Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

fittig

jæja, þá er komið að því að taka annað gap fitting session. Fínt að gera þetta þrisvar sinnum til að fá enn marktækari tölur. Þetta er líka bara svo helvíti gaman.

Ný Könnun

Jæja......hvað notar þú mörg blöð úr klósettrúllu þegar þú tekur tvist?

Þá meina ég samtals. Ekki hvert skein.

Grundvallarspurning.

Að sjálfsögðu er nafnleynd í gangi og ég, því miður, sé ekki hvað hver kýs.


Mót

Ég og Knútur skipulögðum mót sem fór fram í gærkvöldi. Þetta var mót á milli allra golfbúðanna. Hole in one, Örninn, við og Golfbúðin.

Texas Scramble leikinn á Oddfellow vellinum kl 19

Ég og Knútur spiluðum ágætlega. Komum inn á -6 eða -8 með forgjöf.

Það dugði þó ekki til því hetjurnar í Erninum, Hlynur og Rabbi rústuðu þessu með -12 og samtals -13. Þeir settu nýtt persónulegt met. Það var ótrúlegt að fylgjast með þeim. Hlynur sá um monster drævin og Rabbi einpúttaði allt sem hreyfðist. Gott teymi.

Ekkert hægt að keppa við svona spilamennsku.

Örninn fékk því risastóran og fallegn bikar til vörslu í eitt ár. Vel að því komnir.

Mætti halda að það væri ekkert að gera hjá þeim þarna í Erninum. Æfandi alla daga!


leiðindi

Djöfull finnst mér sjónvarp leiðinlegt í dag. Það eru endalausir lögguþættir um morð og leiðindi.

Hvar eru skemmtilegu þættirnir?

Um leið og eitthvað skemmtilegt kemur þá er maður límdur.

Popppunktur er t.d. hressandi. Einfaldur þáttur. Af hverju er ekki meira af svona efni?

Bara í gær voru Hawaii Five-O, CSI Miami, Law & Order Criminal intent og CSI New York. Er þetta eðlilegt. Allt á sama kvöldinu.

Þetta hlýtur að vera botninn. Þetta hefur náð sögulegu leiðindarlámarki. Núna kemur eitthvað skemmtilegt á næstunni. Eitthvað nýtt.

Hlýtur að vera.


Smash Factor

Það sem kom mér samt mest á óvart í þessu gap fitting sessioni var smash factorinn hjá mér. Það er tala sem fæst með að deila ball speed með clubhead speed.

Hún segir til um hversu vel maður er að nýta kylfuhraðan í að hamra kúlunni af stað.

Hversu skilvirk sveiflan er.

það er ekkert gagn í því að vera massa hraður með kylfuna ef það svo skilar sér ekki í kúluhraða. Þá er hraðinn til einskis.

Maður getur verið fáránlega hraður en hittir svo aldrei á sweet spottið. Ekki gott.

1.5 smash factor er talað um að sé fullkomið högg. Allt yfir 1.4 er helvíti gott. Menn hafa farið yfir 1.5 en það eru undantekningar.

Hvað gerir strákurinn....

60° - 1,47
54° - 1,5
PW - 1,48
9 - 1,47
8 - 1,46
7 - 1,48
6 - 1,46
5 - 1,49
4 - 1,46
19° - 1,48
15° - 1,45
9° - 1,46

I´ve got the digits to back it up!

P.s. Tigerinn var á sínum tíma með Factor uppá 1,47 með ásnum sínum


metrafjöldi kylfings

Fór aftur í Gap fitting session og þetta eru tölurnar

Ás-245
3tré-214
19°-191
4-186
5-176
6-160
7-146
8-138
9-126
PW-113
54°-98
60°-70

Treysti þessum tölum betur en síðast enda meiri tími sem ég lagði í þetta.

Nían kom betur út. Sjöuna þarf að beygja 1° til að fara í sirka 150m. Þá væri 12m niðrí áttuna og 10m í sexuna. Svo er spurning um að veikja fimmuna og fjarkan um 1° og fara í 170m og 180m.

Þá væri ansi falleg dreyfing komin á pakkan.

Annars vantar mig ný fleygjárn og ég er að pæla í að fara í 60-56-52 gráður.

52-105
56-90
60-70

Annars ber að nefna að ég stillti tækið þannig að brautin var mjúk. Ég tel að það gefi betri mynd af rúllinu á Íslandi heldur en að hafa venjulegan hraða á brautinni. Brautirnar á túrnum eru þannig að það rúllar betur á þeim. Vert er að hafa það í huga næst þegar maður sér meðallengd á upphafshöggi hjá atvinnumanni. Ætli maður geti ekki tekið nokkra metra af ef maður vill bera sig saman við þessa gæja. 245mtr gætu kannski verið 255mtr.

Ásinn kom mér reyndar á óvart. Bjóst við sirka 235mtr. Ánægður með það. Tók alveg heil 15 högg, tók svo 4 óvenjuleg högg í burtu til að skekkja ekki meðaltalið og 245m var meðaltalið.


1MB

One Megabyte 

1MB


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband