Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

aðpara

Við spiluðum þrjár síðustu holurnar með 19 ára sænskri stelpu sem er hérna að æfa sig fyrir masters túrinn í Svíþjóð. Hún er með 2.6 í forgjöf og var á parinu þessar 9 holur sem hún fór. Ótrúlegt hvernig hún fór að þessu því ekki er hún högglöng en samt tókst henni einhvern vegin að koma sér á grínið í GIR eða rétt fyrir utan grín.

Maður þarf greinilega ekkert að rembast svona með þennan driver, bara koma boltanum á braut og vera góður með 5 járni og ofar. Einfalt.


Hringur í sólinni

Núna er tíðin góð á Spáni. Frábært veður og ég tek litinn sem indjáni væri.

Ég fór á range-ið í morgun og tók svo 18 holur á Asía með Gabriel.

Ég var kominn 2 undir eftir 3 holur en endaði 3 yfir eftir 9, eins og Gabriel. Fékk asnalegan tvöfaldan skolla á 6. holu sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Það er svo einfalt að fá skollana, átti snilldar upphafshögg en var of stuttur í 90 metra innáhöggi. 3. höggið var stutt vipp en sökum skorts á einbeitingu þá fór ég of mikið í jörðina. 4. höggið var því aftur vipp sem skildi eftir ca 2 metra í holu. 5. höggið pútt sem mistókst sökum lélegs ástands gríns. 6.höggið fór svo ofan í. bem.

Það er náttúrulega aldrei mín mistök sem kosta mig höggin. Það eru alltaf annað hvort kylfurnar eða ástand vallar. Að sjálfsögðu.

restin var par-par-skolli-par-dobbúl-dobbúl-par-skolli-par

Þessir dobbúllar eru ekki mjög vingjarnlegir. Skýringin á þeim er eitt OB og svo annað OB strax á næstu braut. Bæði vegna þess að ég stóð í halla í öðru höggi og náði ekki að framkalla þá breytingu á sveiflunni sem þurfti til að ná góðu höggi. Það má segja að ég hafi náð pari á seinni boltanum í báðum tilfellum. Svona er þetta, 2 léleg högg sem kosta 4 auka högg.

Ég endaði sem sagt á +9 með 31 pútt en Gabriel +5 með 31 pútt.

Járnin voru lala í dag og pútterinn heitur. Ásinn var svo kaldur að ég fékk kul í hvert sinn sem ég snerti hann.

Morgundagurinn verður tilhelgaður Ásnum.

 


Nýjar Myndir

Vek athygli á sizzlandi sjóðandi heitum myndum í albúmi 4

highlights: Seba dauðþreyttur, Seba í fýlu og hin sívinsæli gluggaþvottamaður


Torres

Sebastian hefur eitthvað á móti turnum.

Þegar ég byggi turn úr kubbunum hans þá hrindir hann þeim alltaf niður. Alltaf.

Þetta er reyndar mjög gott bragð því núna er hann stöðugt á ferðinni og ef maður vill ekki að hann flakki of langt þá byggir maður turn. Hann er kannski kominn hálfa leið úr stofunni þá kallar maður á hann og bendir á turninn. Þá snarsnýr hann sér við og skríður sem óður væri að turninum og hrindir honum niður.

Það er einnig mjög gott bragð að láta eitthvað auka ofan á turninn, eins og snuddu eða lítið leikfang, þá magnast skemmtunin um helming og niðurrif turnsins verður tvöfalt ánægjulegri en ella.


Lélegt

Rosalegt með þessa íslensku stráka sem eru að reyna að spila golf hérna úti. Það voru 3 gæjar í Portugal á einhverju mikilvægu móti fyrir stuttu og gátu ekki ras.....g...t. Þetta eru piltar sem eiga að heita okkar bestu spilarar. Þeir eru að koma inn á skorum sem eru um 5-15 yfir par.

Örn Ævar var á Hi5 Pro tour mótunum hérna á spáni ásamt nokkrum öðrum og gátu ekki neitt. Voru hreint ekki að sýna að þeir hafi verið í fremstu röð á Íslandi undanfarin ár.

Og þetta eru piltar sem fá góðan stuðning frá GSÍ og öðrum styrktaraðilum. Eru að fara í FRÍAR golfferðir/æfingarferðir út um allan heim, eins oft og ég raka mig. Næstum því.

 


The new swing

Skrýtið að sveifla með þessari nýju sveiflu. Betra flug, betra högg en bara þegar maður hefur verið að gera eitthvað alltaf í langan tíma á sama máta þá er skrýtið að breyta því einn tveir og þruma.

Finn strax mun á spilamennskunni. Er mun öruggari á boltanum með járnunum. Á samt eftir að stilla ásinn betur.

Gabriel og ég spiluðum Asíu í dag og vann hann frekar auðveldlega. Það var samt barátta á seinni níu þar sem hann vann með einu höggi.

Á morgun er planið að gera eins og í dag, að fara á range-ið ca 10 og taka tveggja tíma slátt. Taka svo 18 holur með Gabriel ca 12-13 á einum af þessum þrem völlum, Evrópu,Ameríku,Asíu. Við tékkum alltaf hvar traffíkin er minnst og förum þangað.

Núna er spáin góð eins langt og augað eigir. Sól eða sól/ský. Loksins. ´bout bloody time


Leðurblökur

Hér eru leðurblökur á sveimi fyrir utan svalirnar okkar. mjög spúkí. en spes.

Þær eru bara litlar, ekki eins og í myndunum.

Sebastian hefur það að atvinnu núna að skríða á eftir mjása og reyna að tosa/klípa/toga í hann. Þeir hafa báðir gaman af því þar sem þeir þurfa báðir á hreyfingunni að halda. Aðallega Mjási.

Annars er ég að fylgjast með Tiger vinna Cink í holukeppni. Hann er núna 4 upp eftir 18. Eiga eftir að fara annan 18 holu hring.


Í beinni

Við stilltum okkur fyrir framan tölvuna í gær kl 21 að staðartíma til að horfa á eurovision í beinni á netinu.  Það voru nokkrar truflanir á útsendingunni þannig að við nenntum þessu ekki. Vöknuðum heldur í morgun og sáum bara upptökuna. Allt crap lög nema dr.gunni,hó hó og mika lagið sem var fyrst.

Ég verð nú að segja að þessi gísli á uppsölum eða hvað hann nú heitir þessi skollótti þulur er ekki að gera sig í beinni útsendingu. Ekki það að hann geri sig betur í óbeinni.

Helvíti er ég neikvæður.

 Við horfðum á lord of the rings í staðin fyrir þessa útsendingu. ég sé núna að það var gott múv.


júróðslegt

Dómaraskandall.

Ég hélt með dr.gunna í 1.sætið og hó hó í 2.sætið og mika í 3.sætið

Ef einhverntíman væri viðeigandi að nota orðið viðbjóðslegt þá er það um þetta euroband sem sigraði. Ég get bara ekki með nokkru móti gúdderað að þau hafi unnið fair og skver. Það hlýtur að vera eitthvað svindl í gangi. no doubt.

 seriously...eurobandið....


Massi

Það var 82° C hiti hérna í morgun. Allavegana inní sánaklefanum þar sem ég var.

Fór í ræktina í morgun og svo í sánu þar sem ég var í 82° hita í 30 mín. Þeir segja að þetta sé hollt fyrir vöðva og húð. Ég trúi þeim. Mér líður alltaf mjög vel eftir sánu, bæði á líkama og sál.

Ég spilaði við Þjóðverja og Ástrala um daginn sem voru einhverskonar viðskipta félagar. Ástralinn var eins og Steve Irwin heitin (wild life gæinn sem dó) og þjóðverjinn var eins og blanda af Swartzenegger og Andrés líkamsræktar fitness manni.

Djöfull var þjóðverjinn hallærislegur. Það voru 4 kellingar að spila fyrir framan okkur og gerðu það mjög hægt. Svo hægt að þjóðverjinn kvartaði á öllum holum.

einu sinni reyndi hann að segja brandara á sinni bjöguðu þýsk/ensku. hann sagði:

Þjóðverjinn: What?

Ég: excuse me!

Þjóðverjinn: oh. they said something, but it was yesterday. HAHAHAHA

Ég: ókey

5 mínútum síðar fattaði ég hvað hann var að reyna að segja. Hann meinti að kellingarnar voru svo hægar fyrir framan okkur að ef þær segja eitthvað þá heyrist það á morgun.....ó hó hó


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 153093

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband