Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Úlnliður Þorlákshafnar

Orðinn góður í úlnliðinum og ætla út á Þorlákshöfn að spila. Það verður kalt og hvasst en maður er ekki íslendingur fyrir ekki neitt. Maður þekkir þetta.

Er búinn að vera að hvíla úlnliðinn í nokkra daga en æfði þó í gær. Vann m.a. stigameistarann í vippkeppni. Sem væri ekki frásögu færandi nema hvað að hann kenndi mér að vippa og nú er eggið að vinna hænuna.

Ætla að vera út í Þhöfn um hádegisbil svo einhver smá hiti verði kominn í loftið.

Vill einhver með?


Númeraplötur

Sá 5 MJ plötur í gær, 2 UN og eina ZZ. Enga fokkin LU númeraplötu en til að strá salti í sárið þá sá ég 6 RU plötur, sem að sjálfsögðu væru gildar sem LU ef ég talaði kínversku.

Við Beta erum nefnilega obsessed með að horfa á númerplötur. Síðustu vikuna erum við búin að vera fylgjast með þessu og MJ er afgerandi mest áberandi. UN soldið aktívt líka en LU er á undanhaldi.

Sem kemur mér mjög á óvart.

Beta hafði samband við umferðarstofu til að fá þessar upplýsingar svart á hvítu. En það kostar pening þannig að við fylgjumst bara með þessu.


taka þátt í könnun

Skil ekki hve fáir hafa kosið í núverandi könnun. Miðað við fjölda heimsókna þá ættu allavega að vera um 20 atkvæði eða svo.

Finnst fólki tær, eyru, hæll og litli putti svona rosalega sexí eða hvað?

Átta mig ekki á þessu.


Kick Ass

nei,nei,nei,nei....þið skiljið ekki.....Þið VERÐIÐ að sjá Kick Ass í bíó. Hún er friggin ooosom.

Hún er soldið Tarantíno in your face á köflum. En alls ekki alltaf. Það koma bara senur. Sem rokka.

Þið munið eftir spiderman klassíkernum þegar hann segir ,,who am I?........I'm SPIDERMAN!" Flott gæsahúðs sena.

Það eru nokkrar þannig í þessari mynd.

Golden moment..........."fuck this, I'm getting the bazooka" og "If somebody owes her a childhood, it's FRANK D'AMICO!!!!!" (öskrað af einum besta hollywood öskrara okkar tíma....Nick Cage)

og að sjálfsögðu

"who are you? I'm KICK ASS"

Þetta er stemmings mynd. Ekki fara á hana án þess að vera í stuði fyrir kick ass skemmtun. Þýðir ekkert að fara á hana með raunsæis gleraugun á nefinu og kaldhæðnis skónna reimda fasta á tásunum.

5 stjörnur af 5 því hún í raun fór frammúr væntingum mínum um skemmtun og stuð.

Ég mæli með að dána einu stykki af euroshopper energy drink fyrir myndina. Það skemmir allavega ekki að vera hyper.


Sunnudagur sigurs

Þetta var bissí dagur. Vaknaði klukkan 7 en snúsaði til 11. Fengum okkur bæjarins bestu klukkan 13 og átum pulsurnar á rúntinum og hlustuðum á Villa naglbít og spurningaþátt hans á rás 2 sem heitir ,,nei, hættu nú alveg". Klukkutíma rúntur þar sem þátturinn er einmitt það langur.

Sáum þyrlu í æfingu. Stoppaði nokkrum sinnum á rauðu ljósi til að hrækja upp slími sem hefur verið að gera sér hreiður í lungunum. Það þýðir að mér er að batna. Sem er vel.

Í eitt skiptið sem ég var að stoppa á rauðu þá opnaði ég bílhurðina og skyrpti út en stoppaði ekki alveg. Ég klessti því aðeins á bílinn fyrir framan. Það var samt ekkert mál. Þetta var jeppi með krók þannig að það sást ekkert á honum. En það kom pínu mishæð í númeraplötuna mína. Gæti annað hvort bara bankað hana til baka eða fengið nýja á skitterí.

Fórum í keiluhöllina í öskjuhlíð og tókum þrjá þythokkí leiki sem needless to say ég rústaði.

Svo sporðrenndi ég randalínu og horfði á LP busta Burnley. Hreinsaði blöndunartækin á baðinu. Át bolognese og horfði á How I met your mother og QI en erum nú á leiðinni í bíó á KICK ASS!


Ógrinn hann Pétur

Ævintýralandið í kringlunni stendur undir nafni. Það er ógeðslega skemmtilegt fyrir krakka og hentar afar vel til að halda ammæli og slíkt. Kostar bara 800 á krakka og málið dautt.

Við vorum bara fámenn, 5 krakkar og nokkrir fullorðnir ásamt öllum hinum börnunum í kringlunni.

Pétur mætti þarna með Hilmi son sinn. Pétur fittaði skemmtilega þarna inn með börnunum. Ef þú skerð ljón og skógarbjörn í tvennt, límir svo neðri partinn af ljóninu við efri partinn af skógarbirninum og eyðir tveim dögum í að kenna dýrinu að labba upprétt. Þá ertu kominn með rétta mynd af Pétri í ævintýralandi.

Hann ráfaði þarna um verandi svo stór eitthvað og bölkí like miðað við öll börnin sem þarna voru. Hann fór inn á klósett og ætlaði að þvo sér um hendurnar. Braut handfangið af krananum því, eins og þið munið, þá er hann eins og skógarbjörn að ofan í ævintýralandinu.

Nei nú ýki ég aðeins, hann lúkkaði ekkert eins og ljón slash skógarbjörn. EN hann braut þennan krana sem mér fannst frekar fyndið.

Þetta var svona sjálfvirkur krani sem byrjar bara sjálfur. Hann vissi það ekki og var eitthvað að reyna að vörka hann. Þar sem hann er svo massaður þá braut hann draslið bara af og stóð þarna eins og ílla gerður hlutur með eitthvað massívt járnstykki í hendinni, horfandi í kringum sig.

Hann er ekki kallaður Pete the meat fyrir ekkert.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 153093

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband