Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Sígaunar

Það var margt um mannin á slysó í gær. Allskonar fólk. Meðal annars, sígaunar.

Ég reyndi að ota að þeim dollu af ora baunum en ekkert gékk.

Nei, í alvöru talað þá var þarna heil fjölskylda mætt útaf einu barni. Amman var rosaleg. Hún höndlaði hin börnin með harðri hendi. Hún var alltaf að segja við einn hve hann væri vondur. " þú ert svo vondur jose, mikið ertu vondur". Greyið jose. Þetta er mjög algengt hér á spáni. Við hins vegar bönnum allt slíkt tal við seba og bjóðum frekar uppá valkostinn "góður".

Málið er að þegar maður endurtekur sífellt eitthvað eins og ofangreint þá eru nú meiri líkur á því að barnið hagi sér bara eftir því. Nokkurs konar bessaleyfi til að halda áfram "vonskunni".

Það tók nú samt allan steininn úr þegar hún sagðist ætla að SLÍTA AF HONUM HAUSINN ef hann hagaði sér ekki. Þetta er ekki djók. Hljómar mjög hart á íslensku en er, I guess, aðeins algengara hérna.

Jose var nú ekki alsaklaus því eins og gefur að skilja þá var hann mjög óstýrlátur. Ekki nema furða, maður verður að vera harður ef maður á að lifa með svona ömmu.

Þessir sígaunar, gotta lov´em.


Ekkert svar

Sebas neitar enn að borða og hefur skotist úr 37,8 uppí 39 stiga hita. Greyið.

Ég er búinn að halda í mér í tvo tíma sem er jákvætt.

Ég sendi nefnilega epli þarna niður með áfastan miða sem á stóð "hvur djöfullinn á þetta eiginlega að þýða". Bíð svo eftir svari þegar eplið kemur aftur til baka. Enn ekkert svar.

Er að drekka næringu í munn. Hjúkkurnar sögðu mér að þetta væri bara vatn með smá sítrónu og sykri í. Þannig að það er málið greinilega.


RS vírus

Sebastian er með Róta-vírusinn eða RS vírus. Hann liggur enn með næringu í æð og María er hjá honum. Ég fór uppá spítala í morgun og komst fljótt að því að ég er einnig með þetta drasl.

Allavega eitthvað sem lætur mig ganga niður og æla öllu (and then some) samstundis. Þannig að ég ákvað að fara bara heim og liggja fyrir.

Djöfull var ég tæpur á því á heimleiðinni. Rétt skreið inn fyrir dyr og allar flóðgáttir opnuðust.

Þambaði því vatn, sirka einn lítra, sem var ágætt þangað til að ég skila því öllu aftur.

Það er allavega gott að við vitum hvað hrjáir Sebastian. Hann er undir læknishöndum en er samt mjög slappur.

Það er minna mál með mig því ég er nagli og tek þetta bara standandi eins og kelling [skrifar sigursteinn og hniprar sig aftur saman í fósturstellinguna og byrjar að kjökra eins og smábarn]


Næring í æð

Litli byrjaði að æla í gær og var ansi duglegur við það. Svo mikið að eftir að niðurgangurinn byrjaði þá varð hann frekar slappur kallinn. Mjög dasaður og ekki með sjálfum sér.

Það er hrikalegt að horfa uppá barnið sitt sem er svo mikill ærslabelgur út um allt skyndilega þagna niður og horfa á mann sombí augum gjörsamlega hreyfingarlaus.

Hann var kominn niður á síðustu dropana af orku og vökva þegar við fórum með hann á slysó.

Hann fékk næringu í æð og þar sátum við í marga klukkutíma á meðan hann svaf bara á meðan þetta seitlaðist inn.

Það var sennilega ein hamingjusamasta stund míns auma lífs þegar hann vaknaði og byrjaði að tala við okkur með opin augun. Það var ekki merkilegt, en það snérist eitthvað um að mjási væri heima og að mjási mætti ekki fara út.

Hann er enn á spítalanum og María sefur með honum yfir nóttina.

Vonandi verður morgundagurinn betri en dagurinn í dag


Nótt niðurgangsins

Í nótt var litli stöðugt niðurgangandi. Drengurinn lekur. Hann drakk líka vel af vatni en ældi því jafnóðum aftur út.

Svo kl 5 drakk hann aftur vel af vatni og hélt því inni. Núna er langt síðan hann borðaði eitthvað og þ.a.l. gengur lítið niður.

Hann er mjög veiklulegur og dottar bara við og við.

Við ætlum að sjá hvort hann vill eitthvað smá í gogginn á eftir.


Júrócrapisíon

Jú jú, lagið er undurfagurt. Fallegt fram úr hófi

EN

Hvar er húkkurinn?

Það er ekkert þarna sem kveikir í manni. Enginn Neisti.

Ég er nýbúinn að hlusta á það og man ekkert eftir því.

Hvar eru skemmtilegu lögin, lögin með neista.

ÉG ætti að senda inn í þessa keppni......ég er allavega með nokkra húkka í kokkabókunum. Með húkkana á lager I tell yee.

Ekki spurja aððí....húkka í massavís.

Næsta ár verður Siggi Iceman með húkk-tation dauðans í júrócrapisíon. Það verður ekki fallegt, það verður ekki vel gert. En hey, andskotinn hafi það, það verður húkkur í því.


international

úúúú, nóttin er ung. Kallinn búinn að niðurgangast aftur.

hver sagði að ástin væri international.....ælupestin er international.

heyrði nefnilega að pestin væri líka á Íslandi.


Siggi sirkús

Fór svo í mat til tengdó eftir golfið. Hafði lítinn tíma til hvíldar þar sem María fékk þá stórgóðu hugmynd að fara í Sirkús.

Við fórum því, ég, sebas, maría og gabí inní Alhaurin de la Torre og keyptum okkur inn á shówið.

Ég sat með drenginn í kjöltunni og fann hvernig vindgangurinn eftir matinn þyrlaðist niður. Frábært hugsaði ég, losa um þetta strákur, flott hjá þér, þú lærðir af þeim besta. Svo finn ég hvernig hægri hendin á mér snar blotnar öll. Ég lít á Sebas sem er að æla þvílíkum gusum beint á keppann. Þrjár gusur útum allt. Greyið.

Honum var alveg sama og þar sem ég rétti Maríu drenginn sá ég hvernig hann sleit ekki augun af skemmtiatriðunum. Á meðan var ég nánast að drukkna í gulri ælu upp fyrir haus. Sem betur fer var myrkur og allir að horfa á kallinn í hringnum. Við bara færðum okkur um sæti og byrjuðum að þrífa mig aðeins og merkilegt nokk þá var ég bara þokkalegur miðað við magnið sem fór á mig. Sebas og hinir í kring voru í góðum málum.

Sebas skemmti sér konunglega og japlaði á seríóinu sínu og drakk vatn.

Svo kom trúður á sviðið og vildi fá áhorfendur í sjóvið. Auðvitað var ég valinn þar sem ég stend soldið út, hár, myndarlegur með blá augu. Ég var settur í miðjan sirkúshringinn þar sem ljósið var svo heitt að ælugufurnar þyrluðust upp úr blettóttum fötunum. Næs.

Ég var látinn leika eitthvað með tveim öðrum og mitt hlutverk var ástfanginn elskhugi. Mér fórst það einkar vel úr hendi og orðið á götunni er að sjaldan eða aldrei hafi sést jafn safaríkt performans í Andalúsíu síðastliðin 57 ár.

Við tókum myndir og meira að segja með litlu tígrisdýri sem gékk á milli áhorfenda. Fjör og almenn skemmtilegheit í sirkús sigga smart.

Svo ældi pungurinn aðeins meira í bílnum (seríósið). Ég var parkeraður í miklum niðurhalla og maría og gabí farnar út úr bílnum. Skyndilega heyri ég gurgle hljóð og strákurinn var að drukkna í ælu því hann hallaði soldið aftur á bak. Þá kom föðureðlið bersýnilega í ljós þar sem ég reif í drenginn með hægri, flautaði með vinstri og hrópaði á Maríu sem var þarna í 10 metra fjarlægð. Ég reif svo fast í hann að greyið fór að hágráta, sem ég var bara sáttur með. Betra það en hitt.

Svo komum við heim þar sem hann ældi aðeins meira. Það skrýtna við þetta er að honum er slétt sama. Kvartar ekkert. það er eins og þetta sé honum bara léttir. Sem er lógískt.

Svo var hann kominn í náttfötin þegar við fundum þessa líka yndislegu stóðhesta crap-it-í viðbjóðs fýlu. "MARÍA, ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞÉR AÐ SKIPTA"

Þegar ég segi drulla þá er það understatement. Liquid-tation dauðans. Litla greyið sem aldrei kvartar var þarna að losa sig við allt draslið í einu, tja, einum rembingi. Þetta var ekki bara uppá bak, heldur náði svo langt að það var líka í hárinu. Vamos, strákurinn klæddur úr öllu og beint í sturtu.

Hann er svo þreyttur og búinn á því að honum var slétt sama og fór bara í ný náttföt og lokaði augunum strax þegar í rúmið var komið.

Við verðum á vakt í nótt. Soldið stressaður yfir annari ælu eða einhverju verra.

litla greyið


Sænsk sveiflu árás

hvar á að byrja, hvar á að byrja......

tók æfingarhring á Lauro og spilaði vel. Byrjaði á klaufa þrípútti því hraðinn á grínunum þarna kom mér á óvart. Pjúra vanmat, eftir að hafa verið á El Prat finnst mér allt annað vera sveitó.

skolli svo 7 pör og loks fugl. Fyrri níu á pari.
Seinni níu voru ágætar. Fugl-par-fugl og kominn tvo undir eftir 12. Það voru bara þrjár brautir þar sem ég strögglaði aðeins, rangt kylfuval og svo tvö léleg högg sem kostuðu mig skolla, dobbúl og skolla. Endaði á +2 en get bara verið nokkuð sáttur með þokkalega stabíla spilamennsku.

86% hittar brautir og 67% hitt grín með 32 púttum.

Spilaði fyrri níu einn en með gömlum sænskum hjónum seinni níu. Á tíundu þá sló kallinn beint í vatn. ok, bjóst ekki við öðru. Svo fór kellingin á rauða teiginn og undirbjó sitt högg. Ég stóð þarna rétt hjá og fylgdist með. Allt í einu dauðbrá mér þar sem konan byrjaði sveifluna. Mér fannst eins og hún væri að fara ráðast á mig. Nei, nei, svo sló hún bara kúluna(beint í vatn) og gékk áfram.

Ég stóð grafkyrr og pældi í því hvað hafði gerst. Þá var kellingin bara með svo rosalega ljóta sveiflu að ég, í alvöru talað, hrökk í kút þegar hún byrjaði. Engu líkara að hún væri að fara ráðast á mann. Mjög fyndið. Eftirá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband