Leita í fréttum mbl.is

Hellaður vindur

Já sæll. Fór á Hellu og það var kaldara en í gær plús brjálaður GALE FORCE vindur, sem gerir hitastigið náttla um 42 gráðum kaldara. Þar sem ég var mættur þarna eftir 70mín ferðalag þá tók ég nokkrar holur til málamiðlunar.

Tíið datt af á fyrsta teig og kerran var á fleygiferð. Ég náði samt alveg að spila fínt golf. Mér finnst í raun bara gaman að spila í svona rosalegu roki. Maður getur nelgt, kengbogið og misst kúluna algjörlega upp í vindinn. Allt í einu og sama högginu.

Ég fór brautir 1,2,3,4 og svo 15,16,17,18. Sex pör og tveir skollar. Sem er fínt miðað við aðstæður.

par,par,par,skolli,par,skolli,par,par.

Ótrúlegt en satt þá fékk ég par á þriðju holunni sem er hálfur kílómeter að lengd og beint á móti vindinum. Hún er kölluð flugbrautin. Þar náði ég að draga kúluna á móti vindinum í öllum höggunum og notaði ás, tré þrist, aftur tré þrist, lága áttu og pútter.

Ég sló sem sagt jafn langt með tré þrist(vanalega um 220mtr) og með 54°(vanalega um 110mtr) wedginum mínum. Sló 130mtr með báðum kylfum. Bara í sitthvora áttina. Í með- og svo mótvindi.

Í meðvindi á sautjándu, sem er par 4, drævaði ég yfir grínið sem gera þá um 300mtr. Svo tók ég annan bara upp á gannið og víkkaði stöðuna og nelgdi. Hann flaug 290mtr. FLAUG. Rúllaði ekki neitt. Bara verst að sá lenti rétt utan brautar í hólunum hægra megin og plöggaðist.

Núna er ég kominn heim, einum kálfa og tveim tám fátækari sökum kulda. Það var svo kalt að ég held að það hafi jafnvel slokknaði í eldgosinu sem var indeed við hliðina á mér. Mjög impressiv að sjá það spúandi upp reyk.

Þar sem ég barðist á móti vindinum á þriðju braut læddist að mér lúmskur grunur um að Guð[lesist Darwin] væri að verða eins árs og væri að reyna blása á kertið[lesist Eyjafjallajökull] á afmæliskökunni sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband