Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Pé Ess

Spilamennskan í dag var ágæt, sveiflan var til staðar en mun fleiri mistök og lélegra skor fyrir vikið. Ekkert óyfirstíganlegt. Fyrri níu einkenndist af lélegum upphafshöggum. Fékk 1 dobbúl og 1 tripple skolla, 2 skolla, 1 fugl og 4 pör. Sem sagt 6 yfir eftir 9 holur. hmmm...tími til komin að spíta í, right?

seinni 9 voru eftirfarandi: skolli-par-par-par-par-par-par-par-par. yeah beibí.

Þetta var bara spurning um að stilla inná rétta hugarfarið. Í dag var meira svona afslappað andrúmsloft, var ekkert að reyna mikið að gefa í. Meira svona skemmtun með írunum. Enda líka búinn að æfa sem brjálaður væri í vikunni og var bara sáttur við það. Ótrúlegt hvað hugarfarið hefur mikið að segja. Himinn og haf að spila keppnisgolf á móti Gabriel, alltaf einbeittur eða spila á móti túristum með brandarann að vopni og kímni sem þokka.

Í dag var heitasti dagurinn síðan við komum hingað, eiginlega of heitt því maður svitnaði sem rostungur og ég fann að ég þurfti mun meira vatn í dag heldur en vanalega.

Núna er komið helgarfrí og ætla ég að helga hverri mínútu með minni elskulegu konu og syni.

ps. María keypti sér kjól í dag til að fara í giftingu frænku sinnar í maí og þegar hún sýndi mér hann þá missti hjartað mitt úr slag.

Gleðilega helgi.


Seim ól seim ól

Lífið gengur sinn vanagang hérna á spáni. Ég var útá velli í dag frá 9.30 til 18 og er svartur fyrir vikið. Ok, ég er bara rauður, en samt. bóndabrúnka dauðans.

María og Sebastian fóru til tengdó og saman fóru þau öll á danssýningu í Torremolinos. Það var víst mikil skemmtun og mikið stuð. En leiðinlegt að ég skuli hafa misst af því, ehem.Whistling

Í dag spilaði ég með 3 írskum piltum á mínum aldri og voru þeir mjög skemmtilegir og óheflaðir. Það var frekar erfitt að skilja þeirra þykka hreim og oft brosti ég bara og kinkaði kolli þegar þeir sögðu eitthvað sem ég skildi ekki. 

Hvað þýðir t.d. þetta:  a boh a bah

I bought a bike

Ég hélt fyrst að hann hefði kannski keypt tösku (bag) eða eitthvað slíkt. En þetta hafðist samt. Þeir splæstu vatni og veitingum á mig þar sem þeim fannst kunnátta mín á vellinum ómetanleg. Og buðu mér svo í hamborgara og öl á 19.holunni sem ég afþakkaði náttúrulega pent þar sem María og litli pungur voru komin til að sækja pilt.


Upphafshögg

Ég tók sem sagt eitt uppá 335 metra á 8.holu og annað á 18. holu uppá 315 metra.

Ég vek athygli á því að það var mjög góður meðvindur og 8. holan er í mjög góðum niðurhalla og sú 18. er í extreme niðurhalla (tiger woods ps2 extreme)

8.holan er par 5 þar sem ég fékk fugl en 18.holan er par 4 þar sem ég reyndi við grínið en endaði ca 20 metrum fyrir framan það. Vippaði 30 cm frá holu og léttur fugl.

Maður verður nú stundum aðeins að monta sig.

Djöfull er ég töff.


Nýjar Myndir

Vek athygli á nýjum myndum af litla kút á Dag Andalúsíu sem er frídagur og allt lokað. María fór með Sebastian til tengdó og fóru þau þrjú í labbitúr. Þau fóru á róló og sáu ýmislegt m.a. risa paellu og fleira skemmtilegt.

Stórsigur hjá íslendingum, svíagrílan unnin

Hver er kallinn?........The iceman.

Fór á range-ið í morgun og gékk vel.

Gabriel og ég tókum svo 18 á Evrópu þar sem ég vann með miklum mun. Landslide.

Hann trashtalkaði soldið áður en við byrjuðum eins og venjan er og ég leyfði honum það því ég vissi að það myndi bara setja aðeins meiri pressu á hann. Viti menn, hann fer holu 1 á þrem yfir á meðan ég para fyrstu fjórar holurnar. bem

Svo dettur hann í stuð og ég set þrjá skolla. jafnir aftur. Á áttundu sem er par 5 monster nær hann inná í tveimur og á eftir pútt fyrir erni. Ég fór í erfiða glompu í öðru höggi og bjóst því við að ná pari í mesta lagi. Ég slæ glompuhöggið 2 cm frá holu og fugl lítur dagsins ljós. Svo púttar hann fyrir erni en klikkar og erum við því jafnir fyrir 9. holu sem er par 3.

Báðir á gríni í fyrsta höggi með ca 20 metra pútt fyrir fugli. Hann þrípúttar og ég, the iceman, fæ auðvelt par. Ég fór sem sagt á +3 og hann +4. Tvær evrur fyrir mig

Svo til að gera langa sögu aðeins styttri þá fékk ég skolla-skolla-fugl-fugl-par-par-par-par-fugl. -1 staðreynd og leikurinn löngu unninn þar sem Gabriel reyndi að sækja aggresíft sem gékk enganvegin. Hann reyndi við grínið á dogglegg par 4 og þurfti á endanum að sætta sig við 9 á þeirri holu eftir þrjú upphafshögg. Gengur betur næst.

Þetta var sem sagt góður dagur þar sem ég endaði á +2 og með 27 pútt (11 á seinni). Vann 14€ af Gabriel og málið dautt.


Kettir

Humorous Pictures
Enter the ICHC online Poker Cats Contest!

Cough it up, pay the piper

Til að venja okkur við pressu og álagi þá höfum við farið að ráðleggingu þjálfara Gabriels. Núna spilum við sem sagt alltaf fyrir peninga. Það er alltaf eitthvað veðmál í gangi sem eykur spennustigið og pressuna.

Það er alveg ótrúleg breyting á hugafarinu við svona smá pening undir, maður er kannski að pútta 2 metra pútt fyrir 3€ sem hljómar lítið en hefur samt sömu áhrif og 300€. Kannski ekki alveg, en samt.

Það eru 2€ fyrir að vinna fyrri 9, 2€ fyrir seinni 9 og svo 3€ fyrir að vinna heildarskor á 18 holum. Svo er 1€ fyrir hvern fugl og 2€ fyrir örn. Svo þarf að borga 1€ fyrir tvöfaldan skolla og 2€ fyrir verra en það.

Þetta kemur skemmtilega út þar sem við fuglumst báðir til skiptis og svo ræðst hitt á ögurstundu við aukna pressu.

Hann vann síðast, en á morgun ætla ég að rýgja hann að skinni. Ef ekki þá verður hann allavegana húðflettur.


Í dag

Í dag fór ég á range-ið og var þar í tvo og hálfan tíma við slátt. Aðalatriði dagsin var ásinn, það gekk ágætlega. Svo var farið á Mijas golf að æfa pútt og vipp. Grínin þar eru miklu betri en hér á La Cala í augnablikinu. hence the trip.

Ég var sem sagt úti frá 10 til 17 í blússandi sól með enga sólarvörn. Haldiði að kelllinnn hafi brunnið. Ónei,,,,,,the iceman er orðinn svo tanaður að hann þoldi 7 tíma geisla eins og selur þolir vatn.

Á morgun veður svo aftur farið á range-ið frá 10 til 12 og svo út að spila. Gangi mér vel. 


Vigtin

Það er svo gaman á vigtinni hjá mér að ég fer að meðaltali 5 sinnum á dag. Nei, kannski ekki alveg svo oft en allavega 1 sinni á dag. Sebastian er farinn að herma eftir mér og skríður frá stofunni, upp stigann (2 tröppur) og inn á gang, inn á baðherbergið og sest á vigtina og fiktar í tökkunum.

Ég veit að ég á bara að vigta mig 1 sinni í viku en það er bara svo gaman að sjá grömmin fjúka að ég stenst ekki mátið.

Nýjustu tölur frá brussels eru....... 12.3 kg farinn í súginn.

Markmiðið er að koma til íslands 20 kílóum léttari. Bara 3 mánuðir til stefnu.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 153120

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband