15.2.2009 | 23:52
Næring í æð
Litli byrjaði að æla í gær og var ansi duglegur við það. Svo mikið að eftir að niðurgangurinn byrjaði þá varð hann frekar slappur kallinn. Mjög dasaður og ekki með sjálfum sér.
Það er hrikalegt að horfa uppá barnið sitt sem er svo mikill ærslabelgur út um allt skyndilega þagna niður og horfa á mann sombí augum gjörsamlega hreyfingarlaus.
Hann var kominn niður á síðustu dropana af orku og vökva þegar við fórum með hann á slysó.
Hann fékk næringu í æð og þar sátum við í marga klukkutíma á meðan hann svaf bara á meðan þetta seitlaðist inn.
Það var sennilega ein hamingjusamasta stund míns auma lífs þegar hann vaknaði og byrjaði að tala við okkur með opin augun. Það var ekki merkilegt, en það snérist eitthvað um að mjási væri heima og að mjási mætti ekki fara út.
Hann er enn á spítalanum og María sefur með honum yfir nóttina.
Vonandi verður morgundagurinn betri en dagurinn í dag
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar elskurnar mínar. Vona að nótti hafi verið góð. Hugsa mikið til ykkar. Erfitt að vera langt í burtu þegar svona stendur á.
kveðja Mamma
Rósa Margrét (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:09
Hilmir lenti í þessu í fyrra þ.e. að fá vökva í æð en það var ekki fyrr en eftir nokkra daga.
Kemur á óvart að Spánverjarnir hafi gefið honum í æð svo fljótt en það er vel.
Pétur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:42
æi litli kútur.. leyfið okkur að fylgjast með, skrítið ég var einmitt svo mikið að hugsa til ykkar í morgun, þá vissi ég ekkert af þessu. En gott að hann fékk strax næringu í æð, knúsaðu hann frá okkur.
kv kata
Kata guðmóðir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.