Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

pútt

Fór í fyrsta sinn í Hraunkot í langan tíma. Boltarnir flugu vel og pútterinn að virka ágætlega.

Fínt að byrja loksins að sveifla.


klúrt

Beta er að prjóna upp úr frönsku prjónablaði. Hún bað um aðstoð mína við að þýða og ég fór á google translate.

Það kom bara út einhver klúr ferskeytla!


Staðreynd dagsins

Staðreynd dagsins:

Gjemsinn þinn er með meiri reiknigetu en öll starfsemi Nasa árið 1969.

Við sendum sms og kíkkum á mbl.is en þeir sendu mann til tunglsins!


einn svangur

wIs7O

gúlliver

Horfðum á Gulliver´s travels í gær með Jack Black. Hún var ágæt. Fyrsta myndin sem Beta sofnar ekki yfir í langan tíma.

Myndin er ekkert stórvirki, en skítnóg sem afþreying.

Fær 3 af 5


Sebas

Sebas heldur uppá afmælið sitt í ævintýralandi í dag. Súperman terta frá félaga Bjarna frá kaka.is og fullt af öðrum kræsingum.

Hann fékk huuges racing track frá mér og Betu. Höfum verið að leika okkur í því. Hann er orðinn góður. Passar að keyra ekki of hratt í beygjum og slíkt til að þjóta ekki úr brautinni.

Annars á hann afmæli þann nítjánda


Pitturinn og folinn

Það heimskulegasta sem ég veit um er þegar einhver kaupir belti fyrir 20-30 þúsund krónur. Þegar þú sérð einhvern með Lindeberg merkið á sylgjunni þá veistu að eitthvað heimskulegt hefur átt sér stað.

Ég hef bara aldrei heyrt annað eins!

Í öðru sæti er sennilega að kaupa sér dýr sólgleraugu.

Ég meina....hver vill eiga friggin sömu sólgleraugun endalaust. Hef aldrei skilið það. Svo þarftu að passa þau líka svo rosalega vel svo þau brotni ekki.

Ég kaupi alltaf ný á sumrin, kannski 2 stykki, helst eitthvað funkí lookin. Hendi þeim síðan fyrir næsta sumar. Þannig þarf maður aldrei að vera með sömu friggin Ray Ban gleraugun endalaust.

I pitty the fool!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband