Leita í fréttum mbl.is

Fjallabræður í Salnum

Ég er búinn að hugsa hvernig ég eigi að lýsa þessum tónleikum og bara tekst ekki að setja saman nógu sterka gleði lýsingu og slíkt á strigann.

Ég þyrfti helst að fá hjálp frá Tolkien,Douglas Adams og Paolo Coelho til að geta tjaslað saman nægilega sterkum, fyndnum og fallegum lýsingarorðum svo færslan geri tónleikunum góð skil.

Ef eitt orð ætti að summa upp hvernig þessir tónleikar voru fyrir mér þá væri það orðið ,,gæsahúð".

Að hafa 50 karlpunga öskrandi á þig ,,Ísland er land þitt" er ólýsanlegt.

Maður var að skiptast á að vera klökkur og vígreifur. Eina stundina vill maður bresta í fósturstellinguna og hina öskra eins og ljón allskonar framandi stríðsöskur (sem ég reyndar gerði tvisvar).

Guðni Ágústson sat beint fyrir aftan mig. Ég heyrði ekkert í honum alla tónleikana. En hann hefur pottþétt heyrt í mér.

Ég átti erfitt með mig stundum. Ég þurfti að halda aftur af mér og lét mér nægja að headbanga soldið og lúftgítarast í laumi svo enginn sá til. En það var eftir eitt lag sem heitir ,,Til fjalla" sem ég bara líkamlega gat ekki haldið aftur af mér. Það hættir svo snögglega og svo kröftuglega að ég hrópaði upp yfir mig.

Þeir eru að syngja mikið um fjöll, hafið, íslenskt landslag, gamlar vísur og allskonar shit sem maður vill að íslenskur Rokkkór syngi um. Magnað.

Allavega, maður fór þaðan um tveim og hálfum tíma síðar uppnuminn af þjóðerniskennd og alsælu. Hreint út sagt...stórkostlegir tónleikar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir. Ég er einn af pungunum í kórnum.   Gaman að finna fyrir því að að þér leið líkt og mér á þessum tónleikum.  Fossandi Adrenalín og hógværð til skiptis með djúpri virðingu fyrir lífsins gildum. 

 Best sf öllu er svo gleðin sem fylgir því að vera í þessum hóp einstakra félaga

.  Erfitt er að koma orðum að því hversu frábært er að eiga vikulegan hitting öll saman með kórstjóranum Halldóri, hlómsveit og okkar einstöku Unni fiðluleikaranum okkar.

Stemmingin í þessum hóp er það sem endurspeiglast í þínum skrifum. 

Hjörtur (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 01:18

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

frábært. Mun pottþétt mæta á flest alla staði þar sem Fjallabræður koma fram.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 2.5.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband