Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Amazon

Ég pantaði nokkrar bækur á Amazon um daginn. Þær eru in transit eins og skáldið sagði.

---Strange Fascination: David Bowie - The Definitive Story
But of course. Hvernig var annað hægt. Bíð spenntastur eftir þessari.

---I am Ozzy.
Ætti að vera áhugaverð lesning. Gæjarnir í Mötley sögðu meira að segja að hann væri svæsnari en þeir í ruglinu. Og þá er mikið sagt því aðrir rokkarar segja að Mötley séu fáránlegir.

Mötley sagði t.d. söguna af því þegar Ozzy vippaði slátrinu út fyrir framan heilt hótel af fjölskyldufólki og pissaði á gangstéttina. Fór svo á skeljarnar og sleikti pissið upp. Og ekkert mini sleikingar heldur eins og hann ætti lífið að leysa. Svo skipaði hann Nikki Sixx að gera slíkt hið sama. Þegar Sixx var búinn að pissa og ætlaði að sleikja þvagið upp þá henti Ozzy sér niður og sleikti það upp fyrir hann. Eins og ég sagði, case.

---Metallica: All That Matters
Obligatory lesning skilst mér. Þar sem maður var nú rokkari í leðurjakka(með hliðar kögri) á yngri árum þá er þetta bara skyldulesning. Likkan mar.....þeir áttu ágætis spretti.

---The Time Traveler's Wife
Þar sem ég var að panta bækur hvort eð er þá kíkti ég á það sem var vinsælast og remotely minn stíll og keypti það. Veit ekkert um þessa bók. Nokkurskonar blint stefnumót bara.


The Dirt

Ég er búinn með the Dirt sem er um Mötley Crue. Hún er snilld. Hún er fyrir alla sem ólust upp við að hlusta á hljómsveitir eins og Guns og likkuna. Þarft ekkert að fíla Mötley. Ekki fíla ég þá. Þeir sjúga feitan gölt. En að lesa um þá var mjög gaman.

Held að flestir á mínum aldri sem ólust upp sem rokkarar muni fíla þessa bók. Þegar maður var yngri vildi maður alltaf lesa um og kynnast þessu rokkara líferni. Hér er það beint í æð.

Ég tala nú ekki um ef menn fíluðu allar þessar hommalegu glamrokk sveitir eins og Poison, Whitesnake, Slaughter og Skid Row. Sem og sveitir eins og AC/DC, Aerosmith, Alice Cooper, Cheap Trick, Cinderella, Def Leppard, Hanoi Rocks, KISS, New York Dolls, Queensryche, Quiet Riot, RATT, Scorpions, T.Rex, Van Halen og W.A.S.P.

Allavega þá er ég byrjaður á Keith núna. Hún byrjar hægt. Hún verður að sjálfsögðu mun rólegri og líklega síðri bók en the dirt. But not to worry.....ég er búinn að panta á Amazon fleiri bækur.


I Dig-ta

Fór á Dikta tónleikana í gær. Þeir voru fínir. Cliff Clavin byrjuðu og voru sæmó. Svo komu Ourlives og þeir sökka svo mikið að ég veit ekki hvað.

Ekki nóg með að tónlistin þeirra sé ekkert spes þá er framkoman og tónlistarleikurinn svo veikburða að ég efa að þeir dugi árið út.

Það getur vel verið að þeir batni og gefi eitthvað flott frá sér í framtíðinni en þeir þurfa þá heldur betur að girða í pung. Ég spái þeim ekki glæstri framtíð. Weak ass shæt!

Svo komu Dikta sem voru Frábærir. Einfaldlega besta,þéttasta,flottasta og hressasta hljómsveit landsins í dag.

Ég þoldi ekki dikta hér áður fyrr og það sannaðist í kvöld af hverju það var. Þegar þeir tóku eldra stöff þá koðnaði allt niður hjá þeim. Fyrir utan Breaking the waves sem er gott lag.

Söngvarinn er hress sem kemur á óvart miðað við útlit. Bassaleikarinn er fáránlega fyndinn og skemmtilegur. Sennilega flottasti bassaleikarinn á landinu í dag. Nonni á húðunum er fallegur með eindæmum og gítarleikarinn er svo sem steinrunninn útí horni, sem er bara fínt kontrast við hina.

Maður var kominn í hús um klukkan 3:20 og fékk meira að segja að sofa út þar sem ma&pa sáu um punginn. Ske-nilldin ein.


Bíó rýni

Ég sá þriðju myndina í Stieg Larsson seríunni. Þessi heitir Loftkastallinn sem hrundi. Ég gef henni 3 stjörnur af 5.

Hún er soldið hæg og ég get ekki ímyndað mér að þeir sem ekki hafa lesið bækurnar og líkað vel við munu fíla þessas mynd.

Í raun eru allar myndirnar svipaðar að gæðum. Það er hlaupið á hundavaði yfir efnið og sleppt sirka 30% af bókinni.

Ég verð að grípa í klisjuna og segja að bækurnar eru mun betri en myndirnar. Það er eiginlega bara óumflýjanlegt. Sorrí.

Og ps...þetta er alls ekki mynd sem vert er að fara á í bíó. Maður sér hana bara heima hjá sér. Maður vill fara á stórmyndir í bíó en ekki svona lögfræðidrama.

En hey, alltaf gaman að fara í bíó og svona. Ég stútaði poppi,kóki,kit kat og kókómjólk. Það var hressandi.


Mr Quick Witted I presume!

Tók bensín á n1 á wall street sem er ekki frásögu færandi nema hvað....

Þeir sem lesa bloggið vita að ég hef skrifað um Mohammed(sem heitir reyndar Paolo) sem vinnur á n1 í ártúnsbrekkunni. Hann er karakter og kann ég honum skrýtna söguna.

Haldiði ekki að Paolo sé kominn með keppinaut.

Sá vinnur hjá sama fyrirtækinu nema bara í Borgartúninu. Þetta er frekar ungur gæji en öllu hressari en Paolo. Soldið vírd lúkkin og örugglega skjalfestur sem semí nörd ef út í það er farið. En vingjarnlegur.

Ég vatt mér að honum og áður en ég gat stunið upp orði, horfði hann í augu mér og sagði:

SN: Dæla 2 ekki satt?
Ég: jú, mikið rétt.
SN: Það gera 7 milljónir 3 hundruð þúsund og fjögurtíu krónur!
Ég: Já flott, skelltu því bara á þetta visa business, það ætti að kovera það (sagði ég óvenju quick witted og fáránlega beinskeittur)
SN: Ertu viss um að þú viljir ekki taka bara myntkörfulán fyrir þessu?
Ég: Jú, það væri kannski bara fínt, takk

Svo dó þetta samtal út þar sem ég borgaði þessar 7340kr sem ég skuldaði fyrir bensínið.

Þetta samtal er ekki ýkt. Þessi gæji var bara fáránlega hress og ég óvenju fljótur með viðeigandi tilsvör.

ps. ,,SN" stendur fyrir Semí Nörd. ,,Ég" stendur fyrir Íslandsmeistarinn


deiví bóví

Klassískt samtal milli mín og Sebas:

Senan: við í bílnum að hlusta á ipoddinn.

Sebas: Hver eretta?
Ég: Þetta er David Bowie
Sebas: Deiví Bóví?
Ég: Já, er hann ekki töff
Sebas: Deiví Bóví að sofa!
Ég: nú! (sagði ég og skipti á næsta lag)
Sebas: Hver eretta?
Ég: David Bowie
Sebas: aftur!
Ég: Já, fílaru ekki Bowie
Sebas: já

Svo rákumst við á suffragette city og hann varð instantlí aðdáandi "whem,bem,thank you mam" kaflans.

Hann syngur þetta reyndar aðeins öðruvísi. Það eru ýmsar útgáfur í gangi hjá honum.

,,Whem,bem, spiderman"
,,Whem,bem, superman"

uppáhaldið mitt er hins vegar

,,Whem,bem, peter pan"


A year in a day

Ég náði í Sebas kl 8 til Maríu þar sem leikskólinn var lokaður í dag. Við fórum í lundin í garðabæ. Þar sem ég var til 3 í nótt að lesa the dirt þá var ég þreyttur og tjáði drengnum það. Ég lagði mig og hann lék sér allt í kring þmt oná bakinu á mér. Svo vaknaði ég bara kl 12 með Sebas sofandi mér við hlið. Einfalt mál.

Góður lúr í morgunsárið og við orðnir eldhressir feðgarnir.

Við sporðrenndum því fisk og kartöflum og fórum svo beint á stúfana.

Fyrst í smáralindina, svo kringluna og loks í perluna á bókamarkaðinn. Honum fannst nú gosið í perlunni áhugaverðara heldur en bækurnar. Horfðum sirka á 5 gos.

Við hlustuðum eingöngu á David Bowie í bílnum, eða Deiví Bóví eins og Sebas kallar hann. Hann á sér uppáhalds lag með honum. Suffragette city. Þá sérstaklega útaf ,,wham, bam, thank you mam" kaflanum sem ég þurfti að endurtaka uþb fjögurhundruð sinnum.

Fórum svo í bakaríið þar sem pungurinn valdi sér sjálfur eitthvað stöff. Komum heim og hann át bara gúmmíbjörnin oná stykkinu og vildi ekki meir. Megrun?


Drakkar Noir

Ég og Tommy Lee eigum margt sameiginlegt skal ég segja ykkur. Báðir trommarar í eðli okkar. Ég keypti trommusett einu sinni þegar ég var yngri á 5000 kjéll. Trommaði sem ég átti lífið að leysa, ber að ofan og með leðurhanska.

Seldi svo settið á um 7000 kall.

En það sem mesta athygli mína vakti var að lesa um að þegar Tommy Lee puntaði sig upp fyrir stefnumót við Heather Locklear þá skellti hann á sig sama rakspíranum og ég notaði á sínum tíma.

Ég vissi ekki um neinn sem var jafn svalur og ég sem notaði þennan rakspíra. Hafði aldrei heyrt þetta nafn, né séð neinn, hvorki fyrr né síðar, sprauta þessu á sig.

Við erum að sjálfsögðu að tala um eðal spírann sjálfan, Drakkar Noir.

Eða, svarta drekan eins og þetta útleggst.


Fairway Pro

Er mjög mikið að pæla að kaupa mér Fairway Pro af keisaranum.

www.fairwaypro.com

Eftir þriðjudaginn þar sem ég tók 135 kúlur á klukkutíma verkjaði mig svo í vinstri úlnliðinn að ég fór að hugsa um fairway pro.

Um jólin kostaði þetta um 35þ en gæti hugsanlega hafa lækkað eitthvað í verði.

Þetta gætu verið góð kaup til lengri tíma litið. Ef maður færi í gegnum nokkur ár notandi fairway pro en ekki hakkandi í frosnar mottur yrði úlnliðurinn pottþétt glaður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband