Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Síðasta færslan fyrir pólskiptin

Þetta er hún.

þetta er sú færsla sem síðust er í röð hinna mikilfenglegu færslna á þessu ári sem er við það að líða.

Þær hafa verið margar og góðar. Ég setti mér það takmark að skrifa að lágmarki eina færslu á dag. Fyrir utan þá tíma sem ég væri á Íslandi. Það tókst nokkurn vegin. Í örfá skipti liðu nokkrir dagar á milli færslna en það var eingöngu vegna skorts á interneti og svo aftur útaf ferðalögum. 

Húrra fyrir mér. 

Þetta ár hefur verið það besta í mínu lífi. Við höfum búið á Spáni í sólinni síðan í desember síðastliðin og ég æft og leikið golf nánast á hverjum degi. Ég hef varið umtalsvert meiri tíma með fjölskyldunni en vanalega þegar ég var fastur í næntofæf. Ég er betri í golfi í dag heldur en fyrir ári síðan. Lækkað um 1.2 í fgj. Tvöfaldur klúbbmeistari en umfram allt, betri alhliða golfari.

Þetta er ekkert flókið.

Ég lifi drauminn.


dómar

Skífan frá Ný dönsk er sæmileg. 2-3 frábær lög, 2 ágæt en rest sæmileg. Alveg ótrúlegur þessi tendans að leyfa Jóni Ólafs alltaf að troða lögum inná diskana. Hann er með 2 lög að þessu sinni og bæði ömurleg júróvision, leid bakk, operation pointless oblivion frá helvíti.

Bestu lögin finnst mér koma þegar bæði Björn Jörundur og Daníel Ágúst syngja og BJF semur lagið. Það er formúlan sem virkar. Móments of brillians.

Turninn fær 2 stjörnur.

Mammút skífan er mjög góð. 4-5 mjög góð lög, 2-3 ágæt og rest fín. Viðlagið í lagi þrjú er delicate piece of brilliance. Er með hint af fínleika smashing pumpkins, dasshi af vírdleika pixies og ponku af svífanda suede þegar þeir voru sem bestir í gamla daga. Það er sem maður hænuskrefi sig áfram á eggblaði hnífs en takist svo á loft.

Gef skífunni 4 stjörnur.

Mig langar í nýju lúðrasveitarskífuna þeirra villa og kára jóns. Á víst að vera sknill a d.

Ég gaf Maríu Paul Oscar diskinn. Seinni diskurinn er nokkuð sterkur. Hægt að sjóða báða diskana í einn góðann. 3 og hálf stjarna (miðast að sjálfsögðu við markhópinn, fyrir mig eru þetta 2 stjörnur).

Langar líka að tékka á Agent Fresco.


Lento

Að keyra hér á Íslandi eru forréttindi. Eftir að hafa verið í umferðinni á Spáni í eitt ár þá finnst mér eins og það sé engin traffík hér á landi.

Ég valsa hér um eins og Palli var einn í heiminum, aldrei að bíða á aðreinum og þarf varla að stoppa áður en ég kem á áfangastað. Bara örsjaldan á rauðu ljósi.

ÞAÐ ER ENGIN UMFERÐ HÉRNA Á ÍSLANDI OG ÞEIR SEM KVARTA ættu að slappa af.

Kom mér soldið á óvart.

Í öðrum fréttum er það helst að ég og Sebas erum enn með ljótan hósta og pústum báðir í gegnum stauk í gríð og erg. Ég er hrókur alls fagnaðar inn í lokuðu rými þegar ég hósta, nice.

Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að vera hérna hjá gamla settinu og við gjörsamlega út úr afslöppuð í rólegum fílíng.


Jafni jafn

Við erum búin að jafna okkur á þessu ferðalagi nema hvað Sebas er soldið off. Soldið pirraður. Ég held að það sé eðlilegt því hann er að díla við tímamismun, nýtt umhverfi, annað loftslag og brjálaða athygli.

Fór á reunion í gærkveldi sem árgangur 79 í grunnskólanum á Blönduósi stóð fyrir. Við hittumst á Café parís og áttum skemmtilega stund saman. Spjölluðum í sirka þrjá tíma um gamla kennara og góðar minningar. Það var mjög skemmtilegt.

Við fjölskyldan áttum eftir að kaupa allar jólagjafir þannig að við drifum okkur í kringluna og redduðum því.

Taskan er enn ekki fundin.


Ferðalagið á heimsenda

Ferðalagið byrjaði kl 3 um nóttu á laugardaginn. Þá kvartaði María yfir verkjum og var sárkvalin. Hún fór ásamt foreldrum sínum á bráðavaktina kl 06 um morguninn á meðan ég var heima með Sebas. Við félagarnir vöknuðum svo um kl 08:30 og gerðum okkur klára fyrir ferðalagið.

Flugið var kl 11:15 og við ætluðum að vera komin útá völl um kl 09

María fór í allskonar rannsóknir en ekkert fannst. Henni var farið að líða betur og þau ákváðu að reyna að ná fluginu eftir allt saman í staðin fyrir að fá því breytt.

Tengdó og María þustu því frá Sjúkrahúsinu í Marbella í átt að vellinum og ætluðu að pikka okkur upp í leiðinni. Við mættum útá völl kl 10:40 útaf þessu sjúkra veseni en vorum nokkrum mínútum of sein því starfsfólkið sagðist vera búið að loka á innritun í þetta flug fyrir nokkrum mínútum. takk fyrir liðlegheitin.

Við misstum sem sagt að fluginu til Stansted og þurftum að finna okkur aðra leið í snatri. Flugfélagið Monarch varð fyrir valinu og við keyptum okkur miða með flugi kl 12 til Gatwick því það var það næsta sem við komumst.

Það var verkfall í flugstöðinni þannig að röðin í innritunina var stjarnfræðileg. Við náðum að skrá okkur inn í flugið um kl 12:30 og vorum síðust inn. Flugstjórinn sagðist bíða eftir okkur útaf þessum sérstöku aðstæðum. Það var því hlaupið að hliðinu sem að sjálfsögðu var útí rassgati.

Einkar skemmtilegt að labba inn ganginn í flugvélinni þar sem allir störðu á mann með hnífstungu augnaráði. Og við með lítið barn í þokkabót.

Við lentum í gatwick um kl 15 að staðartíma og biðum og biðum eftir töskunum okkar. Að sjálfsögðu týndist svo ein taskan og við þurftum að ganga í gegnum það prosess að fylla út skýrslu. Í töskunni voru sparifötin okkar, skór og allskonar dót. takk fyrir það Monarch.

Næsta mál var að koma sér til Standsted til að missa ekki af tengifluginu sem fór í loftið 19:30

Við spurðum næstu manneskju hver væri besta leiðin. "tja, takiði bara bússinn" ok, við keyptum því miða í bússinn. Þar sem við biðum eftir honum, álpaðist ég til að spurja einhvern þarna hvað það tæki langan tíma að ferðast milli Gatwick og Standsted með þessari rútu. Jú, einhverja þrjá tíma!!!! Það þýddi að við hefðum misst af fluginu. Þannig að ég rauk inní flugstöðina aftur og fékk miðana endurgreidda af miklu harðfylgi og dreif mig bara á næsta leigubílstjóra og sagði honum að taka okkur uppí og málið dautt. Ekkert mál, klukkutími og tíu mínútur. Jei, loksins eitthvað jákvætt.

Þetta var múslimi sem talaði allan tímann, ýmist um skókastarann eða efnahagsástandið. Við sem vorum dauðþreytt og varla talandi sökum hálsbólgu og veikinda mátum það mikils. Takk Múslimi.

Loksins Komumst við til Stansted og áttum meira að segja smá tíma aflögu. Nei,nei, þá tók Sebas uppá því að fríka út og varð mjög pirraður þannig að það gafst enginn tími til afslöppunar þar.

Fórum í Iceland Express vélina og flugum sirka þriggja tíma flug með Sebas svona semí góðan. Hann átti sínar stundir en var samt meirihlutann góður. Greyið litla.

Lentum og vorum komin útí bíl til pabba um kl 23:00 og komin í hlýjuna í Skógarlundinn um kl 23:40

Málið dautt.

 

Nýjir flugmiðar til Gatwick=410 euros(*170=68.000)

Leigubíll milli flugvalla=140 pund(*180=25.000)

Komast í hlýjuna í skógarlundinn þar sem tekið var höfðinglega á móti okkur=Vel þess virði

 


Íslendingar

Það er alltaf hægt að stóla á mitt fólk. Það hefur aldrei klikkað. Þegar við komum í skógarlundinn þá bíður okkar bílstóll þökk sé Kötu. Hún reddaði honum fyrir okkur á núinu.

Svo á sunnudaginn fáum við bíl að láni frá Bjarka, frænda Péturs.
Drengurinn spurði Pétur að fyrra bragði hvort við þyrftum ekki bíl yfir hátíðirnar. Ég hélt það nú. Snillingur.

ÁFRAM ÍSLAND

Hlakkar viðbjóðslega til að koma til landsins. Ef það er fárviðri eða almennt vont veður, þá væri það snilld. Því verra veður því betra. Alvöru jól.


Íslandsreijser

Núna er kominn virkilegur spenningur í okkur. Förum útá völl á morgun kl 9 og verðum komin til landsins 22:20 annað kvöld.

12 tíma ferðalag með Sebastian í fúll swing. Fjör. Þetta verður erfitt þar sem María er nýbúin að jafna sig á veikindum, Sebas líka og ég er enn veikur sem múkki. Hef sjaldan liðið jafn ílla. Er núna í lyfjaskýi og finnst allt vera eitthvað svo fjarlægt. Útúrdópaður og þegar María talar við mig þá er röddin hennar mjög fjarlæg.

Tveir dagar í vanlíðan, vonandi verð ég skárri á morgun. Ef ekki þá harka ég þetta bara af mér.

Við hættum við að setja Mjása á hótel, tengdó koma í staðin hingað heim kannski 3-4 sinnum og gefa honum að borða og þrífa sandkassann hans.

PS Býst ekki við því að komast í bingógallan á laugardagskvöldið


Ilmvatn

Núna er allt morandi í ilmvatnsauglýsingum. Allar voða dramatískar með fallegu fólki í asnalegum stellingum. Það er verið að herja á markaðinn fyrir jólin.

Maður er kominn með meira en nóg af þessu.

Ef ég væri að auglýsa ilmvatn þá myndi ég láta kall sprauta úr glasinu á sjálfan sig og segja, "mmmmm, bara helvíti góð lykt".

Þetta er ekki flóknara en það.

Önnur hugmynd væri að láta konu sprauta úr glasinu á sjálfan sig og segja, "mmmm, skárra en fjósalykt".

Burt með allar þessar dramatísku og úber súrralísku ilmvatnsauglýsingar.


Fótboltastjarna

Það er nokkuð síðan að ég og Sebas byrjuðum að sparka bolta á milli. Hann tekur líka þrusu innköst. Núna er það nýjasta að gera trikk múv. Hann tekur boltann á milli lappana og hoppar upp og gerir allskonar kúnstir.

Ég er að reyna að gera hann að þeim knattspyrnumanni sem faðir hans varð aldrei að.

...og pressan byrjar.


Sigurvegari

Ég vann mótið í gær. Spilaði á pari vallar og fékk 36 punkta. Mótið var svo skalað upp um 3 heila og ég lækkaði því í fgj.

Enda árið í 2.5 sem er ágætt. Lækkun um 1.2 frá því í sumar þegar ég byrjaði á þessu mótamaraþoni. Ég byrjaði þetta með því að skipuleggja mótaskrá á Íslandi og fór svo í þessi þriðjudagsmót á La Cala og laugardagsmót á Lauro golf.

Fyrst um sinn var ég nú bara að berjast við að vera á fgjöfinni en svo fór einstaka hringur að laumast inn. Núna er ég til alls líklegur.

Því miður þá fer ég núna í jólapásu en byrja svo aftur í Janúar. Stefni á að komast í ásinn í fgj. áður en ég kem svo á mótaröðina á Íslandi næsta sumar.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband