Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Elvis

Er að lesa ævisögu Elvis. Er búinn með eina og hálfa bók. Árið er '67 og Elvis orðinn staðnaður og leiður á núverandi gengi. Hann og The Colonel eru að keyra þessa maskínu áfram án nokkurra listrænna gilda. Gera bara hverja lélegu kvikmyndina á fætur annarri og eina tónlistin sem kemur út eru léleg soundtrack úr myndunum.

Hann er umkringdur gaurum sem eru gengið hans. Þeir eru hans ,,já menn" og gera allt fyrir hann. Fyrir vikið nær hann ekki að þroskast félagslega og er orðinn að freku barni sem ekki má yrða á og gengur um og spólar í allt kvenkyns sem hann kemst í.

Hann gerði augljóslega vel í byrjun og kom með nýtt og spennandi stöff. Núna er ekkert spennandi við hann.

Sjáum til hvað gerist á þessum síðustu tíu árum af Elvis sem ég á eftir að lesa.

Hann hlýtur að gera eitthvað meira! Eitthvað til að verðskulda þessa virðingu sem honum er sýnd í dag.


ræs

Ég fæddist aftur í morgun

tank on empty

Við endurstillum alltaf km töluna þegar við tökum bensín. Það er mjög þægilegt til að vita hve marga km hægt er að keyra í viðbót.

Við erum á 99 árgerð af Yaris þannig að þetta er ekki fídus í mælaborðinu.

Við erum oftast komin sirka upp í 510km þegar ljósið byrjar að blikka.

Núna erum við hins vegar komin upp í 570 og búið að blikka í tvo daga!

Daredevil!!!!

Þetta er gert vísvitandi. Svona rétt til að hækka þrýstinginn.

Spennufíkillinn ég.

Ég gúgglaði hve langan tíma maður hefur eftir að ljósið byrjar að blikka og fann flotta síðu.

www.tankonempty.com

Yarisinn ætti að duga í sirka 70km segja þeir.

Ætla á google earth og plotta 10km leið að næstu bensínstöð!

Livin on da edge!!!!


Metnaður

Tengdó gáfu Sebas m.a. fótbolta í afmælisgjöf. Svona alvöru ,,harðan" í hans stærð. Hann var rosalega ánægður og vildi eiginlega fara út og spila. Í þessu veðri.

Ég sagði honum þá að við þyrftum núna bráðum að fara skrá hann á fótboltanámskeið. Kannski hjá Val eða KR.

Sebas: ,,eða kannski bara Liverpool"

Mér líkar hvernig hann hugsar. Metnaður.

Svo minntist hann líka á Espana.

Þannig að ekkert Val eða KR kjaftæði á þessum bæ. Bara fyrst í Liverpool og svo beint í spænska landsliðið!


Ný könnun

Ég sé að miðað við síðustu könnun þá myndum við slefa í eina góða big band grúppu. Góð dreyfing á hljóðfæraleikurum sem lesa bloggið.

Ný könnun hér á hægri hönd.

Kjósið

Bless


Egg

Þá er það páskadagur.

Við földum eggið fyrir Sebastian. Hann er ekki alveg að fatta ,,heitur, kaldur" conceptið samt. Þetta tók allavega smá tíma.

Hann fékk gefins mjög stórt egg frá tengdó. Það var svo stórt að það voru tveir málshættir í því.

Eitthvað í sambandi við að maður getur ekki verið smiður í fyrsta sinn. Og eitthvað í sambandi við að verk þurfi að vanda eða eitthvað crap.

Honum var alveg sama. Hann slakaði bara súkkulaðinu í sig og er núna eiturhress á kantinum.

Svo er það matur hjá tengdó.

Case closed


Coupling

Erum að horfa á Coupling sem voru breskir grínþættir á árunum 2000 til 2004.

Hef horft á tvo þætti og líkar vel.

Mæli með þeim.


EuroSiggi

Ég held að það sé loks að frjósa í helvíti. Nokkrir apar flugu úr rassinum á mér. M.ö.o. hið ómögulega gerðist.

Ég er sammála friggin Reyni í eurovisionþættinum hans Palla!

Reynir er þessi feiti sem er algjört eurovision nörd.

Allavega....hann og ég erum gjörsamlega sammála með Aserbaijan.

Algjör FM957 froða en á eftir að grípa og verða vinsælt.

Topp þrír.

Klárt.

Þið heyrðuð það fyrst hér.


Völvugus

ég spái nú að valdatíð Barca fari pínu að ljúka og Real kikki verulega inn. Miðað við þróun mála þá spái ég nú síðasta deildartitli Barca í pínu tíma. Fyrst mun Real ríða rækjum svo önnur lið. Svo koma Barca aftur eins og gengur og gerist með allt. Gamla hringrásin.

Einnig spái ég því að Manjú taki titilinn í ár og komist upp í, er virðist þeirra eina keppikefli, nítjánda sigurinn. Eftir það mun Ferguson (besti stjóri sögu knattspyrnunnar) loks stíga niður því takmarkinu er þá náð.

Þá mun klúbburinn ganga í gegnum niðursveiflu og ég spái Liverpool titlinum allavega næsta ár ef ekki næstu ár þar á eftir.

Úrslitaleikur Barca og Manjú í meistaradeildinni mun verða ákveðinn lokapunktur í valdatíð beggja liða.

Ég finn einfaldlega eitthvað í loftinu. Hvort sem þú vilt kalla það ,,a great disturbance in the force" eða ,,the winds of change" þá er deffinettlí eitthvað að snúast.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband