Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 08:12
Ekki ólíkur mér þessi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 11:32
Þetta er vitað mál
Þetta varð ljóst í janúar þessa árs. Þegar ég keypti miðan til að fara til Íslands í júní á sama tíma og keppnin er haldin.
Það er orðið nokkurs konar lögmál hér að þegar ég yfirgef land þá gerist eitthvað spennandi þar.
Ég missi af skjálftum, titlum og fleiru.
Þetta lögmál er náskylt tveimur öðrum lögmálum í mínu lífi.
Fyrra lögmálið er að ávallt þegar ég skipti um akrein þá byrjar sú bílaröð að fara mun hægar en sú sem ég yfirgaf.
Seinna lögmálið er að ávallt þegar ég er staddur í matvöruverslun og vel mér styðstu biðröðina þá gerist eitthvað svo að sú biðröðin tekur tvöfalt meiri tíma en lengsta biðröðin á svæðinu. Þetta er ýmist þannig að afgreiðsludaman þarf að skreppa og tékká verði eða þá að gamalt fólk þarf að telja klink til að borga með. Það allra versta er þó þegar fólk, venjulegt fólk, klárar að setja í pokana og þá fyrst fer að hugsa að því með hverju það ætlar að borga. Vanalega er þá afgreiðsludaman búin að bíða í 2 mínútur eftir greiðslu og ég sveittur og rauðbólginn af pirringi þarna aftast í röðinni að reyna að stara fólkið til dauða.
Spánn vinnur keppnina því ég verð ekki á landinu til að fagna. Málið dautt.
Þess má geta að ég er enn veikur og frekar pirraður.
Spánverjar ekki unnið titil í 44 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2008 | 19:40
Skjálftinn---just my luck
Alltaf skal ég vera staddur á Spáni þegar stór skjálfti ríður yfir. Ó men ó men. Ok ég veit að þetta er hrikalegt og allt það en mig langar að finna svona skjálfta for fricking once. Er það of mikið að biðja um. gosh....
Hér að neðan sést Ingvi Hrafn finna skjálftann í beinni og varð skíthræddur fyrir vikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 14:35
The greatest love story of our time
Á svona flensudögum og almennum letidögum kúrum við oft uppí sófa og horfum á friends. Sérstaklega á lokaþáttinn þar sem Ross og Rachel ná loksins saman eftir 10 ára aðdraganda.
Það eru ekki allir sem fíla friends, þó fáir, en til eru nokkrir. Þessir fáu geta hins vegar ekki neitað því að Ross og Rachel eru Romeo og Júlía okkar tíma. Alveg eins og Guinevere og Lancelot voru par þeirra tíma. Arwen og Aragon reyndu að stela titlinum en án árangurs. Við fáum allavegana alltaf gæsahúð þegar þetta lag byrjar að óma strax eftir að þau kyssast í lokin. Svona er þetta bara.
anyway....hérna er veðurspáin dræm það sem eftir er þangað til ég kem til Íslands. Ef ekki rigning þá rok. Ætla bara að vona að ég nái aðeins að æfa mig áður en ég kem. Hef lítið sem ekkert geta æft síðustu 10 daga vegna ferðalags og kvefs.
Er aðeins byrjaður að braggast. Held að við förum bara í kringluna á eftir til að hreinsa aðeins lungun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 21:41
Ágætis Byrjun
Ég verð nú bara að segja að mér líst bara mjög vel á þetta unga íslenska lið. Það sýndi flotta spilamennsku, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta virðist vera góður grunnur til að byggja á. Við vorum óheppnir með þessi úrslit finnst mér og er ekkert dapur með þetta.
Ísland tapaði 1:0 gegn Wales | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 13:47
Myndaskammtur II
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 20:14
framhald af virðingu
Í sambandi við þetta myndband sem gengur eins og eldur um sinu á netinu þá langar mig að viðra skoðanir mínar ennfremur um málið.
Mín skoðun er sú að á Íslandi eignist fólk krakka allt of ungt. Fólk (og stundum krakkar) sem eru 18-24 ára eru að ala börn upp og vilja reyna vera svaka líbó og frjálsleg. Oft er útkoman svona krakkar sem brúka kjaft og eru með dólgslæti, ekki er ég nú gamall sjálfur (28 ára) en þegar ég var ungur þá voru við strákarnir vissulega krakkakjánar, en aldrei vorum við með svona sorakjaft við neinn. Maður bara þorði því ekki því maður bar smá virðingu fyrir eldra fólki, hvað þá lögreglu. Í dag er þessi virðing ekki til staðar.
Hinar öfgarnar eru á Spáni þar sem fólk eignast börn frekar seint. Maður er að sjá 35-45 ára fólk (ekki ýkjur) með lítil börn í afturdragi. Mér finnst það heldur ekki sniðugt. Ég held að rétt undir þrítugt, kannski 25 til 32 ára sé heilbrigt.
EN, ég er ekki að segja að allir detti í þessa gildru að ala börnin sín þannig upp. Fólk í kringum mig hefur t.d. eignast börn frekar ungt en gefið því heilbrigt og gott uppeldi. En maður sér þetta víða í íslensku samfélagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 16:22
Epli
Tveir menn hittust á förnum vegi. Hvor um sig voru með eitt epli og þeir ákváðu að skiptast á eplum. Eftir stóð að mennirnir áttu enn bara sitthvort eplið.
Tveir aðrir menn hittust á förnum vegi. Hvor um sig áttu eina hugmynd og ákváðu þeir að deila sinni hugmynd með hinum. Eftir stóð að mennirnir áttu tvær hugmyndir hvor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 15:11
Snilldar tilgerði
Ný plata með Sigur Rós kemur út 23. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 15:04
Virðing
Íslendingar þurfa að læra að sýna lögreglunni meiri virðingu. Þegar lögreglumaður vill komast til botns í því hvort þú sért með eitthvað undir peysunni þá á hinn sami umsvifalaust að vera samvinnuþýður.
Þarna er einhver strák kjáni með mótþróa og lögreglan neyðist til að grípa til aðgerða til að ganga úr skugga um hvort krakkinn sé að stela.
Á þessu myndbandi sé ég bara eðlileg viðbrögð lögreglu við mótþróa og ósamvinnuþýðni, það getur verið að eitthvað annað hafi farið þarna fram, en það sem sést þarna er allt í k.
Lögregla fer yfir atvik í 10/11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar