Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Hamborgarafabrikkan

Hamborgarafabrikkan er fínn staður. Við fórum í gærkvöldi og gefum þessum stað heilar 8,5 stjörnur.

Ég fékk mér númer 1 en Beta fékk sér Morthens sans bernaise.

Sennilega bestu hamborgararnir í bænum. Betri en á stælnum. Búllan er viðbjóður. Metro er ekki gott. Aktu taktu eru fínir en allt öðruvísi.

Staðurinn er flottur, þjónustan fín, þó það sé reyndar mikið að gera og slíkt en maður fyrirgefur það að sjálfsögðu.

Við lentum í 25mín bið og það er bara normið. Fyrstu dagana var tveggja tíma bið svo róaðist aðeins og í dag var mest klukkutíma bið sagði góður og hress veitingastjórinn við okkur.

Maturinn var fljótur að koma og Hinni (Blönduósingur) greinilega að standa sig vel í eldhúsinu.

Það eina sem ég set út á var borðið. Þetta er einhver koparplata sem er núþegar orðin mjög kámug og slísí. Svo fann maður actually koparlyktina þar sem maður sat þarna.

Allt annað var prima.

Simmi kom með drykkina okkar og horfði í augun á mér allan tímann. Svo tók hann við greiðslunni hjá okkur í lokin og aftur var hann upptekinn við að horfa í augun á mér. Hvað er málið með það!

Flottur staður sem maður mun pottþétt vilja fara aftur á við tækifæri.


I forgot your yogurt


Allt vaðandi í fuglum

Ég fékk minn fyrsta fugl í dag áður en ég kom á Hellu. Áður en ég hafði tekið eina einustu sveiflu. Ég klessti nefnilega á eitt stykki rétt fyrir utan Selfoss.

Ég vorkenndi honum í samtals 2 mínútur þangað til að ég komst að þeirri niðurstöðu að fyrst hann var svona heimskur að fljúga á bíl á ferð þá ætti hann nú ekkert sérstaklega skilið að vera til.

Hann hefði hvort sem er ekkert komist mikið lengra í lífsbaráttunni miðað við þróunarkenninguna.


+1 á Hellu

Er ekki að hata að hafa farið í golf á Hellu í dag. Solid spilamennska uppá +1. Það var blankalogn fyrri níu en vindur og kuldi seinni. Var á peysunni og ekki einu sinni með húfu á fyrri níu.

par,skolli,skolli,skolli,fugl,fugl,par,skolli,par = +2
fugl,skolli,par,fugl,fugl,skolli,par,skolli,fugl = -1

Ánægður með 6 fugla og sérstaklega 4 metra fuglapúttið sem fór örugglega í á átjándu við mikin fögnuð undirritaðs. Ég hrópaði ,,STRÁKURINN!!" með öllu afli, leit svo upp og sá tvo gæja vera að pútta á níundu holunni í 40mtr fjarlægð. Vúps....

,,strákurinn" virðist ætla að verða þemað í sumar. Hrópa þetta ósjálfrátt, get ekkert að því gert. Svo segi ég höstulega ,,draaasl" þegar eitthvað miður gerist.

Hringurinn í hnotskurn:
Ásinn var á eldi, Aldrei verið jafn solid með honum. Hitti öll upphafshöggin eins og ég vildi hafa þau. Ekki öll á braut (11/13) en samt á þeim stað sem ég vildi. Það eina sem ég get sett út á er hve ég er höggstuttur. Veit ekki af hverju. Kannski vantar bara meira sinnep í strákinn.

Löngu járnin góð, smá hökkt í byrjun sem gerði að verkum að ég þurfti að vippa soldið inná grínin, sem er ekki það besta í mínum leik núna og kostaði mig nokkra skolla. En annars voru þau góð.

Stuttu járnin hafa aldrei verið í jafn miklu stuði. Ég var að klína kvikindinu mjög nálægt. Nær en ég hef nokkurn tíman verið. Hitti 12/18 grínum.

Vippin eru ennþá í lamasessi. Er að æfa þau á fullu. Það kemur vonandi fyrir byrjun tímabils. Var bara með eitt up&down af fjórum tilraunum. Og svo ekkert sand save af tveim tilraunum. Bætið þessu við tvö þrípútt og þá ertu kominn með þessa sjö skolla sem ég fékk.

Pútterinn var góður í dag þrátt fyrir heil 34 pútt. Hljómar kannski skrýtið en mér finnst ég vera á mjög góðu reki með pæperinn.

Hausinn/rútínan og góða skapið allt á sínum stað.

Ps. strákurinn með back to back fugla tvisvar sinnum.


Höggbylgjur

Djöfull er magnað að sjá þessar höggbylgjur í gosinu. Þvílíkur kraftur. Örugglega svipaður, ef ekki meiri kraftur en þegar ég nelgdi kúlunni með fallega Taylor Made R9 ásnum mínum eftir þriðju brautinni á Hellu í dag.

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/vefur/20042010_myndir_omar.wmv


Moving up in the world

Þess má svo geta að ég er farinn að færast upp stigann í þessum heimi. Ég vann stigameistarann í púttkeppni í gær nokkuð örugglega ásamt því að vinna sigurvegara mótsins útá Leiru þar síðustu helgi með einu höggi.

Þeir báðir vildu rematch eigi síður en strax en ég neitaði þar sem 100% árangri var náð þetta kvöldið. Ein keppni, einn sigur.

Þannig rúlla ég bara.


Öskugolf

Ég er farinn í öskugolf á Hellu. Verð á fyrsta teig sirka um klukkan 12 ef einhver vill koma með. Það verður kalt. Það verður kannski rigning. En ekkert skal stoppa mig. Kannski ef rignir mönnum þá mun ég beila en annars ekki.

ps. er búinn að skrá mig í 1.maí mótið á hellu. Á teig kl 06:20 fyrstur manna. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er þetta eitt þéttsettnasta mót ársins og rástímar byrja klukkan 5 um morgun. Enn sem komið er er ég fyrstur út.


Golf á fimmtudaginn

Ég keppi í mínu fyrsta móti á fimmtudaginn. Mun bruna til Þorlákshafnar og taka þar þátt í Hótel Arkar mótinu. Er skráður klukkan 10:30.

Mig vantar einhvern til að spila með mér í holli. Nennir einhver að koma með?

Ég hef alltaf verið skotinn í þessum velli. Finnst hann einn af örfáum á landinum sem á rétt á sér sem alvöru völlur. Það er að segja ef hann væri rétt hirtur og í góðu standi. Sem hann sjaldnast er. En maður sér góðan potential í honum.


Pungurinn þriggja ára í dag

SEBASTIAN Á AFMÆLI Í DAG!!!!!!!!!

Vil nota tækifærið og óska prinsinum til hamingju með afmælið. Hann er þriggja ára í dag.

Ég horfði á hann opna litlu augun sín smátt og smátt í morgun. Þegar hann sá mig færðist yfir hann bros. Ég spurði hvort hann vissi hver ætti afmæli í dag. hann svaraði ,,Stefanía?", nei sagði ég ,,Björn Dagur?", nei sagði ég ,,hver þá?" sagði hann. Sebastian sagði ég og brosið hans breikkaði um nokkra millimetra í viðbót.

Hann var ekki lengi að slá um sig og sýna prímadonnu stæla. Hann vildi fara í ákveðin föt í tilefni dagsins. Hann vildi fara í gallaskyrtuna sína og í allt of stuttu gallabuxurnar sínar (cowboy þema í gangi?). Hann vildi vera með latabæjar derhúfuna sem litla frænka hans gaf honum í gær OG hann vildi fá djúsglas.

Allt þetta á fyrstu 5 mínútum dagsins.

Hann vildi syngja ,,drekalagið" í bílnum. Það er actually lagið ,,sticks and stones" með jónsa sem gert var fyrir dreka myndina sem er í bíó". Lagið var á rípít.

Við trommuðum með í bílnum í trommukaflanum og öskruðum úr okkur lungun. Sáum árekstur á leiðinni og urðum næstum bensínlausir. Fengum afmæliskórónu þegar við loks komust á leikskólann og fáum svo 16 manna spiderman köku heima á eftir og risa pakka með rafmagnsbíl frá pabba.

Það er ævintýri að vera þriggja ára.


KÖTT

ÉG VAR KÖTTAÐUR!

Senan mín í Réttur 2 í sjötta og síðasta þættinum var klippt sökum tímaskorts. Ég var sem sagt í senu þar sem Egill Ólafs var í réttarsalnum á móti Víkingi og Jóhönnu.

Það var svo mikið í gangi í þessum þætti að þau hafa þurft að klippa eitthvað út. Þau styttu Egils málið. Átti klárlega að fara alla leið í réttarsalinn en endaði svo bara með því að hún sýndi honum þessi skjöl.

Eða hvort ég hafi leikið svona ílla og skemmt senuna. Ólíklegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband