Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

myndir komnar

myndir komnar inn.

Ferð á heimsenda

Við lögðum í hann kl 8:15 á fimmtudagsmorgun á leið upp eftir landi, alla leið til Zamora. Þetta tók 10 tíma með 3 stoppum fyrir litla pung. Annars var hann algjör hetja og svaf vel í bílnum og lék sér þess á milli.

Daginn eftir fór ég í golf á Zarapicos sem er flottur golfvöllur í Salamanca. Ég byrjaði á fugli en endaði á +7 sem ég er ekki sáttur við. Um miðbik hringsins fór mómentumið og skollarnir rúlluðu inn. Þetta var samt ágætur hringur á heildina litið en fer líklega ekki í sögubækurnar.

Á laugardeginum fórum við í brúðkaup frænku Maríu sem heitir Belen. Hún giftist hálf þýskum og hálf spænskum dreng að nafni Luis. Það voru 60 spænskir gestir og 40 þýskir og var þetta ágætt samansafn af skemmtilegum lýð.

Sebastian stal náttúrulega senunni og var hrókur alls fagnaðar. Ég er sáttastur við að hann virðist ekki fúlsa við neinum. Ég meina að þegar einhver ókunnugur byrjar að hamast í honum þá horfir Sebastian á viðkomandi með glott á vör í stað þess að fara að gráta. Vonandi heldur hann áfram á þeirri braut.

Hann labbaði um allt og vildi kanna krók og kima á veitingastaðnum. Hann leyfði okkur svo að dansa svolítið áður en hann fór að nugga augun að þreytu. Við kúpluðum okkur út kl 21 og kúturinn var kominn í bólið kl 23.

Heimferðin í gær tók heila 11 tíma þar sem stoppin voru öllu lengri. Það var samt gaman hjá okkur og Seba svaf vel og lék sér ýmist við mig eða Maríu. Það var svo gaman hjá okkur feðgunum aftur í, að á tíma vorum við komnir með okkar eigin theme song. "pungarnir sitja saman, það er svo helv...gaman". Maríu til mikillar gremju.

Spánn bíður uppá margt skemmtilegt á ferð sem þessari. Það eru stoppistöðvar á 5 mín. fresti þar sem hægt er að kaupa mat og teygja þreytta leggi. Það eru ávallt margir bílar í umferðinni, þannig er hægt að njósna inní næsta bíl og fylgjast með fólkinu í landinu. Svo er hægt að skemmta sér yfir nöfnunum á sumum þorpunum á leiðinni, við keyrðum t.d. framhjá þorpi sem heitir hjólbarði. Svo eru tvö þorp nálægt hvoru öðru sem heita efri slagsmál og neðri slagsmál. Svo er náttúrulega uppáhalds bærinn hans Sverris, Burgos, sonía hamburgesa.

Í dag er rólegur dagur þar sem allir eru að jafna sig. Mjási var fegin að fá okkur heim, Seba fegin að komast í stabílt umhverfi, María og ég að jafna okkur á 21 klst keyrslu, lélegum rúmum, síðri dýnum, miklum kulda og kvefi sem því fylgdi.

ps. myndir á leiðinni.


Undirbúningur

Dagurinn í dag hefur farið í undirbúning fyrir ferðina á morgun. Ég fór í morgun með bílinn á verkstæði og lét kíkja á hann, það var fyllt á þetta og hitt. Herlegheitin kostuðu mig heilar 5 evrur, ekki dýrt það.

Ég tók einn hring með Gabriel í millitíðinni. Við fórum á Calanova sem er hérna rétt hjá okkur. Það er frábær völlur með frábærum grínum, svo er hann ódýr þar sem hann er frekar nýr. Við þekkjum pró-inn sem vinnur þarna, hann Monty. Þetta er gæji sem hefur spilað 4-5 sinnum með Tiger Woods og var 3 ár á pga túrnum ásamt einhverjum öðrum túrum. Hann veiktist eitthvað og varð að kúpla sig út og er núna bara að chilla sem pró á Calanova.

Er að horfa á Man-Che í meistarad. og held ég með Chealse þar sem ég vill ekki að man jú nálgist liverpool í verðlaunum. Samt á einn bóginn væri fínt ef man jú vinni því þá færi Ferguson loksins og man jú gæti kannski farið í lægð og þyrfti að byggja upp.

Jæja, seinni hálfleikur er byrjaður,

Við erum að fara norður og það verður ekkert blogg þangað til á mánudagskvöld.

Lifið heil.


sammála og ó

Einhvern vegin finnst mér erfitt að ímynda mér að hægt sé að segja svona með fullri vissu. En Ísland er vissulega friðsælt land miðað við önnur. Spánn ætti hins vegar að vera mun neðar á listanum því í þessu blessaða landi ganga ávallt yfir hrinur af hriðjuverkum sem ETA stendur fyrir. Í augnablikinu gengur eins slík yfir og nýjar sprengju fréttir berast inn á heimilið með reglulegu millibili.

Til allra lukku erum við stödd fyrir sunnan en sprengurnar eru flestar fyrir norðan.


mbl.is Ísland friðsælast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEF

Hafiði pælt í því að engin virðist vera ánægður með nefið á sér. Það er ýmist of stórt,lítið eða skakkt.

Ég er með kenningu.

Það er útaf neikvæðri tengingu sem flestir bendla við nefið. Þarna er hor, hár og annað miður fallegt. Maður snýtir sér og sígur upp og ef ekki er að gáð þá rennur stundum úr því vökvi. Svo er þessu líka skellt í miðjuna á andlitið á þér þannig að oftast er nefið það fyrsta sem fólk tekur eftir. Það er rétt fyrir ofan munnin og rétt fyrir neðan augun, þeir tveir staðir sem fólk einblínir á þegar þú talar við það.

Ekki það að ég sé með eitthvað nef komplex en á unglinsárunum hefði verið betra að hafa nefið einhvers staðar annars staðar en í miðjunni á andlitinu þínu.


Worst case scenario

Sennilega það neyðarlegasta sem ég hef lent í er hið fræga atvinnuviðtal árið 2000.

Það var þannig að ég var staðsettur á Spáni og í leit að atvinnu. Þar sem maður var nú ungur, óreyndur og hafði lítið til að láta á ferilskránna á þeim tímapunkti, fannst mér alveg tilvalið að ýkja þá fáu hæfileika sem ég bjó yfir.

Ég kom af tungumálabraut MA og ýkti því tungumálakunnáttu mína í öfgar og sagðist vera vel talandi á skandinavísku tungumálunum, þýsku og frönsku. Einnig reiprennandi í ensku og spænsku. Staðreyndin var reyndar þannig að ég hafði lært ofangreind tungumál en hafði einungis grunnkunnáttu í málfræði í dönsku,þýsku og frönsku. Ensku og spænsku var ég með í vasanum en samt ekki eins vel og ég hélt.

Ég fékk símtal frá Helle Hansen bílaleigufyrirtæki staðsett við flugvöll Málaga. Ég mætti í viðtalið fullur sjálftrausts og var vísað strax inn til forstjórans. Viðtalið byrjaði á spænsku sem var ekkert sérstaklega auðvelt fyrir mig þá. Ég hafði talað tungumálið í 3-4 mánuði og alls ekki nógu vel til að fara í atvinnuviðtal þar sem notuð eru sérhæfðari orð en ella.

Forstjórinn var frekar þurr á manninn og spurði fljótt um ensku kunnáttu mína og þóttist ég nú vera talandi sem innfæddur á þeirri tungu, enda fékk strákurinn 10 í samræmdu á sínum tíma, hehe. Við skiptum yfir á ensku og það kom fljótt í ljós að mín skólabókarenska var frekar þunn og náði ekki að heilla einn né neinn, sérstaklega í ljósi þess að það kom á daginn að forstjórinn var enskur. doh.

Á þessum tímapunkti hafði maðurinn séð unga strákinn sem sat sér á móti klúðra þeim tveim tungumálum sem hann sagðist reiprennandi í. Ég get aðeins ímyndað mér hvernig að hann hugsaði með sér hvernig í ósköpunum hin þrjú tungumálin kæmu eiginlega út.

Hann sagði mér sposkur að hinkra aðeins og fór út af skrifstofu sinni skyndilega. Ég andaði léttar og þerraði svitan af enninu og restinni af líkamanum. Þegar forstjórinn snéri aftur inn á skrifstofuna var maður með honum í för. Þeir settust niður og forstjórinn kynnti til leiks undirmann sinn að nafni Jörgen. Hann var þýskur. Hann var þarna inni til að tala við mig á þýsku og kanna kunnáttu mína á hans móðurmáli. SARGASTI.

Hann byrjaði mjög einfalt og spurði mig eitthvað um Schjúlenn. Ok, ég skildi það sem þannig að hann vildi vita hvar ég gékk í skóla og lærði þýsku. Ég mumblaði eitthvað um Schola Akureyrensis og deutsche GE lernen. Ég snéri fljótt í enskuna og afsakaði hve ryðgaður ég væri.

Ég man ekki alveg hvernig þetta hélt áfram eftir þetta, þetta er allt í móðu frá þeim tímapunkti. En niðurstaðan var sú að ég ætlaði að snúa mér aftur að skólabókunum og læra þessi tungumál aðeins betur áður en hefði samband við fyrirtækið aftur.

En þótt mikil móða hvílir yfir restinni af viðtalinu þá er mér þó ógleymanlegt hvernig ég yfirgaf skrifstofuna. Ég stóð upp og kvaddi Jörgen og forstjórann með þvölu handarbaki og dreif mig að hurðinni. Ég vildi nánast hlaupa þaðan út og var því í frekar hröðum skrefum þegar ég opnaði hurðina. Það vildi ekki betur til en svo að hurðin sem ég opnaði var skápur og ég var kominn hálfur inn þegar ég fattaði að þaðan kæmist ég ekki langt út úr skrifstofunni. Ég snéri því fljótt við og án þess að líta upp til að horfa í andlit þeirra beggja, sem voru örugglega við það að rifna úr hlátri, rikkti ég í hina hurðina sem var þarna við hliðiná og var fegin að sjá fullt af fólki og útidyrahurðina.

Þetta var mitt fyrsta og eina atvinnuviðtal á Spáni.


Asía

Tók fyrri part dags frá fyrir fjölskylduna og fór ekki út fyrr en kl 15. Tók þá þrjá 9 holu hringi á Asíu sem var stuð. Þegar ég tók fram úr einni af milljón grúppunum sem ég tók fram úr í dag sagði einn kaninn við mig, god bless you, sem vakti furðu mína.

Bjarni Bjarna á afmæli í dag. Til hamingju með það.


moli er kenndur er við fróðleik

Þegar keyrt er inná bensínstöð og bílnum skal lagt við dæluna þá hugsar margur sig tvisvar um hvoru megin á bílnum bensínlokið er staðsett.

Álíka vandamál og hugarenningar hafa skapað óteljandi erfiðleika og verið fóstur alls ílls í hinu nútíma samfélgi.

Það sem margir þó átta sig ekki á er að auðvelt er að líta á mælaborðið og kíkja á litla bensíntanks merkið sem blasir við manni þarna við hliðiná bensínmælinum og sjá hvoru megin bensín byssan er á tanknum. Sé hún hægra megin, þá er bensínlokið hægra megin á bíl viðkomandi. Sé hún vinstra megin, þá er bensínlokið vinstra megin á bíl viðkomandi.

Þannig má koma í veg fyrir ófyrirsjáanleg vandræði og hugsanlegar styrjaldir í gerjun hins vestræna heims.

lestu þetta nú aftur en með rödd Jón Gnarrs í huganum.


11. sæti

Það var Hellu-vindur sem beið mín á Alcaidesa þegar ég steig út úr bílnum í morgun. Ég endaði á +8 í dag þar sem upphafshöggin og járnahöggin voru flott en stutta spilið ekki alveg að smella. Það sem var erfitt í vindinum voru ekki upphafshöggin heldur innáhöggin og púttin. Það var erfitt að lenda boltanum nálægt pinnunum og átti maður oftar en ekki löng pútt eftir sem voru erfið sökum vindhviðu og hraða grínanna.

Ég endaði í 11.sæti á þessu stigamóti golfsambands Andalúsíu. Gabriel endaði í 9.sæti. Ég er nokkuð sáttur við mótið í heild sinni, það er margt sem ég lærði þarna á þessum útkjálka Evrópu.

Ég var frekar stressaður í fyrsta höggi dagsins og púllaði boltan til vinstri og át of bánds. Ætli ég hafi ekki átt það skilið, ég skuldaði þessu OB einn bolta. Tók því annað upphafshögg, soldið svekktur og nelgdi tuðrunni 70 metra frá gríni á par 4 braut sem er mæld 417 metrar, you do the math. Það var, eins og ég sagði, Hellu vindur, sem hjálpaði aðeins.

En það var fínt að loka mótinu með fugli á síðustu holu dagsins eins og í gær.

Skorið var, eins og gefur að skilja verra í dag en í gær og mótið vannst á +2. Strákurinn sem ég spilaði með í dag lenti í 5.sæti og var samtals á +7. Gabriel var á +11 og var í 9.sæti og ég á +13 í 11.sæti.

Í dag var ég með 77% brauta versus í gær aðeins 46%. 55% GIR í dag versus 50% í gær. EN, 35 pútt í dag versus 30 í gær.

Þá er bara eitt eftir áður en ég kem til Íslands, það er að fara norður í brúðkaup og spila Zarapicos völlin í Salamanca, ég hef spilað hann tvisvar áður og þarf að hefna mín soldið á honum.


Sæti

Fékk að vita að ég fer út á morgun kl 10:30 og er í 10.sæti eins og staðan er núna. Besta skor dagsins var par vallar. Greinilegt að spánverjinn höndlar vindinn ekkert sérstaklega vel.

btw. þetta mót er sem sagt stigamót á vegum golfsambands Andalúsíu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 153120

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband