Leita í fréttum mbl.is

Ferð á heimsenda

Við lögðum í hann kl 8:15 á fimmtudagsmorgun á leið upp eftir landi, alla leið til Zamora. Þetta tók 10 tíma með 3 stoppum fyrir litla pung. Annars var hann algjör hetja og svaf vel í bílnum og lék sér þess á milli.

Daginn eftir fór ég í golf á Zarapicos sem er flottur golfvöllur í Salamanca. Ég byrjaði á fugli en endaði á +7 sem ég er ekki sáttur við. Um miðbik hringsins fór mómentumið og skollarnir rúlluðu inn. Þetta var samt ágætur hringur á heildina litið en fer líklega ekki í sögubækurnar.

Á laugardeginum fórum við í brúðkaup frænku Maríu sem heitir Belen. Hún giftist hálf þýskum og hálf spænskum dreng að nafni Luis. Það voru 60 spænskir gestir og 40 þýskir og var þetta ágætt samansafn af skemmtilegum lýð.

Sebastian stal náttúrulega senunni og var hrókur alls fagnaðar. Ég er sáttastur við að hann virðist ekki fúlsa við neinum. Ég meina að þegar einhver ókunnugur byrjar að hamast í honum þá horfir Sebastian á viðkomandi með glott á vör í stað þess að fara að gráta. Vonandi heldur hann áfram á þeirri braut.

Hann labbaði um allt og vildi kanna krók og kima á veitingastaðnum. Hann leyfði okkur svo að dansa svolítið áður en hann fór að nugga augun að þreytu. Við kúpluðum okkur út kl 21 og kúturinn var kominn í bólið kl 23.

Heimferðin í gær tók heila 11 tíma þar sem stoppin voru öllu lengri. Það var samt gaman hjá okkur og Seba svaf vel og lék sér ýmist við mig eða Maríu. Það var svo gaman hjá okkur feðgunum aftur í, að á tíma vorum við komnir með okkar eigin theme song. "pungarnir sitja saman, það er svo helv...gaman". Maríu til mikillar gremju.

Spánn bíður uppá margt skemmtilegt á ferð sem þessari. Það eru stoppistöðvar á 5 mín. fresti þar sem hægt er að kaupa mat og teygja þreytta leggi. Það eru ávallt margir bílar í umferðinni, þannig er hægt að njósna inní næsta bíl og fylgjast með fólkinu í landinu. Svo er hægt að skemmta sér yfir nöfnunum á sumum þorpunum á leiðinni, við keyrðum t.d. framhjá þorpi sem heitir hjólbarði. Svo eru tvö þorp nálægt hvoru öðru sem heita efri slagsmál og neðri slagsmál. Svo er náttúrulega uppáhalds bærinn hans Sverris, Burgos, sonía hamburgesa.

Í dag er rólegur dagur þar sem allir eru að jafna sig. Mjási var fegin að fá okkur heim, Seba fegin að komast í stabílt umhverfi, María og ég að jafna okkur á 21 klst keyrslu, lélegum rúmum, síðri dýnum, miklum kulda og kvefi sem því fylgdi.

ps. myndir á leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband