Leita í fréttum mbl.is

Ferðalagið á heimsenda

Ferðalagið byrjaði kl 3 um nóttu á laugardaginn. Þá kvartaði María yfir verkjum og var sárkvalin. Hún fór ásamt foreldrum sínum á bráðavaktina kl 06 um morguninn á meðan ég var heima með Sebas. Við félagarnir vöknuðum svo um kl 08:30 og gerðum okkur klára fyrir ferðalagið.

Flugið var kl 11:15 og við ætluðum að vera komin útá völl um kl 09

María fór í allskonar rannsóknir en ekkert fannst. Henni var farið að líða betur og þau ákváðu að reyna að ná fluginu eftir allt saman í staðin fyrir að fá því breytt.

Tengdó og María þustu því frá Sjúkrahúsinu í Marbella í átt að vellinum og ætluðu að pikka okkur upp í leiðinni. Við mættum útá völl kl 10:40 útaf þessu sjúkra veseni en vorum nokkrum mínútum of sein því starfsfólkið sagðist vera búið að loka á innritun í þetta flug fyrir nokkrum mínútum. takk fyrir liðlegheitin.

Við misstum sem sagt að fluginu til Stansted og þurftum að finna okkur aðra leið í snatri. Flugfélagið Monarch varð fyrir valinu og við keyptum okkur miða með flugi kl 12 til Gatwick því það var það næsta sem við komumst.

Það var verkfall í flugstöðinni þannig að röðin í innritunina var stjarnfræðileg. Við náðum að skrá okkur inn í flugið um kl 12:30 og vorum síðust inn. Flugstjórinn sagðist bíða eftir okkur útaf þessum sérstöku aðstæðum. Það var því hlaupið að hliðinu sem að sjálfsögðu var útí rassgati.

Einkar skemmtilegt að labba inn ganginn í flugvélinni þar sem allir störðu á mann með hnífstungu augnaráði. Og við með lítið barn í þokkabót.

Við lentum í gatwick um kl 15 að staðartíma og biðum og biðum eftir töskunum okkar. Að sjálfsögðu týndist svo ein taskan og við þurftum að ganga í gegnum það prosess að fylla út skýrslu. Í töskunni voru sparifötin okkar, skór og allskonar dót. takk fyrir það Monarch.

Næsta mál var að koma sér til Standsted til að missa ekki af tengifluginu sem fór í loftið 19:30

Við spurðum næstu manneskju hver væri besta leiðin. "tja, takiði bara bússinn" ok, við keyptum því miða í bússinn. Þar sem við biðum eftir honum, álpaðist ég til að spurja einhvern þarna hvað það tæki langan tíma að ferðast milli Gatwick og Standsted með þessari rútu. Jú, einhverja þrjá tíma!!!! Það þýddi að við hefðum misst af fluginu. Þannig að ég rauk inní flugstöðina aftur og fékk miðana endurgreidda af miklu harðfylgi og dreif mig bara á næsta leigubílstjóra og sagði honum að taka okkur uppí og málið dautt. Ekkert mál, klukkutími og tíu mínútur. Jei, loksins eitthvað jákvætt.

Þetta var múslimi sem talaði allan tímann, ýmist um skókastarann eða efnahagsástandið. Við sem vorum dauðþreytt og varla talandi sökum hálsbólgu og veikinda mátum það mikils. Takk Múslimi.

Loksins Komumst við til Stansted og áttum meira að segja smá tíma aflögu. Nei,nei, þá tók Sebas uppá því að fríka út og varð mjög pirraður þannig að það gafst enginn tími til afslöppunar þar.

Fórum í Iceland Express vélina og flugum sirka þriggja tíma flug með Sebas svona semí góðan. Hann átti sínar stundir en var samt meirihlutann góður. Greyið litla.

Lentum og vorum komin útí bíl til pabba um kl 23:00 og komin í hlýjuna í Skógarlundinn um kl 23:40

Málið dautt.

 

Nýjir flugmiðar til Gatwick=410 euros(*170=68.000)

Leigubíll milli flugvalla=140 pund(*180=25.000)

Komast í hlýjuna í skógarlundinn þar sem tekið var höfðinglega á móti okkur=Vel þess virði

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband