Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Helluroði

Það borgar sig að fylgjast með. Ég átti fyrst rástíma kl 6 eitthvað í fyrramálið á Hellu mótinu. Svo var ég bömpaður upp til 7:10 sökum fegurðar.

Helduru að strákurinn hafi ekki svo séð glufu kl 8:50 rétt í þessu og bókaði það með hraði.

Búinn að færa mig upp um rúmlega tvo tíma sem þýðir tveir tímar í aukasvefn og kannski um 2-4 gráður á celsíus heitara þegar ég byrja í morgunsárið.

Drinks r on me!


Nafnakall

Ef ég væri eitthvað fyrir formúluna þá kæmi bara einn gæji til greina sem ég myndi styðja.

Sá heitir svo svölu nafni að Robert Rock má fara að vara sig.

Ég kynni til sögunar.......

HULKENBERG!!!!!!!!

Nico Hulkenberg

http://en.wikipedia.org/wiki/Nico_H%C3%BClkenberg

Er hægt að vera með svalara nafn!!!


Fantasí fótbolti

Nú fara línur að skírast í premier fantasí deildinni minni í enska boltanum. Ég er í harðri baráttu um sigurinn við Póska.

Spurning um að leika út leynivopninu......ekki seinna vænna.

2 umferðir plús nokkrir aukaleikir eftir.

Spennan í hámarki


Bak

Afleiðing þess að hafa farið í ræktina svona stíft er að bakið á mér er í tómu tjóni. Êg finn einn huge púnkt í bakinu sem er bara klárlega golfkúla föst á milli herðablaðana.

Þetta gerir að verkum að ég fæ raging hausverk og almenna vanlíðan.

Ég poppa bara tveim paratabs fyrir hring og eitt eldsjóðandi heitt bað eftir hring og mér er nánast 30% batnað.

Vonandi tekur GSÍ ekki upp á því að vera með lyfjapróf alveg á næstunni á mótaröðinni í sumar.

p.s. hlusta ekki á neitt ,,VÆL" komment.

p.p.s. I'm getting to old for this shit


Þhöfn

Skottaðist út í Þhöfn og lék 18 holur í minimal vindi og almennri blíðu. Var ekki einu sinni með húfu.

Ég lék á +2 frá hvítu sem væru 38 punktar. 4 skollar, 2 fuglar og rest par.

Nokkuð gott þrátt fyrir að slátturinn hafi verið betri. Púttin kikkuðu aðeins inn og þessi 3-4 pútt sem maður vill að detti, duttu.

Almennt mjög sáttur.


Spila golf

Hef ekkert að gera þannig að ég ætla að skella mér á þorlákshöfn. Myndi fara á Hellu ef það væri ekki 100% lengri leið. Nenni ekki að eyða 2 tímum og 20 mín í ferðalag. Sætti mig við 70 mín fram og tilbaka á Þhöfn.

Ætla að leika völlin undir pari í dag. Gangi mér vel.


mótasumarið mikla

Jæja þá styttist í fyrsta mót sumarsins. Ég á teig kl 07:10 út á Hellu í 1.Maí mótinu. Hef spilað hann tvisvar núna nýlega og hann er skemmtilegur svona hrár.

Hef líka farið tvisvar á þorlákshafnarvöllinn og í honum er ég alltaf soldið skotinn.

Fjórir hringir í upphitun og slátturinn virðist vera mjög góður. Púttin fín en vippin eru spurningarmerki.

Get ekki beðið.

Þarf að vakna kl 5. Vera kominn út í bíl um kl 5:30. 70 mín síðar er hálftími í teig og sumarið byrjar. Og það mun byrja á fugli.


Chat Rulette

Það er til síða sem heitir chat rulette þar sem maður tengist random fólki og chattar við það á vefkameru. Hef að vísu ekki prófað þetta sjálfur en þessi slóð hérna sýnir fyndnar myndir af þannig samtölum. Sumt priceless.

http://www.thisblogrules.com/2010/02/hilarious-screenshots-from-chat-roulette.html


Börn með byssur sem drepa

Það viðbjóðslegasta sem ég sé eru lítil börn að leika sér úti með M16 byssur, haglara eða önnur skotvopn. Ég bara skil ekki hvaða heilvita maður sé bara sáttur við að leyfa barninu sínu að leika sér með byssur.

Ertu ekki að kidda mig! byssur eru til þess að drepa! Ég nenni ekki að leyfa barninu mínu að ganga um með eitthvað sem ætlað er til morðs. Kommón. Mér finnst það bara sick. Það sama á við um sverð, hnífa og bara allt sem er framleitt til að meiða eða drepa.

Ég á í stökustu vandræðum með þetta núna þar sem það er allt morandi af svona greyjum með M16 hríðskotara. Sebas finnst þetta náttla smá spennandi sem er eðlilegt þar sem allir stóru strákarnir leika sér með þetta. Hann er samt á því núna að þetta er ekkert sniðugt. En er samt spenntur.

Veit ekki alveg hvað skal gera. Maður verður að dansa línuna með þetta. Maður verður að passa sig að fara ekki alveg í baklás því þá verður þetta bara meira og meira spennandi.

Ég reyni bara að ýja að því að þetta sé ekkert sniðugt. Leika sér frekar með bíla eða eitthvað annað stöff.

Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru extreme skoðanir en ef maður pælir aðeins í þessu þá er allt annað bara rugl.

Þetta hefur náttla verið svona í gegnum tíðina og er bara normið. Ég veit það, en hver segir að þetta sé málið. Er það bara þannig útaf því að þetta hefur alltaf verið svona. Fusk dat.

Þetta verður svipað og með nammið. Maður reynir bara að ota þessu ekkert að honum og passa sig að halda þessu þá bara í lágmarki ef hann dettur inn í þetta.


Hola í höggi? Næstum því.

Fór til Þorlákshafnar í morgun og spilaði 18 holur. Það var frekar mikill vindur en sæmilegur hiti. Mjög mikið stuð. Ég endaði á +10 þar sem ég fæ 4 högg plús 3 í uppskölun sökum aðstæðna. Þrem höggum of mikið í dag og það skrifast alfarið á pútterinn sem kostaði mig um 4 högg.

Mér finnst eins og ég hafi verið í bloddí mótvind í allan dag. Mjög erfið yfirferð í dag á þessum velli. Ég var móður og másandi í þessum vindi. Svipað og að spila golf hlaupandi.

Svo hef ég aldrei verið jafn nálægt því að fara holu í höggi. Það var á þriðju braut þar sem ég átti 165mtr í meðvindi í pinna. Ég tók fallega áttu sem var algjör pinseeker. Ég sá holuna ekki alveg þó ég sæi um 95% af stönginni. Kúlan flaug í holuna og skoppaði beint upp í loftið og hvarf svo.

Ég fékk öran hjartslátt. Labbaði af stað og ekki fyrr en eftir um 20 mtr labb þá kom kúlan í ljós nokkrum cm frá holunni. Hún hafði þá hoppað upp úr holunni.

Ég var mjög svekktur. Ég fann ekkert boltafar þannig að helvítið hefur farið bara beint í holuna. hún fór ekki í stöngina því hún hreyfðist frekar lítið. Pínu þó.

Allavega. Þetta var rush.

Slátturinn var mjög góður. Vippin öll að koma en púttin pínku off í dag. Ekkert til að hafa áhyggjur af. Það er alltaf eitthvað sem ekki er fullkomið. Ef það væri ekki þá væri ég að fara fullkomna hringi tvist og bast, sem er ekki normið. Það er alltaf eitthvað segi ég og skrifa. Bara spurning um að lámarka skaðann sem þetta eitthvað gerir.

Ég lagði áherslu á að detta ekki aftur niður í einbeitingarleysi eins og um daginn. Því slakaði ég þrem Euroshopper orkudrykkjum í fésið á mér ásamt þrem corny orkubörum á hringnum. Þokkalega hyper. Það kom mér í gegnum hringinn en að sjálfsögðu ekki besti kosturinn á golfvellinum. Nennti bara ekki að smyrja mér drasl og eitthvað.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband