Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Mót í vindi

Fór í mót í morgun og endaði +4 sem er ekki nógu gott. Það eru 35 punktar og er grátt svæði sem þýðir að ég hvorki lækka né hækka. Ég átti svo að lækka í dag að það er ekki fyndið.....bara klaufi. Verð bara að vera þolinmóður og bíða eftir mínum degi/dögum.....

Ég mætti útá reinge kl 8:15 í von um að þeir myndu opna fyrir okkur smá fyrr útaf mótinu sem byrjaði 9. Spænski hlunkurinn mætti 8:20 og ég bað hann fallega um að gera mér þennan greiða. Nei,nei....Hann yppti bara öxlum og segist ekkert geta gert, hann verði að opna akademíuna (sem er ein hurð), þannig að hann gat ekki opnað hliðið fyrir okkur (sem er í 50 metra fjarlægð). Ennfremur segir hann að þetta verði örugglega um 15-20 mín þangað til að þeir opni.....O-kay...ekki nóg með að vera heimskur og vilja ekki opna fyrir okkur hliðið (tekur 1 mín.) heldur segir hann að þeir opni ekki fyrr en 8:40.

Týpísk spænsk þjónustulund,,,,yppta öxlum og þykjast ekki geta gert neitt í málinu....kommon.....opna eitt stinkin hlið fyrir okkur.

Ég fór því bara beint niður eftir og skráði mig inn. Tékkaði með hverjum ég átti að spila og kippti mér ekkert upp við að af 100 manns átti ég enn og aftur að spila í þriggja manna holli með Fúla gaurnum. Fjórða mótið sem við áttum að spila saman og hann er hálfviti. Segi ekki meir.

His evil plan gékk reyndar ekki upp því þessu móti var skipt uppí tvo hluti þar sem seniors áttu að spila á Ameríku og hinir á Evrópu. Þannig að hann neyddist til að fara á Ameríku á meðan ég spilaði Evrópu....bújakasha

Það var íri sem kom í stað fúla og er hann starfsmaður La Cala í markaðsdeildinni. Spilaði með honum og Hollending. Spilaði líkt og vindurinn en með 5 mistökum sem kostuðu mig 5-7 högg. Svona er þetta bara.....alltaf eitthvað. En eftir stendur að ég spilaði á forgjöfinni í erfiðum vindi á mjög strategískum velli.


Lauro golf

Fór í mót í morgun og spilaði á +4 sem eru 35 punktar og nægðu í annað sætið, einu höggi á eftir Grim (Graham) sem er skosk stereótýpa. Notaði eingöngu gömlu sveifluna og var nokkuð steddý fyrir utan kannski 3-5 mistök sem kostuðu mig jafnmörg högg. Sáttur en samt ekki sáttur.

Ég fékk 24€ í verðlaun sem ég nýtti til að kaupa 6 titleist bolta.

Gabriel spilaði á +13 og needless to say var hann ekki sáttur.

Graham þessi er algjör snilld. Ímyndið ykkur skoska skólavörðin í Simpsons en með útlit Scolari. Ég get svo svarið það ég skil bara 5% sem gæjinn segir...ótrúlega fyndið. Það fáa sem maður skildi voru orð eins og "grit" (great) " Grim" (Graham) "bard" (birdie).

Rauk svo til La Cala eftir verðlaunaafhendinguna til að taka á móti verðlaunum fyrir þriðjudagsmótið en ég kom of seint. Veit ekki hvort ég vann eða varð í öðru sæti. Skiptir ekki máli, fæ bara rauðvín í verðlaun hvort sem er.

Fer í annað mót á morgun, vonandi spilar maður einnig steddý þar.


viti menn

auðvitað lækkaði ég bara úr 3.6 í 3.4....vottorðið ekki enn kikkað inn....ótrúlegt. Ég ætla að hella mér yfir gæjan í La Cala og fá hann til að kippa þessu í liðin. Ætti að vera með 2.5 því ég kom frá íslandi með 3.0 og hef lækkað mig núna um 0.5, svindlarúní.....

Við fengum pakka frá mömmu og pabba í gær. Alltaf gaman. Jólastemming. Maríu fannst draumarnir bestir, mér fannst lýðveldislögin flottust og litla pung fannst gúmmí nettur. Við þurfum að fela hann fyrir honum til að spara hann aðeins, annars virkar þetta ekkert þegar á þarf að halda við matarborðið.....(Fyrir þá sem ekki vita þá flippar Sebastian út af ánægju þegar hann sér ÞETTA vídeó og fékk núna sent mini-mcdonalds-version af þessu.)


Draw

Æfði í dag þessa nýju sveiflu og gékk upp og ofan. Ásinn er erfitt að temja með svona drastískum breytingum en járnin eru auðveldari. Gef þessu ágætan tíma og sé svo til, bara verst að það eru þrjú mót framundan og lítill sem enginn tími til að venjast þessu. Hef morgundaginn og svo mánudaginn frían til að æfa, hinir dagarnir eru mótadagar.


Fésbókin

Haldiði ekki að ég hafi bara gleymt að skrifa í gær. Allt Kötu að kenna því hún sagði mér að skrá mig á fésbókina og ég gleymdi mér þar. Mjög skemmtilegt að sjá alla gömlu dóslingana og fleiri sem maður hefur ekki heyrt af í langan tíma.

anyways.....ég fór í kennslu hjá Quintin van der Berg sem er yfirmaður David Leadbetter Akademy hérna í La Cala. Bara eitt orð....."reve-la-tióóón" eins og vinur minn KJ myndi segja.

Hann lætur mig setja boltann mun aftar í stöðuna til að útiloka fade tendens og fá ferilinn frekar í drag. 6 járnið fer í miðjuna á stöðunni alveg eins og wedginn.....ásinn fer mun aftar en vinstri hællinn, og er það eitthvað sem ég á eftir að venjast og æfa milljón sinnum. Svínvirkar.

Gerir það að verkum að þegar kylfuhausinn snertir kúluna í impacti þá snýr líkaminn þannig að hann bendir allur til hægri og þá er bara spurning um að rúlla höndunum smá og maður skapar líka svona massa vinstri snúning. Svínvirkar strax með járnum en ásinn þarf meiri tíma. Get ekki beðið að vera kylfingur með svona fallegan og eftirsóttan boltaferil sem byrjar fraction til hægri og dregst pínku ponku til vinstri.

Er á leiðinni núna til Alhaurin golf til að æfa með Gabriel,sem er kominn aftir til Spánar eftir að hafa verið í svíþjóð að keppa. Æfum þar í dag og förum svo hring á Lauro golf. Bem....dagurinn fylltur.


Kommúnismi

Vá!!!! Á hvaða öld lifir Guðni? Ég sem hélt að svona hugsunarháttur hefði dáið með múrnum í Berlin. Skipta upp ísl. bönkum!!!! hva, vill kallinn fá sína sneið.....fór hann eitthvað ílla út úr skjálftanum og vantar kass til endurbyggingar á höllinni sinni á Tanfossi.


mbl.is Nauðsynlegt að skipta upp íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Walkabout

Í ástralíu og Zimbabwe fer fólk stundum á svokallað walkabout. Þá ráfar fólkið um auðnina stefnulaust í einhvern tíma og getur stundum verið í burtu í þónokkurn tíma.

Pete sagði að Patrick hafi spilað svo ílla að það leit út fyrir að hann hafi verið á walkabout. Þá var Patrick snöggur til og sagði með sínum sérkennilega lokaða írska hreim að "if I was on a walkabout, then Peter here was on a "I should-a-stayed-in-bed-about""

Mér fannst þetta helvíti fyndið.

Patrick var alltaf að tala um bjórglös, eða pints, allan hringinn. Ég botnaði ekkert í þessu, ég hélt jafnvel að þeir tveir væru með aukaveðmál uppá bjóra. Svo fattaði ég þetta eftir á þegar við sátum og drukkum saman að hann var náttúrulega að tala um points, eða punkta, og var bara að reikna skorið. Skemmtilegur þessi írski hreimur.


Zimbabwe

Spilaði í móti og kom inn á 38 punktum sem var sennilega besta skorið. Endaði á +1 eftir að vera á +4 eftir þrjár fyrstu brautirnar. Setti bara smá hörku í þetta og klóraði mig til baka. Var á +3 eftir fyrri níu og svo -2 á seinni níu. Átti tvö arnarpútt sem kræktu og fleira í þeim dúr, ánægður með allt nema hvað að púttin hefðu mátt vera soldið ákveðnari. Þar sem ég hef æft núna á töluvert hraðari grínum þá endaði ég um 40 cm of stuttur í ca 4 fuglapúttum.

Spilaði með Wayne Hollywood og peter frá Zimbabwe og Patrick frá Írlandi. Tveir síðarnefndu spiluðu á móti mér og Wayne með smá veðmál undir. 5€+5€+10€. Við rústuðum þeim og átti ég að fá 22€ í laun fyrir það en þar sem sigurvegarinn þarf alltaf að blæða drykkina þá pössuðu þeir sig á því að panta ekki bara drykki heldur franskar og kaffi. Ég endaði á því að fá bara 5€ sem er rugl.

Peter og Patrick eru heldri menn en hörkunaglar sem beittu öllum ráðum. Stóðu of nálægt manni þegar maður átti að gera, hóstuðu og voru með allskonar óviðeigandi komment á vel völdum tímum. Þetta truflaði Wayne en ekki mig þar sem ég er vanur svona trufli frá allskonar fólki. Reyndar hafði ég mjög gaman af þessu og þetta gerði það bara að verkum að ég spýtti í lófana þegar á þurfti.

Ætti því að vera kominn í 2.8 núna. Ég skilaði inn vottorði frá GKG um að ég væri með 3 á íslandi til þess að samhæfa spænsku forgjöfina við þá íslensku. Ég sé að ég er enn með 3.6 hérna á spáni þannig að það gæti verið að þeir lækki mig úr 3.6 í 3.4 og svo kikkar vottorðið inn og ég fari bara í 3. Sem er náttúrulega svindl. Ég er búinn að lækka núna um 0.4 síðan ég kom til baka og ætti að vera með 2.6, en við sjáum til hvað gerist. Ég mun mótmæla ef ég verð bara með 3 eftir nokkra daga.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband