Leita í fréttum mbl.is

Versta Martröð

Í dag varð að veruleika mín versta martröð. Ég mætti kl 10 uppá völl og púttaði líkt og vindur í 2 tíma. Setti allt niður og var heitur sem teitur. Skráði mig svo á teig kl 12 þar sem ég átti að spila með tveim meðlimum. Klukkan sló tólf en enginn mættur á teig nema ég, ok ekkert mál þá spila ég bara einn, bara betra. Viti menn, þá birtist fólkið sem átti teig kl 12:10. Þau voru þrjú og ræsirinn lætur mig því spila með þeim. Ekkert mál, gaman að spila með fólki EN.......

Kemur á daginn að þetta er fjölskylda. Pabbinn í appelsínugulum gallabuxum með krullur, konan í öllu bleiku og litli strákurinn virtist vera eina normal manneskjan. En þetta skiptir mig litlu máli, það sem var hræðilegt við þetta var að þetta voru finnar. saaaaaaaaaaarg.

EKki nóg með það heldur voru þau öll fótgangandi. greit.

Ég var náttúrulega á mínum buggy bíl eins og flestir sem spila þennan völl. Þeir sem fara fótgangandi eru annað hvort í leit að úber líkamsrækt eða finnar (eða þeir sem ekki vita betur, túristar etc...). Ræsarnir kalla þetta fólk "the walkers" .

Yes, mister Runarsson, I´m afraid I have to pair you up with these three walkers.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband