Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
23.4.2011 | 15:52
óbilandi tryggð
Sebastian er sennilega einn öflugasti aðdáandi Sergio Ramos í Real Madrid.
Þegar Sebas og ég spörkum á milli eða erum bara að gera eitthvað fótboltatengt þá kemur alltaf ,,pant vera Sergio Ramos!".
Ég er hins vegar Barcelona aðdáandi, hef meira að segja komið á Nou Camp og alles.
Eins og allir vita þá missti Ramos bikarinn undir rútuna og hann stórskemmdist nú á dögunum
Ég sýndi Sebas atvikið á youtube fyrir skemmstu og hann vildi nú lítið gera úr málinu á þeim tímapunkti og fannst ekkert merkilegt.
Svo núna í dag þá barst talið eitthvað í þessa áttina aftur og ég sagði að Sergio væri bara klaufi og pínu kjáni að missa bikarinn.
Það sló á með þögn í aftursætinu. Svo eftir smá þá heyrðist veikburða titrandi rödd segja:
,,þú þarft nú að koma aftur til Spánar pabbi"
,,nú! af hverju?"
,,þú þarft bara að segja fyrirgefðu við Sergio Ramos!"
,,ha!"
,,Sergio verður bara leiður ef þú segir svona, segir að hann sé kjáni"
Ég var djúpt snortin við að heyra þessa óbilandi tryggð.
Ég bauðst því auðmjúkur til að hringja bara í hann og biðjast afsökunar.
Hann sættist á það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2011 | 12:08
græjur
Taylor Made R9 9.5° 422cc stilltan í Neutral með Fujikura Motore 65gr 45.25" stiff og 3.2 torque.
Ping G5 15° TFC 100F stiff
Ping G5 19° Prolaunch Blue stiff
Titleist 695MB 4-Pw true temper dyn gold s300 D2
Ping Tour 54°
Ping Tour 60°
Odyssey White Ice D.A.R.T. 370gr pútter
Callaway All Weather hanski
Titleist Pro V1x
Ecco Street svartur og rauður
nei bara sonna að perrast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2011 | 10:26
listin að fæðast uppá nýtt!
Skil ekki hvernig fólk getur verið hresst á morgnana. Ég þarf alltaf smá tíma til að jafna mig.
Ég held að fólk sem vakni hresst nái á einhvern máta að blekkja sjálfan sig. Ég vildi að ég gæti það.
Þetta er meira en að segja það. Líkaminn fer í algjört dormant state. Liggur í lámarks keyrslu í nokkra klukkutíma. Svo allt í einu bara BEM! byrja strax að vera hress! Ekki möguleiki.
Ef þú pælir í því þá er þetta eins og að fæðast upp á nýtt.
Bara mesta furða að ég skuli ekki bara grenja og orga í svona 10 mín eftir að vekjaraklukkan hringir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2011 | 10:08
Sumar
Það er spáð roki og rigningu eins langt og spár ná! Djöfull er það æðislegt.
Er samt að pæla að fara mýrina og slá nokkur högg.
Beta sagðist hafa vaknað í morgun við Lóu söng. Mér finnst það ólíklegt þar sem hendin á mér kann ekki að syngja og var sofandi í þokkabót.
Is this sumar? No, T-H-I-S.....I-S.....V-O-R!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2011 | 06:13
hress
Var svo þreyttur í gær að ég fór að sofa kl 22!
Hefur ekki gerst síðan í nam!
Vaknaði þess vegna kl 5
hress.is
Er að pæla að fara í sund, en nenni því ekki og ætla að skríða aftur uppí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2011 | 06:12
fiskur
Mæli með Fiskbúðinni Hafberg. Hún er við hliðiná Wilsons, hinu megin við götuna frá okkur í Golfskálanum.
Ég og Knútur gerðum díl við þá um að borða þar fisk gegn góðum afslætti.
Myndi að öllu jöfnu ekki gera það nema að þessi fiskbúð er öðruvísi. Þeir eru með veitingastað inn af búðinni. Og það mikilvægasta....það er engin lykt. Annars myndi ég ekki fara þarna inn.
Fæ dýrindis plokkara þarna með rúgbrauði og Bernaise á 1100kr. Sem er lala verð en málið er að þessi plokkari dugar mér í tvö skipti þannig að 550kr máltíðin er bara helvíti gott.
Það er athyglisvert að við hliðiná fiskbúðinni er Menntaskólinn við Sund. Það kemur ekki einn krakki þarna inn og borðar að sögn. Þeir fara allir í sjoppuna við hliðiná eða í skeifuna á Metro eða Subway.
Ég ljái þeim svo sem ekki. Þetta er ekki eitthvað sem ég venjulega myndi gera. Og hvað þá 15 árum yngri en ég er í dag.
gotta love sum plokkari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2011 | 08:59
Metallica: The Phantom Lord of the Opera
Það hefur borist í tal hversu osom það væri að gera Rock óperu úr sögu hljómsveitarinnar Metallica. Með það að leiðarljósi fór ég í smá hunt á netinu. Fann þessa líka fínu leikara sem gætu komið til greina til að túlka persónur sögunnar.
Kristján Sturlu og Beta höfðu lagt línurnar með Hammett en hina fann ég í gærkvöldi.
James Hetfield er leikin af Kiefer Sutherland
Lars Ulrich er leikin af Giovanni Ribisi
Kirk Hammett er leikin af John Leguizamo
Dave Mustaine er leikin af Mika Hakkinen
Cliff Burton, Jason Newsted, Bob Rock og Rob Trujillo eru leiknir af Many faces úr He-Man
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2011 | 22:20
Berdreyminn
Mig dreymdi Matteo Mannasero í síðustu viku. Fékk eiginhandaráritun(sem ég myndi aldrei gera) og spjallaði við hann í þessum annars óviðburðaríka draumi.
Þessi gæji vann svo mótið um helgina!
Svo dreymdi mig læknabústaðinn sem afi (héraðslæknirinn) og amma bjuggu í á Blönduósi tvær nætur í röð.
Viti menn. Afi hringdi í mig daginn eftir síðari drauminn!
Held að hann hafi sjaldan eða aldrei hringt í mig áður.
Talandi um að vera berdreyminn.
Bíð spenntur eftir næsta draumi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar