Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Golf

Mér var skutlað upp eftir og skilinn eftir í vinnunni. María og Seb fóru til Málaga að skemmta sér. Tók smá reing, smá chipp og fór svo 18 á Ameríka. Reyndi að nota ráðin sem ég fékk í kennslunni sem ég fékk í gær. Það gékk ágætlega.

Var að einblína á að lyfta hægri hælnum minna upp og setja þungann meira í hælana í framsveiflunni. Einnig er ég að halda úlnliðinum lengur beygðum rétt fyrir impact, sem gefur þá tilfinningu að ég sé að punch-a boltann. Með þetta allt að vopni ásamt ráðunum sem ég hef komið í leik síðan úr síðustu kennslu er ég bara ótrúlega ástfanginn að sveiflunni minni. Mér finnst hún vera nálægt fullkomnun. Núna er bara að reyna að festa hana svona með því að slá milljón bolta til að geta slegið konsistant sama höggið aftur og aftur.

Það var hæg traffík á Ameríku í dag. Ég var svo heppinn að það var enginn á eftir mér og nýtti ég mér það og sló 6 boltum til að þurfa ekki að bíða mikið eftir hollinu fyrir framan. Var meira að æfa heldur en að spila uppá skor. Skiptir sköpum að geta æft svona útá velli í staðinn fyrir á reinginu. María lét aðeins bíða eftir sér þannig að þegar ég kláraði 18 þá bakkaði ég bara og fór 17. og 18. aftur með 6 boltum. Málið dautt.

Þegar við komum heim þá skellti ég mér í laugina í tilefni þess að dagurinn var heitur og góður. Sundlauginn var óbærilega köld og það var bara farin ein ferð og svo beint í heita sturtu. Eftir klukkan 16 þá dettur laugin inní skugga og mæli ég ekki með því að nota hana eftir þann tíma. Besti tíminn er sennilega frá hádegi til 15.

Í öðrum fréttum er það helst að ég er að fara í mót á laugardaginn á La Reserva. Menn segja að sá völlur sé næst besti völlurinn á eftir Valderama þarna niðurfrá. Bíð spenntur eftir því. Mótið er partur af Fischer Open golf circuit mótaröðinni, haldin eru 12 mót yfir seasonið og þetta er það fyrsta í ár. Ég missi af tveim næstu en kíki sennilega í næstu mót þar á eftir. Maður fær nýjan Mercedes fyrir að fara holu í höggi, jeeee, svo eru verðlaunin ýmis háttar, eins og að fá Mercedes yfir helgina.

Það kostar 150€ þar sem innifalið eru 18 holur og buggy. Morgunmatur, veitingar á vellinum, teiggjöf og verðlaunaafhending. Venjulegt verð fyrir að spila völlinn er 196€ þannig að þetta er ágætur díll.


RIP

Var mikið á range-inu í dag og hitti marga félaga. Þeir höfðu ýmislegt að segja frá.

Opna Spænska fer fram í Sevilla 1.maí og voru Simon Dyson og Allistair Haig við æfingar á range-inu okkar við undirbúning fyrir mótið. Akkurat þegar ég var í Guadix. dem. Missti af þeim. Félagarnir sögðu að Haig hafði nelgt ásnum um 350 metra yfir allt range-ið og yfir 4.grínið á par 3 vellinum. Högglangur pilturinn.

Önnur fréttin var öllu dramatískari og sorglegri.

Á fimmtudeginum var ég á range-inu og tók eftir því að það voru málarar að vinna við að mála íbúðirnar fyrir aftan okkur. Þeir töluðu óþarflega hátt og voru almennt mjög pirrandi. Þeir voru að tala um Man-Barca leikinn sem hafði farið fram daginn áður. Ég man eftir því að ég óskaði mér að þeir myndu hverfa og hætta að trufla okkur.

Kemur á daginn að á föstudeginum varð slys. Einn málarinn var í krana að mála og var kominn upp undir húsþak, hann gerði einhver mistök og ýtti krananum aðeins of mikið upp á við og klemmdi hausinn á sér á milli veggsins og kranans. Þar sat hann fastur og við það að kafna, Ian, írskur vinur minn, sá þetta og heyrði í vinum málarans hrópandi eitthvað (Ian skilur ekki spænsku). Málarinn byrjaði að gráta og virtist fara í flog eða eitthvað. Það kom sjúkraþyrla og lenti á reinginu og honum var bjargað úr þessari aðstæðu. En greinilega of seint.

Þessi strákur er nú dáinn. Hann lést á sjúkrahúsinu daginn eftir.


La Virgen de la Cabeza

Það var athyglisvert að hlusta á Antonio tala um Meyjuna þeirra í Exfiliana. Mér var sagt að þetta hafi verið hefð í 800 ár en það voru greinilega smá ýkjur.

Ég las mig til um þetta og kemur á daginn að til eru tvær mismunandi sögur um uppruna hátíðarinnar

Fólkið frá Jerez segir að fyrir ca 300 til 400 árum þá voru 3 smalar með kindurnar sínar á vappi. Einn var frá Jerez og hinir frá Exfiliana. Meyju ímynd birtist þeim og sagði þeim að byggja kirkju á þessum stað sem þeir og gerðu. Eftir þetta var ávallt farið í göngu henni til heiðurs síðasta sunnudag Aprílmánaðar, annars vegar frá Exfiliana til kirkjunar og hins vegar frá Jerez til kirkjunar.

Hin sagan kemur frá Exfiliana og segir að fyrir 300 til 400 árum hafi smali frá Jerez verið á ferð og séð litla styttu af meyju útí náttútunni og fundist hún falleg. Hann ákvað að taka hana með sér og gefa dóttur sinni. Þegar hann ætlaði að gefa dóttur sinni styttuna var hún horfin. Hann fór því daginn eftir á sama stað í þeirri von um að hún væri þar og það reyndist vera. Hann tók hana því aftur og vafði henni inn í dúk og var viss um að í þetta sinn fengi dóttir hans þessa fallegu styttu að gjöf. Aftur var styttan horfin þegar að afhendingu kom og maðurinn orðinn mjög hissa. Hann fer því þriðja daginn á sama staðinn og sér styttuna á ný. Hann spyr styttuna hver hún sé og hvað hún vilji. Hún segir honun að hún sé La Virgen de la Cabeza og hún vill að hann byggi kirkju á þessum stað.

Hann gerir það en staðsetur kirkjuna skamman spöl frá þessum stað þar sem hann sá styttuna af meyjunni. Kirkjan hrynur tvisvar áður en þeir ákveða að byggja hana uppá nýtt nákvæmlega þar sem hún hafði birst manninum. Hún stendur enn þann dag í dag.

Þessi stytta hefur svo verið í vörslu hjá þessari fjölskyldu alveg síðan.

Mér finnst nú síðari sagan skemmtilegri.

Maður fylltist lotningu að sjá heimasætu þessarar sömu fjölskyldu koma labbandi með þessa sömu styttu í gegnum mannþröngina þar sem allir vildu fá að snerta hana og kyssa. Flestir sem snertu styttuna komu frá henni með tár í auga og allavegana djúpt snortnir. Það sama átti við um Antonio,Gabi og Maríu.


Chinglish

Það eru heilu vefsíðurnar tileinkaðar kínverjum sem skrifa lélega ensku. Oft er fyndið að lesa hvernig þeir beinþýða kínverskuna yfir á ensku ávallt með þeim árangri að erfitt er að skilja hvað þeir eiga við. Oft eru þetta skilti útá götu í kína, skilti inná lestarstöð eða matseðlar á kínverskum veitingastöðum.

Við skelltum okkur inn í kínverka búð sem staðsett er í Guadix. María var að leita af stuttu pilsi eða einhverju öðru sumarlegu. Á meðan hún var í mátunarklefanum biðum ég og Sebastian inní búðinni og rak ég þá augun í náttföt. Þau gripu athygli mína því þau voru golf náttföt með myndum á. Hmmmm....kannski eitthvað fyrir mig hugsaði ég. Ég fór að lesa það sem stóð við hliðina á myndunum á náttfötunum og hélt ég væri orðinn eitthvað geðveikur. Ég las aftur yfir textann og áttaði mig svo á því að þetta gæti verið skólarbókardæmi um chinglish (china og english blandað saman). Jú, vissulega. Á miðanum stóð made in china.

Mér er það um megn að skilja hvað þeir eiga við en það breytir því ekki að Ísland kemur einhvern megin við sögu á þessum golf náttfötum. Dæmi hver fyrir sig. smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Náttfötin góðu í heild sinniGoifIceland


Alonso

Það var horft á Formúluna í grillinu og margur spánverjinn spenntur fyrir Alonso. Ég tók það náttúrulega sérstaklega fram að ég héldi með Hamilton við lítin fögnuð viðstaddra. Það er almennt hatur í garðs Hamiltons á Spáni eftir kítinginn á milli þessara tveggja kappa. Til að núa aðeins saltið og skapa skemmtilegar umræður [lesist rifrildi og handapot í allar áttir] þá yfirlýsti ég því að Alonso væri búinn á því, útbrunninn, has been, washed out, eins og byrjun tímabilsins sýnir og sannar.

Svo leið og beið, margir mjög spenntir aðrið bara að chilla. Skyndilega datt á dauðaþögn og grímurnar á andlitum Spánverjana féll í gólfið. Alonso datt úr keppni. Úps. En leiðinlegt.

Heyrðu, þegar þeirra maður dettur úr keppni þá bara standa allir upp og fara að gera eitthvað annað. Það virtist enginn hafa áhuga á að fylgjast með keppninni eftir þetta. Þeirra maður farinn, þá fer ég líka. Það var ekki talað eitt stakt orð um keppnina eftir atvikið. sor lúsers.

jú heyrðu, 2 mínútum eftir að Alonso datt út heyrði ég að það væri víst bílnum að kenna og Alonso héldi áfram að vera besti ökumaðurinn. Svo ekkert meir.


Desert Springs

Eini völlur Evrópu sem er staðsettur í eyðimörk og er algjört möst að heimsækja ef þú ert í þriggja klst radíus og finnst gaman að spila golf.

Ég fann staðinn nokkuð auðveldlega og féll næstum í stafi þegar ég sá brautirnar koma í ljós á milli stórra kaktusa og runna sem fuku hjá eins og í gömlum vestra. Heimkoman að vellinum er kúl.

Það var óbærilegur hiti, ég var nánst einn á vellinum sem var frábært. Ég ákvað að taka bara kerru í stað buggy bíls og sé ekki eftir því. Mér finnst alltaf skemmtilegra að labba velli, maður fær meiri tilfinningu fyrir sál vallarins. Svo langaði mig líka til að labba nýju skónna mína aðeins til.

Eftir fyrsta upphafshöggið var ég strax orðinn sár þyrstur og sveittur sem selur. Á endanum drakk ég 4 lítra af vatni á þessum 4 tímum sem það tók mig að rölta völlinn. Ég hefði getað drukkið meira en þurfti að spara soldið á síðustu 3 brautunum.

Brautirnar voru mjög mjóar og eyðimörk beggja vegna sem gefur kannski í skyn að boltar séu auðfundnir. Fjarri lagi, það borgaði sig að vera á braut því allskonar jurtir og vesen leyndist utan brautar. Spilamennskan var ágæt en ekkert merkileg, upphafshöggin tóku sér frí í dag og sögðust ætla að koma til vinnu á mánudaginn aftur.

Á heildina litið voru þessar 100€ vel þess virði fyrir að spila þennan einstaka völl sem er yfirburðar kúl. Ég ætlaði líka að kíkjá Valle del Este sem sumir íslendingar virðast ekki halda vatni yfir en varð frá að hverfa sökum tímaskorts. Á hann bara inni.


Frí í Exfiliana

Erum nýkomin heim úr þriggja daga fríi þar sem við heimsóttum fjölskyldu Maríu úr ætt pabba hennar. Exfiliana er þorp sem er í 3 mín fjarlægð frá Guadix sem er bær og er skammt frá Granada. Amma hennar Maríu býr í þessu þorpi og sváfum við þar.

Við ákváðum að taka helgina snemma og fórum héðan kl 10 á föstudagsmorgni. Ég skildi þau tvö eftir í Exfiliana og keyrði sjálfur 2 klst lengra í austur til að spila 18 holur á velli sem er engum líkur í allri Evrópu. Hann heitir Desert Springs og er eini völlurinn í Evrópu sem er í eyðimörk í stíl við nokkra velli í Ameríku. Hann var ótrúlegur, meira um hann síðar.

Ég kom til baka kl 21 og borðaði með stórfjölskyldu Maríu sem þetta kvöldið samanstóð af mér, Maríu, Sebastian,tengdapabba Antonio, tengdamömmu Gabrielu, tengdaömmu Antoniu, bróðir Antonio Torcuato, konu Torcuatos Iluminada, bróður Antonios Pepe, konu hans Leticia.

Við horfðum svo á flugelda seinna um kvöldið þar sem um helgina var árleg hátíð þorpsins.

Á laugardeginum fórum við á markaðinn og keyptum sokka. Tjékkuðum á hátíðarhöldunum og um kvöldið var haldin eitt alsherjar grill að hætti Torcuatos. Þar voru um 20 manns.

Í dag fórum við með skrúðgöngu upp í fjall þar sem farið var með Meyjuna (la Virgen de la cabeza) í kirkjuna. Fólk frá öðrum bæ kom svo með sína Meyju á hestum og héldu til uppí hlíðinni. Fólkið tekur þetta allt mjög alvarlega og maður var eiginlega snortinn að sjá fólkið hamast við að fá að snerta Meyjuna og kyssa líkneskið. Þrátt fyrir að maður trúir ekki vitund á þetta þá ber maður virðingu fyrir svona hefðum sem gengið hafa áfram í aldanna rásir. Þessi skrúðganga hefur t.d. verið haldin síðustu 800 ár.

Eftir þetta þá var aftur grillað og nú voru mun fleiri mættir en bara fjölskyldan og það var mikið étið og mikið hamast í samræðum á milli spánverja sem nota hendurnar mjög mikið við að tjá sig.

Við komum svo heim kl 19 að spænskum tíma, öll frekar dösuð og fegin að komast til Mjása (sem btw er enn ekki búinn að fyrirgefa okkur fjarveruna).


Sumardagurinn fyrsti

Það var sannkallaður sumardagur á spáni einnig.  Byrjaði daginn á pútti og vippi á El Chaparal að vana því grínin á La Cala eru léleg. Var frá 9-13 fór svo 9 á evrópu og 9 á ameríku.

Spilamennskan var ekkert sérstök fyrri partinn þar sem 6 pör litu dagsins ljós, 2 skollar og 1 tvöfaldur skolli. Byrjaði hins vegar seinni 9 með krafti. Fékk örn á 1. og var kominn á tvo yfir. Fékk svo skolla en paraði næstu 4. Fugl á 16. og par á 17.

Ég var því á 2 yfir pari þegar ein par 5 hola var eftir. Ég stóð á teignum og hugsaði, set örn hérna þá næ ég loksins að fara hring á pari vallar. Tek tré þristinn og smelli kúlunni aðeins út fyrir brautina en í lagi. Á þvínæst 190 metra eftir í smá röffi og tek upp járn þristinn. Flengi kúlunni yfir vatnið,bönkerana og tréin og smyr hana 3 metrum frá pinna.    Vó....

Staðan var því orðin þannig að ég átti þriggja metra pútt fyrir erni á síðustu holunni til að leika á pari vallar. Smá pressa. Þar sem ég var að spila einn enn einu sinni þá hringdi ég í Maríu og útskýrði fyrir henni hvað var í gangi, svona til að hafa einhvern áheyranda og til að auka á spennuna. Lagði símann á jörðina með Maríu enn á línunni og mundaði pútterinn. Smellti kúlunni 2 cm hægra megin við holuna og ekki sáttur. Ce la vie

Lauk sem sagt hringnum á +1 með 1 örn, 2 fugla, 11 pör, 3 skolla og 1 tvöfaldan skolla. 28 pútt með eitt chipp in. 11 högg á braut (ásinn er ekki heitur sem stendur) og 10 hitt grín.

Hitti tvær íslenskar konur sem voru að spila á La Cala í dag. Gaman að því. Auðvitað þekkti ein þeirra mömmu (týpískt) þar sem hún var í sveit fyrir norðan. Magdalena Sirrý biður kærlega að heilsa þér mamma.

 

 


kata

ps. myndir á næsta leiti

Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband