, hangir bara á kaffihúsunum sem hérna eru og virðist vera bara í almennu chilli. Kaffihúsin eru ávallt stútfull.

Ég fitta hérna inn eins og D.Oddson fittar inn í seðlabankanum. Stend þvílíkt út og fæ að kenna á því með störum og augngotum (insert gay brandara)

Katalanar eru alltaf að reyna vera svo sjálfstæðir. Vera svo öðruvísi en allir hinir. Þetta sést vel á fólkinu í þessu héraði. Hvernig það klæðir sig, hvernig hárgreiðslu það skartar og hvernig það hegðar sér almennt. Í raun eru allir að reyna vera svo rosalega öðruvísi en hinn almenni spánverji í öðrum héruðum að það eru nánast allir katalanar eins.

Katalaninn klæðist í 85% tilfella brúnum fötum. Katalóníu stúlkur eru 75% stuttklipptar. 99% af katalóníu strákunum eru stuttklipptir með svona rasta lokka hangandi niður þar sem þjóðverjinn væri með sítt að aftan.

Þá er ég að sjálfsögðu að tala um fólk á aldrinum 15-37 ára.

Eins mikið og ég hef verið á móti fólki sem klæðir sig furðulega og reynir eftir fremsta megni að vera öðruvísi til þess eins að fela ljótleika sinn þá fíla ég nú þessa Katalani bara helvíti vel. Frekar skrýtið.

María náttúrulega hatar að ég fíli Katalóníu þar sem hún er andalúsísk. Hey,,,,lífið getur nú ekki alltaf verið dans á rósum.

 


Fyrsti dagur

Ég spilaði í dag á +10 höggum. Var ekkert sérlega vel á boltanum og finnst vanta tempó í sveifluna. 8 járn var 150 metrar en er núna 130.......eitthvað er mis.

Púttstrokan var góð en ég náði bara ekki að lesa rétt breik í þessum grínum. Sem btw eru 11 á stimp.

skolli,par,skolli,skolli,par,skolli,par,par,skolli = +5

par,skolli,skolli,skolli,skolli,dobbúl,fugl,par,par = +5

hitti 10 brautir af 13 en aðeins 7 grín (vegna þess að járnin hjá mér eru búin að missa metra þá var ég oft með ranga kylfu í höndum og hitti ekki grínin). 34 pútt þar sem ég hitti bara ekki einu einasta pútti í þangað til á 16.braut.

Það hvorki gékk né rak frá 11 til 15 braut. Skildi þetta ekki. Svo ákvað ég bara að slaka á og hætta að pæla í því. Whem....högg dagsins á 16. Járn 5 af 180 metrum splinteruð handlegg frá stöng (með vatn umhverfis grínið) Stórkostlegt högg. Þá átti ég eftir púttið og þar sem ekkert pútt hafði farið oní ákvað ég að hætta að lesa breikin fyrir aftan og framan og bara rétt kíkti á það og WHEM....auðveldur fugl.

Svo gerði ég slíkt hið sama á 17 gríninu. niður í móti þriggja metra delicate pútt sem ég rétt snerti en smurðist í holu. WHEM.

Á átjándu átti ég drive dagsins eða þannig þar sem ég fór inní skóg. Tók 6 járn af möl sem ég þurfti að beygja mjög mikið til vinstri í gegnum nokkur tré. Snilldar högg þar sem ég þræddi nálaraugað með drawi eins og fagmaður. Átti eftir 5 metra risapútt til að bjarga parinu sem ég bara rétt kíkti á og slammaði þvínæst ofan í mutha friggin bootleggin bits as holuna.

Ég kíkti á töfluna (þeir eru með uppsetta skortöflu utan á húsinu alveg eins og á túrnum, sæk) og sá að það voru 22 kylfingar verri en ég þegar rúmlega 20 áttu eftir að koma í hús. Það þurfa sem sagt 40 að vera verri en ég til að ég nái köttinu. Þarf að vinna sirka 30 betri spilara en ég. Töff job.

Eins og ég sagði þá verður köttið sennilega í kringum 24-28 yfir par. 

Fer út á morgun kl 10:50


Teigur

Ég á teig á morgun kl 9:40 og verð komin heim líklega um kl 16. Set skorið á bloggið eins fljótt og ég get.

Það er markmið hjá mér að ná köttinu í mótinu. Til þess þarf ég að spila á sirka 7-9 höggum yfir pari hvern dag. Köttið verður örugglega í kringum 23-29 yfir. Ef veðrið verður gott þ.e.a.s.

Annars bara að taka hvert og eitt högg fyrir sig og halda einbeitingunni.

Ætla að fara núna á stúfana og sjá hvort þessir barir hér í kring sýni Liv-Eve leikinn.


EL PRAT

Fór snemma út í bíl og ætlaði að vera vel tímalega kominn útá El Prat. Villtist og það tók mig klukkutíma að fara 20 mín leið. Völlurinn ílla merktur og ég var eins og ping pong kúla á milli tveggja bæja að leita að innkeyrslunni að vellinum.

Loks gafst ég upp á karlmennskunni og hringdi í völlinn og þau sögðu mér þessa friggin leynileið.

Kominn þangað um kl 10 og tók reinge session og svo vipp og pútt. Það virkaði allt fínt og ég fór útá teig kl 12.

Spilaði einn þar til á 16.braut þegar ég fékk þriggja manna félagsskap.

Tók langan tíma í að skoða grínin og teikna veigamestu breikin í bókina mína. Þar er mjög mikilvægt, sérstaklega á velli sem þessum þar sem grínin eru toppklass. Þau eru, infact, BRILLIANT. Eins og best gerist á túrnum.

Er sem sagt með svona rassvasabók sem ég nota í að teikna velli. Ómissandi þegar maður má ekki nota laserinn til að mæla vegalengdir. Þannig teikna ég mism. vegalengdir frá hinu og þessu, oftast sandglompum. Geri það fyrst á Google earth og svo betur og nákvæmar á æfingarhringjum með lasernum.

Spilaði bara vel, official skor +6 en þar sem þetta var æfingarhringur þá má bæta 3 höggum við þar sem ég tók ávallt nokkra bolta og í þessi þrjú skipti hélt ég áfram með seinni boltanum.

Það er óljóst hve mörg högg ég fæ í forgjöf á þessum velli. 5-7 högg kannski, þannig að þetta er vel ásættanlegt skor miðað við fyrsta hring.

Það var mikill vindur í dag og til marks um það þá var ein par 3 hola sem er 230 metrar í enda gríns og ég þurfti að taka ásinn á hana. Skemmtilegt frá því að segja að þetta varð svo högg dagsins.

HÖGG DAGSINS var feidaður 220 metra ás á par 3 holu í miklum mótvindi. Setti kvikindið handlegg frá holu og tappaði inn fyrir auðveldum fugli........til hamingju ég. Ef það verður sami vindur á morgun mun ég samt taka tré þrist og beint högg, prófaði það líka og endaði á góðum stað.

Svo eru tvær par 4 brautir þarna sem spilast í mótvindi og eru frekar langar. 426 metrar og 397 metrar uppí móti. Sú síðari er hcp 1 og á báðum þessum holum ætla ég einfaldlega að leggja upp til að vera ekki að rembast við grínið með tré þrist og eiga í hættu að lenda á vondum stað.

skolli,par,fugl,par,par,skolli,skolli,par,par = +2

skolli,par,skolli,fugl,dobbúl,par,par,skolli,par= +4

12 brautir af 13 hittar og 12 grín með 34 pútt, sem er of mikið. Hefði verið snilldar hringur með 30 púttum.


æfing

Á morgun verður dagurinn tekinn snemma og farið að æfa á El Prat. Æfingarhringur svo kl 12 og völlurinn skannaður í heilann.

Var að tengja saman tvo og tvo.

Í hótelafgreiðslunni var urmull af ungu fólki. Ein stúlkan hjálpaði mér upp með dótið mitt og sagði mér frá því í leiðinni að þetta væri fyrsti starfsdagur þessara nema.

Það virðast engir gestir vera hér, eða allavega mjög fáir. Þegar ég mætti þá fékk ég mikla athygli. Allir horfðu á mig. Svo tala allir katalónsku sín á milli sem ég skil ekki.

Þetta var að renna upp fyrir mér. Af hverju horfðu allir svona mikið á mig?

THE ONLY GAY IN THE VILLAGE MÆTTUR

Gay friendly.........friggin frigg.


On the road

Haldiði ekki að kellinn sé með Wí Fí í herberginu sínu á Gay friendly hótelinu. Lúxús. Þetta 4 stjörnu hótel sem er mjög ekónómískt því þetta er á háskóla campus og notað í að kenna námsfólki í ferðamannabransanum. Snilldar díll. Og nei, ég hef ekki enn...

Napó Dyne

Mér líður soldið eins og þessu Napóleon Dynamite soundboardi http://www.albinoblacksheep.com/flash/ndsound Mæli með dálknum lengst til hægri. personal favs eru "why dont you go eat a Decroted piece of Crap" "Tina, come get some HAM" "who´s the only one...

Ambíans

Hvers konar Hótel tekur sérstaklega fram að ambíansinn (ambiante) þar sé........wait for it............GAY FRIENDLY Ekkert annað, ekki fyrir fjölskyldur,ráðstefnur eða veislur, nei, BARA Gay friendly. Ég skal segja ykkur það...............FRIGGIN HÓTELIÐ...

Ég var á staðnum

Samt ekki í auganu en í Fuengirola sem er í 20 mín fjarlægð. Það rigndi mjög mikið og snérist svo upp í haglél. Mikill vindur og Þrumur og eldingar eins og ég hef aldrei séð áður. Greinilegt að kallinn að ofan fékk góða myndavél í jólagjöf því flassið...

Hvirfilbylur

Í gær var stríðsástand á himnum. Það voru þrumur og eldingar og himnafestingin lýstis upp sem flass á 10 sek. fresti eða svo í dágóðan tíma. Svo byrjaði að rigna hagléli. Brilliant. Ég stakk hausnum út og á 0.1 var ég orðinn að þjórsá. Blanda hefði orðið...

El Prat

Var að gera leikplan fyrir El Prat í Barcelona. Þetta er rosalegur völlur. Við spilum ekki frá hvítum, heldur SVÖRTUM. Þetta eru 6672m eða rúmlega 7400 yardar. Ég kem til með að nota mun erfiðari kylfur í innáhögg á þessum brautum. Við erum að tala um að...

Bláa þruman

Hér eru þrumur og eldingar að hætti spánverjans. Þegar næst komst voru eldingarnar í 6 sekúndna fjarlægð, sem eru 6 km, held ég. Sem áður finnst mér þetta alveg æðislega gaman, eins og litlu smábarni. María er hins vegar stressuð og vill helst slökkva á...

Pólitík spánverjans

Keppti í gær á Lauro og varð í öðru sæti. Fékk heilar 30€ í verðlaun jibbí og hei hó jólakó. Fórum svo um kvöldið á El Parador til að taka við verðlaunum fyrir besta skorið í mótinu síðastliðin mánudag. Mættum auðvitað allt of snemma og þurftum að...

Ein á dag

Best að henda inn einni slummu því maður verður fjarverandi í allan dag. Sný heim um kl 1 næstu nótt. Nóg að gera hjá kjeeeeelinum. Er á leið útá reinge að hita upp. Tek 30 mín í að liðka líkamann upp. Svo 30 mín í keyrslu til Lauro golf. Teigur kl 9,29...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband