Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Kennsla

Ég fór í 2 tíma golfkennslu í dag. Þar sem ég var íklæddur sérstökum fatnaði sem gerði það kleift að gera teiknimynda fígúru úr mér. Svo var sveiflan tekin upp og rannsökuð á skjánum frá 360°. Það er hægt að skoða allar hliðar, meira að segja neðan frá, til að fá góða yfirsýn yfir það sem maður er að gera rétt og vitlaust. Mjög kúl.

Svo var ég líka tekinn upp á venjulegt myndband og borinn saman við Trevor Immelman. Bæði þetta vídeó og svo teiknimyndavídeóið tók ég svo heim á DVD disk til að skoða sjálfur og eiga.

Það kom ýmislegt í ljós. Meðal annars að sveiflan mín er bara helvíti góð miðað við að hafa aldrei farið í kennslu. Það sem vantaði uppá til að ná réttri lengd og stöðugri feril var eftirfarandi:

Ýta vinstra hnéi útá við og hægra hnéi inná við í aftursveiflu þannig að hægri fótur réttir meira úr sér.

Hugsa um að handleggir í aftursveiflu eigi að vera aðeins flatari og sveifla meira í kringum líkamann í staðinn fyrir upp (meira baseball swing)

Ef ofangreint er rétt gert þá er ég kominn með hendurnar á réttan stað í aftursveiflunni og niðursveiflan getur ekki annað en ráðist á boltann að innanverðu í staðinn fyrir að hendurnar kastist út og ráðist á boltann að utan og skerist inn eins og 90% af fólki sem fade-ar boltann gerir. Fade-arar missta þannig ca 30% af lengd högga.

Núna byrjar boltaflugið beint og helst beint í staðin fyrir að byrja soldið til vinstri og snúast aðeins til hægri. Þannig voru mörg högg hjá mér sem gerði það að verkum að boltinn snérist mjög mikið (spinnaðist) í fluginu og drap alla lengd. Núna er þetta bara laser.

Það kom mér á óvart að upphafshöggin með ásnum eiga að vera mun líkari járnasveiflunni en ég hélt. Það eru nokkrar áherslubreytingar sem ég geri með ásnum en á heildina litið er sama fílísófía í þeirri sveiflu líka.


Finnar

Ekki miskilja mig en finnar eru leiðinlegasta fólk sem ég veit um. Ég hef ekki talað við einn skemmtilegan finna. Ég hef ekki séð einn skemmtilegan finna í sjónvarpinu.

Ég vann á hóteli. Þangað komu fullt af finnum. Enginn skemmtilegur.

Það kemur sá tími sem maður verður bara að trúa því sem maður hefur upplifað og dæma fólk eftir eigin reynslu. Ég get ekki farið eftir neinu öðru en eigin reynslu, þannig að......finnar

Nefnið mér einn finna sem er skemmtilegur. Plís.     Ég myndi gjarnan vilja fá dæmi sem sýndi hið gagnstæða við mína reynslu.

Mika hakkínen, kimi rækónen, mikael forsell, markus grönholm, jari litmannen. Allir leiðinlegir

Gefið mér svía, skota, kana anytime.....en finna......


Versta Martröð

Í dag varð að veruleika mín versta martröð. Ég mætti kl 10 uppá völl og púttaði líkt og vindur í 2 tíma. Setti allt niður og var heitur sem teitur. Skráði mig svo á teig kl 12 þar sem ég átti að spila með tveim meðlimum. Klukkan sló tólf en enginn mættur á teig nema ég, ok ekkert mál þá spila ég bara einn, bara betra. Viti menn, þá birtist fólkið sem átti teig kl 12:10. Þau voru þrjú og ræsirinn lætur mig því spila með þeim. Ekkert mál, gaman að spila með fólki EN.......

Kemur á daginn að þetta er fjölskylda. Pabbinn í appelsínugulum gallabuxum með krullur, konan í öllu bleiku og litli strákurinn virtist vera eina normal manneskjan. En þetta skiptir mig litlu máli, það sem var hræðilegt við þetta var að þetta voru finnar. saaaaaaaaaaarg.

EKki nóg með það heldur voru þau öll fótgangandi. greit.

Ég var náttúrulega á mínum buggy bíl eins og flestir sem spila þennan völl. Þeir sem fara fótgangandi eru annað hvort í leit að úber líkamsrækt eða finnar (eða þeir sem ekki vita betur, túristar etc...). Ræsarnir kalla þetta fólk "the walkers" .

Yes, mister Runarsson, I´m afraid I have to pair you up with these three walkers.

 


Sebastian

Sebastian vakti okkur kl 7:40. Ég fer að ná í hann þar sem hann er sitjandi í rúminu sínum skælbrosandi. Ég spyr hvort hann vilji koma og hann réttir fram hendurnar. Ég tek hann upp og fer með hann uppí rúm til okkar. Hann tekur snudduna úr sér og setur hana uppí mig og fer að hlæja. Ég hafði aldrei séð hann gera þetta en María segir mér að hann hafi gert þetta áður. dem.

Hann er engill.


Ráða í drauma

Mig dreymdi í nótt eftirfarandi:

Pavarotti var að syngja fyrir mig Caruso. Við vorum staddir inní olís bensínstöðinni á Blönduósi (sem er búið að loka núna). Hann stóð útá gólfinu syngjandi fyrir mig á meðan ég sat í rólu sem var fest í loftið og rólaði fram og til baka. Svo kom pása og við ætluðum að losa róluna úr loftinu (af krókunum) og það tókst en með þeim afleiðingum að við rekum róluna í ljósakrónuna og hún dettur niður og brotnar. Við lítum á Húna áhyggjufullir en hann kemur með lausnina sem er að ná í aðra ljósakrónu og setur hana upp.

Hvað þýðir þetta?


Nýjar myndir

vek athygli á þrem nýjum myndum. Fleiri munu fylgja í kjölfarið seinna. 

Box

Humorous Pictures
moar humorous pics

framför

Fór 18 á Asíu í dag og gékk ágætlega. Það jákvæða við þetta voru 13 pör. En því miður var bara einn fugl þannig að þetta small ekki alveg. Annað jákvætt voru bara 27 pútt sem helgast af því að ég hitti ekki mörg GIR (grín í réttum höggafjölda) þannig að ég átti oftast eftir stutt vipp.

Ég fann vel fyrir aumu tánni þannig að ég er löglega afsakaður Wink

Þegar ég vaknaði skoðaði ég tánna og var hún öll bólgin og forljót. Ég fór þá úr hinum sokknum til að bera saman við hina litlu tánna og leit hún alveg eins út. úps. Er greinilega ekki með fallegustu tærnar á markaðinum. Það gerir allt þetta golf. Whistling

ps. ég gleymdi að segja frá því að ég er fyrir löngu búinn að raka skeggið þrátt fyrir að hafa ekki spilað hring á pari eða betur eins og ég sagði. Ég nennti þessu ekki lengur. Mér fannst leiðinlegt að líta út eins og ílla reitt hæna, eða öllu heldur ílla reitt geit.


Spanglish

Ég fékk sennilega lélegasta hrós um daginn sem nokkur maður hefur fengið í gegnum aldirnar. Ég var að spila með 3 ungum írum þegar einn segir hve ágætlega ég tala ensku, en að það sé klárlega enska með skýrum spænskum hreim. Ég lít á írann og byrjað að hágráta, allavegana inní mér. Því seint hafa spánverjar verið taldir vera miklir enskusnillingar.

Ég viðurkenni það að þrátt fyrir að ég tali mun meiri ensku hérna úti heldur en á Íslandi þá einhvern vegin fer henni versnandi. Nú tala ég eingögnu ensku við fólkið í pro shoppinu og útá velli, því það eru allt englendingar og írar, en samt ryðgar enskan bara og ryðgar.

My ename is esiggi, ehow arr ju edúin


Ég vaknaði í nótt kl 3 til að redda Sebastian sem var eitthvað að kvarta yfir veðrinu undanfarna daga. Setti snuddu í drenginn og málið dautt.

Þegar ég svo ætla að hlamma mér aftur uppí rúm, í síðasta skrefinu rek ég litlu tánna í rúmgrindina harkalega. Einn af verstu sársaukum sem maður lendir í eru árekstrar við þessa helv...litlu tá.

Ég tók eina af mínum frægu dífum á gólfinu þar sem ég engdist um af sársauka. Veltir mér til hægri og svo til vinstri eins og ég ætti lífið að leysa. Þetta er gert aðallega í þeim tilgangi að dreifa huganum á meðan að versti sársaukinn líður hjá, en líka til að vekja umhyggju á nærstöddum.

María var sofandi en rumskar aðeins við lætin í mér á gólfinu og sér mig engjast um, veltandi fram og til baka. Hún horfir á mig undrandi, enn hálfsofandi þangað til að ég útskýri hvað hafi komið fyrir, hálf hvíslandi, hálf kjökrandi. Þá að sjálfsögðu fer hún að hlæja og þar sem heppnin var með í leik og ég hálf-búinn að jafna mig þá hlæ ég líka að þessu og við förum aftur að sofa.

Hvað er verra en að reka litlu tánni í? Reka hana tvisvar í á innan við fimm mínútum. Sem betur fer var ég sofandi fimm mínútum síðar.

Núna er ég aumur sem pera í tánni og er á leiðinni í golf. Alltaf fínt að hafa einhverja afsökun við lélegri spilamennsku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 153156

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband