Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
21.2.2009 | 21:44
Leiðist
Djöfull leiðist mér. Spænska sjónvarpið er náttúrulega viðbjóður. Ég er búinn að sjá allt á netinu. Sebas farinn að sofa. María horfandi á sjónvarpið. Búinn að lesa úr mér augun. Of gamall fyrir psp.
what to do, what to do.....................................................................................................................................................................................................................................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2009 | 19:17
fjósbrók
Eftir að hafa tekið þessar stíflu töflur þá bara er allt stopp. Snilld. Svo storka ég örlögunum soldið með því að borða ekkert í dag til kl 16 nema eitt twix. Ekki gáfað en hey, þeir kalla mig ekki siggi danger fyrir ekki neitt.
Rosalega er það mikil snilldar tilfinningin að hafa Sebas í topp formi. Hann er útum allt, hoppandi og skoppandi. kallandi mig Papa mííín, með monó í eftirdragi og kókó on the side.
djöfull er ég svangur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 14:50
Golf æfingar
Jæja, gat loksins farið að æfa mig og niðurstaðan er þessi: Púttin góð, vippin góð, járnin góð en ásinn sæmó. Hef allt mitt líf átt í erfiðleikum með ásinn og er enn ekki búinn að finna jafnvægi þar á.
Vinn áfram í því á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 22:17
Nýjar myndir
Loksins, loksins eru komnar nýjar myndir
þær eru margar.
Setti þær í albúm 10 sem er hérna í myndabloggi á vinstri hönd.
þetta er af ýmsu, aðalega spítalavistinn en svo líka af sirkús ferðinni.
again. þeir sem ekki hafa lykilorðið þá bara senda mér línu. Allir velkomnir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 21:25
Golf
Hmmmmm, hvernig væri þá að snúa sér að smá fokkin golfi. Spilaði síðast golf á laugardaginn og spilaði mjög vel. Ætla að æfa eins og ég get á morgun og sjá til hve Rota vírusinn hefur étið mikið inn á þolið.
Stefni á að taka mót á sunnudaginn. Hlakka til því það verður fyrsti hringurinn á La Cala síðan tja, í byrjun Janúar.
Nenni samt ekki að fara hugsa eitthvað neikvætt eins og "hmmmm oh ég er orðinn svo þreyttur, fokkin rota vírusinn"...EKKERT KJAFTÆÐI. Ég mun spila eins og maður í fullkomnu formi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 10:13
pungarnir
Við erum hér feðgarnir heima í morgunsárið. Leikum okkur sem best getum. Sebastian virðist vera nánast eðlilegur. Engin þreyta eða neitt slíkt. Eina óeðlilega var morgunmaturinn, hann kláraði kellogsið, tók svo tvö jógúrt líka. Tveim jógúrtum of mikið en ég ákvað að leyfa honum að borða eins mikið og honum sýnist.
Erum að horfa á barna jútjúb myndbönd á einni hlið skjásins á meðan ég brása netið á hinni hlið skjásins.
Eintóm hamingja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2009 | 10:50
Komin heim
Sebastian er kominn heim!!!!!!!!!!!
Honum skánaði mikið í gær og í dag var hann ferskur. Hann er farinn að borða þannig að engin þörf er fyrir næringu í æð lengur. Þess vegna var best að hann kæmist bara í sitt umhverfi og byrji að fara í sinn vanagang aftur.
Mikil ánægja ríkir og mjási gengur sigurhringi og nuddar sér í allt og alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 21:27
Braggi
Ég fór uppá spítala um kl 12 í dag og strákurinn virðist vera að braggast. Hann borðaði smá í hádeginu og lék sér smá. Svo át hann líka smá í kvöldmat og lék sér smá í viðbót.
Mjög Jákvætt.
Ég tók stíflutöflur til að þjappa aðeins saman þarna niðurfrá. Gerir það að verkum að ég geng minna niður. EN RTFAA ÞEIM MUN MEIRA. Guð minn almáttugur.
Er ennþá skrýtinn í maganum. Er að sjóða mér hrísgrjón og ætla að spæna þeim í mig.
í öðrum fréttum er það helst að bílastæðastríðið heldur áfram. Það ganga miðar á milli bílsins okkar og bílsins við hliðiná. Þetta er jeppi sem oftast leggur mjög nálægt okkar bíl og gefur okkur zero svigrúm til að fara úr bílnum. Við erum að tala um að við rétt getum opnað hurðina útaf veggnum, og svo mjakað okkur út. Engar ýkjur. Einu sinn fór ég út um skottið.
Hann er alltaf að kvarta yfir þrengslunum við OKKUR. Dæmigerður spánverji og hugsar bara um málið frá sínum bæjardyrum. Hann hefur pottþétt aldrei einu sinni tékkað á því hvort VIÐ værum með nóg pláss.
Ég skrifaði tvær blaðsíður til hans og reyndi að orða það eins barnalega eins og ég gat til að hans einfaldi haus með sinn litla heila gæti hugsanlega kannski skilið helminginn af því. IDIOT, GOSH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 08:41
crap
Varúð! aðeins þeir hugrökku lesið áfram.
Ég hef verið að fikra mig áfram með niðurgangsveikina. Borða hægt og rólega meira og meira í áttina að venjulegu fæði. Þóttist vera orðinn nokkuð góður í gær þar sem ég taldi að það sem gengur niður hafi þykknað örlítið.
Vaknaði svo með andköfum á slaginu 8:30 og tók tvö gígantísk skref inná klósett og, án djóks, var þar í 10 mín með stanslaus læti. Hljómar ekki mikið en 10 mín þar sem stanslaust gékk niður er talsvert skal ég segja þér.
Operation Backfire
Ég drakk því soldið vatn eftir á en það kom óðum aftur. Er sem sagt kominn í gírinn að þurfa að hlaupa á klóstið aftur.
Fékk mér morgunmat og viti menn. Þurfti að hlaupa á klóstið.
Í dag er akkurat dagurinn sem ég átti að vera orðinn nokkuð sæmilegur því ég þarf að vera einn með Sebas á spítalanum. Það verður skrautlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2009 | 08:20
Status Quo
Ástandið er svipað í dag og í gær. Engin framför. Ég er veikur heima og skötuhjúin eru á spítalanum.
Þetta var erfið nótt því ég var svo slappur í gær að ég svaf mikið. Út af því var ég mikið andvaka í nótt. Viðbjóður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar