Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Maðurinn með svörin

Hvað myndi gerast ef allir kínverjar myndu hoppa í einu niður á gólf af 50 cm stólum?

Ekkert merkilegt svo sem. Það myndi koma jarðskjálfti uppá 4,3 á Richter og litlar sem engar skemmdir verða.

Hvað eru mörg sandkorn til á allri jörðinni?

tja, það eru sirka 6.63 x 10²² give or take a grain or so. Ef maður gefur sér ýmsa hluti varðandi þykkt kornanna og dreifingu þá er ekkert mál að finna það út.

Gaman frá því svo að segja að það eru fleiri atom, bara í líkamanum þínum, en öll þessi sandkorn á jörðinni til samans.

Mig minnir að það sé eitthvað um 7 x 10²⁷ atom í líkamanum þínum.

Ef þið eruð með vandamál á könnunni eða almennar vangaveltur þá getur maðurinn með svörin ávallt svarað, sefað og komið ró á angist. Sendið svörin á wisserbesser@éger.is


óvægin ógagnrýni

Ég horfði á Couples Retreat um daginn með Vince Vaughn, Jon Favreau og félögum. Hún er ekkert spes. Þú verður virkilega að vera ástfangin af Vince til að fíla myndina. Hún fær 2 af 5 og ég mæli ekki með henni nema þú sért stelpa, gay eða bæði.

Horfði svo á Sherlock Holmes í nótt. Hún er skemmtileg. Fyrsta myndin í langan tíma sem ég actually vill ekki bara spóla áfram á góðu partana. Hún fær alveg 4 af 5 hjá mér.

Og munið að kvarðinn hjá mér er í líkingu við Richterinn. Munurinn á 3 og 4 t.d. er tífaldur. Munurinn á tveim og fjórum er því tæplega þúsundfaldur. Ekki alveg eins og richterinn en í líkingu við hann.


Ný könnun

Ég setti inn nýja könnun. Frá hvaða fyrirtæki kaupiru páskaeggið þitt. Hvort fílaru mónu,Nóa siríus eða freyjuegg?

Finnst þetta við hæfi þar sem páskarnir eru upon us.

Pulsu könnunin lenti í einhverri tæknilegri bilun því svo virtist sem pulsa hefði fengið færri atkvæði. Sem, eins og gefur að skilja, er ekki raunhæfur möguleiki og því hlýtur einhver bilun að hafa átt sér stað.

Ég púllaði hana því út og setti þessa páskakönnun inn.


pseudo navn

Margt hef ég verið kallaður í gegnum tíðina......

Siggi = Mamma vildi ekki að ég yrði kallaður Steini

Ígú = Því Viddi kallaði mig einu sinni Sigurð í grunnskólanum en á svo fyndin máta að það kom út sem Zígúrdúr og við styttum það í Ígú. Ég kallaði hann Vaslav.

Gus = Stytting á Siggus sem ég man ekki eftir af hverju ég var kallaður.

Íslandsmeistarinn = segir sig sjálft

Skítur = Þegar ég vann í Rarik á Blönduósi þá voru þeir að leika sér að stríða mér og kölluðu mig alltaf Steina. Ég sagði þá ,,hey, þið megið kalla mig allt annað en Steina". Þeir kölluðu mig því skít.

Folinn á vistinni = Heimavistin á Akureyri var mér góð. Fyrsta árið það er. Svo fór ég að safna bjórvömb.

Ó guð = oft verið kallaður þetta á skeiðvellinum

En núna síðast bara í dag bættist nýtt nafn í sarpinn. Hér fyrir neðan er samtal sem átti sér stað við vatnsbrúsa í einu ónefndu fyrirtæki í kaffitíma.

1: Heyrðu hann stóð sig vel strákurinn í Rétti 2.
2: Já, sammála.
1: Mjög ábyrgðarfullur og var greinilega á fullu að skrá
2: Já einmitt...svo verður hann sko í tveim öðrum þáttum?
1: Nú?
2: Já, er sko réttarritari...og svo líka í áhorfendasalnum
1: Nú bara eins og Eddie Murphy...leikur öll hlutverkin...

EDDIE MURPHY = Vísan í yfirburðar leikhæfileika mína á sjónvarpsskjá landsmanna.


Takk Simmi

Samkvæmt venju og plani reiknaði ég með morgunæfingu í morgun. Þar sem maður hafði ekki fengið fréttir af neinu öðru.

Ég fór því, aldrei þessu vant, snemma að sofa og kominn upp í rúm kl 22:30 til að geta vaknað ferskur kl 5:20

Það tókst. Hef aldrei verið jafn ferskur. Rauk upp. Klæddi mig. Fékk mér morgunmat. Tók fram settið. Fór í útifötin. Greip lyklana en ákvað á síðustu sekúndunni að kíkja á meilið mitt rétt áður en ég færi.

Þar var meil frá Simma, sent kl 23 um kvöldið.

,,bara að minna á að það verður engin morgunæfing á morgun"

Í fyrsta lagi.........minna á! Þarf ekki fyrst að láta VITA svo hægt sé að minna á!

Í öðru lagi...........kl 23 um kvöldið! Skv samningi þá er uppsagnarfrestur á morgunæfingum 12 tímar. Standard procedure.

Ég vissi ekkert hvað ég ætti að mér að gera í kjölfarið. Reyndi að sofna aftur en það voru mistök. Mig dreymdi ekkert annað en hesta sem ég var að kasta snjó í úr bíl og svo mig að stela sonic youth geisladiskum upp úr skurði við hótel Loftleiðir. Þetta var of súrt fyrir mig þannig að ég hætti við að sofa lengur.

Það er of kalt til að fara í golf og lappirnar í lamasessi eftir 10km í gær og ræktin því ekki option.

Ég neyðist kannski bara til að vaska upp eða þrífa húsið. Takk Simmi.


besti texti í heimi?

...Þetta er ekki gert fyrir útvarp, þetta er gert til að láta fokkin sjúga mig strax

...og það eru frænkur á pungnum 

....og slæda upp að frænku og segja bitch viltu dick 


Æfingin

Tókum keppnis pútthring á æfingu áðan. Ég var paraður við the myth, the legend...Úlfar Jônsson. Heyrðu, hann var kominn tíu undir eftir tólf holur! Ég náði nú samt aðeins að halda í við hann og var bara kominn 4 niður á þessum tímapunkti.

Ég hélt mig bara við mína rútínu og náði að krafsa í bakkann og endaði þrjár niður gegn kylfingi aldarinnar(hann var kosinn það um aldamótin).

Alltaf gaman að spila við betri kylfinga.

Annars þá var þetta fín æfing. Erum mikið að pæla í hausnum, rútínum og þessu andlega stöffi yfir höfuð.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband