Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Sofi

Svaf ílla í nótt og sebas vakti okkur svo snemma í þokkabót. Var ílla stemdur í morgunæfingunum. Sveiflan og allt til staðar en nenningurinn ekki. Hef því í kjölfarið ákveðið að taka mér frí seinni partinn og taka chill á þetta.

Horfði á Lipparana sigra gott lið Real Madrid og bara nokkuð sáttur við það.

Ef þú kíkir í orðabók og fléttir upp orðinu Refur þá sérðu vísan í orðið Evrópurefur. Ef þú svo fléttir Evrópurefur upp í orðabókinni sérðu mynd af Rafael Benitez.

Horfði svo á endurkomu Tigers. Hann er ágætur í golfi. Merkilegt samt hve þulirnir halda ekki vatni yfir minnstu tilburðum hjá honum. Take a chill pill segi ég nú bara.

Hann má ekki prumpa þá er það bara prump aldarinnar. "Vóóó, sáu þið þetta....hann leit til vinstri!!!!!!!! þetta var besta lit til vinstri ever".

Get a life. Jú hann er góður í golfi. Get over it. Hann gerði ekkert sem ég gerði ekki í gær á Lauro golf. SÆK........


Gott golf

Var mættur útá reinge kl 9 og æfði til 12:30

Átti svo teig kl 15 á Lauro golf og tók þar 25 holur.

Spilaði sem vindurinn og hef aldrei spilað jafn solid og jafnt gott ball striking golf.

Tók eitt 330 metra drive í meðvindi á miðja braut. Tók annað 318 metra í pínu meðvindi og drævaði aktuallí inná grínið þar á par 4 braut. Nokkuð sáttur. ÁSINN HEITUR.

Það sama má ekki segja um púttin en þegar ég drævaði grínið þá þrípúttaði ég fyrir auðveldu pari. Dem. who cares. 318 friggin metrar.

Var einnig mjög heitur með járnunum. Stuttum jafnt sem löngum. Smurði nokkur 150-180 metra högg mjög nálægt pinna. (eitt gimmie pútt eftir innáhögg frá 144 metrum)

Hitti öll grín nema 4, hitti allar brautir nema eina en var með voppin 35 pútt. pútterinn kaldur í dag.

eftir 18 holur var ég á pari en tók svo 7 í viðbót uppá grínið því ég hitti hringtorgagæjann aftur. Spilaði þær 7 holur á -2. Sáttur.

Í stuttu máli sagt, mér líður afar vel með sveifluna en stutta spilið má alltaf bæta. Vinn í því á morgun.


Hringur

Fór hring á Asíuvellinum og spilaði lala golf +3. Hélt ekki tölfræði.

Ekkert meira um það að segja.

Mjög fallegur dagur í dag og ég spilaði með tveim sænskum konum með 25 í fgj og svo einni breskri gamalli hefðardömu sem er með í kringum 35 í fgj og er sirka 65 ára gömul.

Hún er snillingur. Kurteisari manneskju hef ég aldrei séð. Hún er svona ekta bresk propper dama með alla siði og venjur á hreinu.

Ég verð samt að segja að það var frekar erfitt að halda einbeitingunni. Að spila með þessum dömum, 5 klst. Stundum þurfti sú gamla 3-4 högg til að ná hreinlega inn á brautirnar.


Obama

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þessi Obama algjör skíthæll. Allavega ekkert sérlega vinsæll hjá þessum ketti. Smellið HÉR


Rauða peysan mín

Þar sem heitt var úti þá fór ég úr rauðu peysunni og hengdi hana á vagninn. Var bara að chilla á pólóbol.

Tók svo eftir því að peysan hafði dottið af og var sjálfsagt sirka þrem til tvem holum fyrir aftan mig.

Ég hafði orð á því og var spurður, "er hún frá kína eða custom made" ég svaraði kína og þeir hlógu bara og sögðu mér ekki að hafa áhyggjur af henni þá. Djöfull voru þeir svalir, hringtorgagæjinn og kjötsalinn sem ég spilaði með.

Ég fór samt til hópsins fyrir aftan okkur og spurði hvort þau hefðu séð peysu á víðavangi.

"var hún rauð?"
Ég svaraði játandi og því vongóður að þau hefðu fundið hana og tekið með sér.
"nei, við höfum ekki séð hana"

WHAAAAT!!!!!!!!

Hvað meinaru!

Hvernig vissu þau þá að hún var rauð??????

Ég horfði steinrunninn á þau og velti þessu aðeins fyrir mér. Snéri svo við, gékk í burtu og hló. Þetta var svo súrréalískt. Eins og úr einhverjum sketch.

Ég lauk hringnum og sendi svo marshallinn út eftir henni, peysan bara frá kína hvort eð er, ekkert custome made.

Marshallinn var snöggur á golfbílnum sínum og fann peysuna á 10 mín


Fallegur dagur

Ó MÆ FRIGGIN GAD hvað dagurinn í dag er fallegur. Heitt en ekki of heitt, sól og sumarilur dauðans. Brakandi se-nillid.

Djöfull er ég sáttur við ákvörðun mína í morgun að bruna útá Lauro golf og verja þar deginum í golfi. Spilaði fyrst 18 holur og tók svo 6 holur í viðbót uppá fjörið. Er að reyna byggja upp smá þol eftir veikindin.

Spilaði þrusuvel. Mjög stabíll.

fugl,par,skolli,par,par,par,par,fugl,par = -1
fugl,fugl,dobbúl,par,skolli,par,par,par,par = +1

Samtals á pari vallar með 79% hittar brautir (allar nema 3), 84% hitt grín (15 af 18) og svo 30 pútt.

Helvíti sáttur bara. Þegar ásinn er góður þá skora ég oftast vel.

Spilaði með þrem gæjum. Einn þeirra ber ábyrgð á öllum hringtorgum Alhaurin de la Torre og götum bæjarins. Þegar það barst á góma var ég fljótur að taka í höndina á honum óska honum til hamingju með frammúrskarandi verk. Það er nefnilega eftirtektarvert hve fallegur bærinn er sökum vel skipulagðs gatnakerfis. Þeir sem þangað hafa komið vita hvað ég meina.


eitt í viðbót

svo ég bæti bara einu við púllara málið.

Það segir alla söguna að á meðan við skiptum nabir el Zhar inná á krúsjal mómenti til að vinni leik þá skipta manjú Carlos Tevez inná. Þar liggur munurinn á meistaraliði og öðru eða þriðja sæti.


Marnie Stern

Soldið heitur fyrir þessari, þ.e. tónlist hennar. Hún er kani sem shreddar gítar sem fjandinn. Soldið spes og ekki fyrir alla, en það er eitthvað þarna.....já, ekki frá því, það ER eitthvað þarna.

önnur plata hennar er góð. Spilar á allt sjálf nema trommurnar sem eru í góðum höndum einhvers gæja. Mjög töff.

Spái því að þegar þriðja plata hennar kemur út verði hún household nafn og verði mun meira mainstream (eitthvað fyrir KJ og tönnina, þeir höndla fátt annað). Komi með 1-2 hittara og spiluð soldið í útvarpi.

Þessi á eftir að verða fræg.

Þið heyrðuð það fyrst hér.


Ekki nógu sterkir

Það er ljóst að Liverpool eru hreinlega ekki nógu sterkir til að verða meistarar í ár. Það er á hreinu. Ágæt spilamennska en ekki nógu beittir. Þetta er samt fínt ár. Góður undirbúningur fyrir næsta ár sem verður vonandi einu sæti betra.

Sæll

María skutlaði mér uppá reinge kl 11 í morgun þar sem ég ætlaði að hita vel upp fyrir hringin á la cala seinna um daginn. Hún skildi mig þar eftir og fór ásamt sebas til Málaga á carnaval.

Svo fékk ég símtal kl 12 um að þeir hefðu aflýst hringnum og ég því fastur þarna uppfrá.

Nú, ég æfði því bara eins og motherfusker en samt soldið svekktur því það er kominn ansi langur tími síðan ég spilaði síðast á La Cala.

Spila bara næsta sunnudag.

Er að horfa á Liv-ManC og líst bara ágætlega á mína menn. Ekki mikið um færi en samt bara fínt hjá þeim. Erfitt að leika á móti liði sem stillir upp með 8 menn í vörn, 2 á miðjunni og 1 frammi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 153112

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband