Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Úlnliður

Er á leiðinni í ævintýraland í Kringlunni þar sem Sebastian mun halda aftur upp á afmælið sitt. Kem með tvær rúllubrauðtertur dauðans.

Í öðrum fréttum er það helst að ég er ónýtur í vinstri úlnliðnum. Hefur alltaf verið risk factor hjá mér en aldrei svona rosa aumt. Þorlákshöfn var ekki að gera honum neitt gott.

Ég gæti t.d. ekki spilað hring núna. Hef smá áhyggjur af þessu fyrir sumarið.


látbragðsleikari

funny pictures of cats with captions
see more Lolcats and funny pictures

Þorlákshöfn +9

Fórum til Þorlákshafnar í dag og tókum 18 holur í smá kulda og smá vindi og smá rigningu. Ég fór á +9 sem er 5 höggum of mikið miðað við mína forgjöf. Ég spilaði frá hvítum.

Þetta var merkilegur hringur fyrir nokkrar sakir. Ég komst að því að lélegu höggin mín eru orðin tífalt betri. Góðu höggin mín eru einnig orðin betri. Svo sem bónus vitneskju þá komst ég að því að það er sennilega betra að vera vel nærður fyrir golfhring.

Sirka á tíundu braut byrjaði ég að missa þennan góða stöðuleika í sveiflunni og byrjaði einhvern vegin að missa gleðina. Með öðrum orðum þá missti ég einbeitinguna. Fyrst fattaði ég ekki hvað var í gangi en svo þegar ég áttaði mig á því að ég var bara svangur og þreklaus þá fékk ég mér eitthvað stöff. Ég reyndi loks að vera jákvæður og tók tvær síðustu brautirnar með glans eins og ég hef verið að gera út á Hellu.

Ekki besti hringurinn en lærdómsríkur engu að síður.


Ný könnun

Tær, eyru, hæll eða litli putti upp í loft við drykkju?

Hvort er meira ósexí?

Svo ég útskýri aðeins litla puttann þá eiga sumir karlmenn það til að lyfta honum upp þegar þeir lyfta glasi upp að munni sér til að drekka úr því. Þetta er almennt talin mjög gay athöfn og mjög óvinsælt að gera þetta í fjölmennu samkvæmi þar sem chick to dick ratio-ið er lágt.

Takið þátt. Það verða verðlaun fyrir þann sem svarar fallegast.


Fjallabræður í Salnum

Ég er búinn að hugsa hvernig ég eigi að lýsa þessum tónleikum og bara tekst ekki að setja saman nógu sterka gleði lýsingu og slíkt á strigann.

Ég þyrfti helst að fá hjálp frá Tolkien,Douglas Adams og Paolo Coelho til að geta tjaslað saman nægilega sterkum, fyndnum og fallegum lýsingarorðum svo færslan geri tónleikunum góð skil.

Ef eitt orð ætti að summa upp hvernig þessir tónleikar voru fyrir mér þá væri það orðið ,,gæsahúð".

Að hafa 50 karlpunga öskrandi á þig ,,Ísland er land þitt" er ólýsanlegt.

Maður var að skiptast á að vera klökkur og vígreifur. Eina stundina vill maður bresta í fósturstellinguna og hina öskra eins og ljón allskonar framandi stríðsöskur (sem ég reyndar gerði tvisvar).

Guðni Ágústson sat beint fyrir aftan mig. Ég heyrði ekkert í honum alla tónleikana. En hann hefur pottþétt heyrt í mér.

Ég átti erfitt með mig stundum. Ég þurfti að halda aftur af mér og lét mér nægja að headbanga soldið og lúftgítarast í laumi svo enginn sá til. En það var eftir eitt lag sem heitir ,,Til fjalla" sem ég bara líkamlega gat ekki haldið aftur af mér. Það hættir svo snögglega og svo kröftuglega að ég hrópaði upp yfir mig.

Þeir eru að syngja mikið um fjöll, hafið, íslenskt landslag, gamlar vísur og allskonar shit sem maður vill að íslenskur Rokkkór syngi um. Magnað.

Allavega, maður fór þaðan um tveim og hálfum tíma síðar uppnuminn af þjóðerniskennd og alsælu. Hreint út sagt...stórkostlegir tónleikar.


slepp

Ég er búinn að vera með hausverk í nokkra daga ásamt því að vera með í hálsinum. Svo datt ég niður í smá slappleika í gær og afboðaði komu mína á Þorlákshöfn þar sem ég ætlaði að taka þátt í mínu fyrsta móti sumars.

Þetta var samt furðulegt því það var engu líkara en líkami minn væri í hörkustríði við veikindin og hefði gefið pínku eftir í gær en svo tekið sig saman í andlitinu og hert vörnina. Því núna er ég góður og semí hress. Samt með í hálsinum og slíkt en það er ekkert sem stoppar mann.

Mæti gallvaskur á Fjallabræðra tónleikana í kvöld og mun hósta í takt við þrumugný þessara vestfyrsku bræðra.


glover

Förum á Fjallabræðra tónleika í kvöld. Ekki hefði ég trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að fara á kór tónleika.

I'm getting to old for this shit


Hellaður vindur

Já sæll. Fór á Hellu og það var kaldara en í gær plús brjálaður GALE FORCE vindur, sem gerir hitastigið náttla um 42 gráðum kaldara. Þar sem ég var mættur þarna eftir 70mín ferðalag þá tók ég nokkrar holur til málamiðlunar.

Tíið datt af á fyrsta teig og kerran var á fleygiferð. Ég náði samt alveg að spila fínt golf. Mér finnst í raun bara gaman að spila í svona rosalegu roki. Maður getur nelgt, kengbogið og misst kúluna algjörlega upp í vindinn. Allt í einu og sama högginu.

Ég fór brautir 1,2,3,4 og svo 15,16,17,18. Sex pör og tveir skollar. Sem er fínt miðað við aðstæður.

par,par,par,skolli,par,skolli,par,par.

Ótrúlegt en satt þá fékk ég par á þriðju holunni sem er hálfur kílómeter að lengd og beint á móti vindinum. Hún er kölluð flugbrautin. Þar náði ég að draga kúluna á móti vindinum í öllum höggunum og notaði ás, tré þrist, aftur tré þrist, lága áttu og pútter.

Ég sló sem sagt jafn langt með tré þrist(vanalega um 220mtr) og með 54°(vanalega um 110mtr) wedginum mínum. Sló 130mtr með báðum kylfum. Bara í sitthvora áttina. Í með- og svo mótvindi.

Í meðvindi á sautjándu, sem er par 4, drævaði ég yfir grínið sem gera þá um 300mtr. Svo tók ég annan bara upp á gannið og víkkaði stöðuna og nelgdi. Hann flaug 290mtr. FLAUG. Rúllaði ekki neitt. Bara verst að sá lenti rétt utan brautar í hólunum hægra megin og plöggaðist.

Núna er ég kominn heim, einum kálfa og tveim tám fátækari sökum kulda. Það var svo kalt að ég held að það hafi jafnvel slokknaði í eldgosinu sem var indeed við hliðina á mér. Mjög impressiv að sjá það spúandi upp reyk.

Þar sem ég barðist á móti vindinum á þriðju braut læddist að mér lúmskur grunur um að Guð[lesist Darwin] væri að verða eins árs og væri að reyna blása á kertið[lesist Eyjafjallajökull] á afmæliskökunni sinni.


Halló! Hella. Núna!

jæja, er aftur farinn út á Hellu að spila í góða veðrinu. Er e-r með?

Ég er alltaf að bjóða öllum en enginn kemur. Kannski að fólk sé bara að vinna eða í skóla. Það er nú meiri vitleysan.

ég sagði öllum að mæta kl 12 í gær út á Hellu en ég var kominn aðeins fyrr. Svo var mér litið tilbaka á þriðju braut. Sé ég ekki einn gæja fyrir aftan mig. Ég velti fyrir mér hvort þetta væri einn lesandi síðunar mættur.

Svo heilsaði hann ekki einu sinni þegar vegir okkar lágu saman.

Sjáum til hvort einhver mæti núna. Ég legg héðan af stað um kl 9:50 og þá kominn á Hellu kl 11. Byrjaður að spila kl 11:01

B there or b Skver


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 153157

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband