Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 18:58
Kominn
Núna er ég kominn heim til Spánar í drulluhitann sem umlykur allt. Þvílík molla. Maður svífur um í hitamóki og reynir að hreyfa sig sem minnst.
Það var frábært að knúsa Maríu og Sebastian loksins eftir margra vikna fjarveru. Hann er orðinn ótrúlega stór og kann ýmsar nýjar kúnstir.
Bloggið datt niður og sörverinn bilaði þannig að allar myndir eru dottnar út. Ég set inn nýjar og ferskar í staðinn þegar maður er kominn í smá ró.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 20:53
mótið búið
Mótinu er lokið og ég endaði í 61.sæti og er ekki sáttur við frammistöðuna. Spilaði vel nema hvað ég fékk sprengjur á hverjum hring og eyðilagði skorið þannig.
annan daginn fékk ég fjórbúl á 17. Þriðja daginn fjórbúl á 17. fjórða daginn tribbúl á 15. Þarna eru komin 11 högg sem er nokkurn vegin sá munur sem að skilur frá ásættanlegum árangri og þar sem ég endaði. Hefði endað í 30 sæti ef þessar sprengjur hefðu ekki litið dagsins ljós, en svona er golfið, maður tekur því.
Ef við skoðum punktana þá endaði ég í 18 sæti af 101. Topp tuttugu....keeellllinn
nokkuð merkilegt með þá kristján sem vann mótið og hann Heiðar sem var í umspili og bráðabana við kristján. Þegar ég mætti til eyja heilum 4 dögum fyrir mót þá var enginn á vellinum nema ég,kristján og heiðar. Það var ekki fyrr en tveim dögum síðar sem menn byrjuðu að láta sjá sig og svo daginn fyrir var allt kröggt.
Þannig að þessir tveir menn voru greinilega vel undirbúnir fyrir völlinn. Ásamt mér.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2008 | 20:10
19.sætið
19.sætið staðreynd!!!!!!!!!!!!!
ég kíkti að gamni á stöðu manna ef litið er á punktafjölda og haldiði ekki að kelllllinn sé í nítjánda sæti, einu sæti verri en Örn ævar.
Er ekki alltaf verið að leggja svo mikla áherslu á þessa blessuðu punkta.......punktaðu þá þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 19:25
3.dagur
náði köttinu í gær og spilaði þriðja hringin í dag. Í dag spilaði ég vel fyrir utan eina holu. 17 holan sem er par þrír er ekki sú vinsælasta hjá mér. Á tveim dögum hef ég farið hana á 8 yfir pari. 7 báða dagana OG EKKI EINN BOLTI Í SJÓINN. Þetta var bara vesen með grínið þar sem ég fjórpúttaði báða dagana. Soldið erfitt grín í þessum vindi.
Ég er ánægður með spilamennskuna í dag, plús 7 með þessum fjórbúl á sautjándu. Nokkur löng fuglapútt cm frá og vildu ekki detta.
Er 26 yfir pari eftir þrjá daga sem er mikið mun meira en ég hélt fyrir mótið. Hefði verið sáttari við 18 yfir (8 höggum minna). Það væri 36.sæti í staðin fyrir 59 sætið. Svona er lífið.
Það var sýnt beint frá mótinu á sýn í dag kl 15 og verður aftur sýnt á morgun.
Tek þetta með einari á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 18:56
1.dagur
kom inn á +8 og spilaði ílla í dag. Alveg ótrúlegt hve maður hrekkur úr gír við að vera í móti. Maður er ekkert stressaður það er bara einhver önnur tilfinningin í sveiflunni og maður er meira var við fólk í kringum sig og þ.a.l. minna einbeittur. Ég veit það ekki. Ég reyni að ströggla í gegnum þetta á morgun.
tók skolla á fyrstu þar sem upphafshöggið misheppnaðist. Á annari setti ég 10 metra fuglapútt oní. Skolli á þriðju vegna lélegs innáhöggs. Par-par svo skolli á sjötti eftir þrípútt. Skolli á sjöundu. Par-par.
+3 eftir fyrri níu.
Svo komu 6 skollar í röð. Skolli á tíundu vegna þrípútts. Á elleftu missti ég 2 metra pútt fyrir pari. Tólfta í bönker og náði ekki að bjarga. Þrettánda innáhögg með blending (erfiðasta brautin) tókst ekki alveg. Fjórtánda þrípútt. Fimmtánda of stutt innáhögg.
Svo loks rofaði til og ég rétt missti fuglinn á sextándu. Rétt missti fuglinn á sautjándu. Reyndi við grínið á átjándu sem er par fimm og rétt dreif yfir vatnið, vippaði meter fyrir ofan pinnan (sem er algert nó nó á þessu gríni), rétt andaði á boltann og það leið yfir hann í holuna og fugl á síðustu holu dagsins.
+5 á seinni níu.
Er í 49-56.sæti af 101. Köttið er 10 yfir.
Það er á hreinu að ég þarf að gefa aðeins í á morgun. Fer út kl 13:30 og ætla að vera einbeittur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 20:22
Markmið
Markmiðið fyrir mótið er að ná köttinu. Eftir tvo daga er sem sagt klippt á mannskapinn þannig að u.þ.b. 70 manns haldi áfram. Í fyrra var köttið um 15-18 högg yfir par og í ár verður það eitthvað svipað.
Ég yrði mjög ánægður með að vera 10 yfir eftir tvo daga. kannski 5+5 eða eitthvað þannig.
Ég yrði sem sagt svekktur með að vera verri en 15 högg yfir par.
Fyrsta markmið: 10-15 yfir par eftir tvo daga.
Svo er reyndar veðrið sem gæti sveigt þessi markmið aðeins....ef þetta verður rugl veður þá verður maður bara sáttur með að ná köttinu púnktur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 18:55
Korter fyrir mót
fór lokaæfingahringin og gékk bara vel. allt inni og ekkert úti. Það var bara ágætt veður, mikið rok en lítil rigning. Það sást meira að segja til sólar í smástund. Ég sé að núna rignir þannig að þetta er fljótt að breytast.
Spáin hefur batnað til muna en þó ekki nóg. Það mun drizzla smá á mig fyrstu tvo dagana en meira um helgina. jeiiii.
Fer út á morgun kl 9:50 og svo á föstudaginn kl 13:30.
Skorið verður skráð inn á þriggja holu fresti þannig að fyrstu tölur ættu að vera að berast um kl 11
leiter.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 16:31
engifer
er búinn að vera með hálsbólgu í viku eða tvær. Í gær magnaðist hún upp og í nótt svaf ég lítið sökum erfiðleika við að kyngja.
fór 18 í morgun og spilaði ágætlega. nokkur högg þar sem einbeitingin datt niður en engin stórvægileg klúður. Endaði á +4
Fórum svo á spítala og létum tékka á streptakokka og ekki virðist sem það sé málið. Er núna að drekka heitt vatn með 7 grömm af engiferrót og 3 matskeiðum af hunangi....ég í blaðaviðtöl fer og lykta sem róóót af engifer.
svo japla ég á strepsils og drekk mixtúru með hunang og piparmyntubragði.
mun örugglega svífa um á bleiku skýi þegar mótið loksins byrjar. eins gott að það séu ekki lyfjapróf á kaupþingsmótaröðinni eins og er á pga og Epga.
anyways....mun fara á eftir að æfa smá til að viðhalda tötsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2008 | 22:22
slim pickins
rigning í allan dag. Þegar hún var sem minnst dreif ég mig útá pútt grín og æfði stutta spilið.
tók svo fyrri níu í úða, good stuff.
menn eru að púlla sig úr mótinu vegna veðurs, sökkers.
á morgun ætla ég að reyna við allar 18. allavega seinni 9.
ég og kata horfðum á jumper, hún er ágæt. 3 af 5 stjörnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 23:07
I´m back
jæja, þá nennir maður loksins að blogga aftur. Er staddur núna útí eyjum og er að undirbúa íslandsmeistaramótið sem byrjar á fimmtudaginn. Spáin er viðbjóður, ég endurtek, viðbjóður. uppí 18 m/s og rigning.
Ég fór hring áðan og líkar mjög vel við völlinn. Spilaði vel þangað til að rigningin bar mig ofurliði og gripin hál sem ál. Grínin hérna eru mjög góð, sennilega þau bestu á landinu. Þau eru slétt,falleg,hröð og taka vel við boltum.
nenni ekki að henda inn myndum, geri það bara þegar ég kem heim til spánar í byrjun ágúst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar