Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Loksins

Þetta er góð frétt. Þetta finnst mér lágmarks kröfur af fólki sem býr í landi sem ekki er þeirra uppeldisland. Læra tungumálið er algjör beisikk krafa og allt annað er bara ókurteisi við íbúa landsins. Ég hef búið á Spáni núna í smá tíma og að sjálfsögðu tala ég spænsku við innfædda.

Ég á t.d. sænskan vin hér og þar sem hann kann ekki íslensku og ég ekki sænsku þá tölum við spænsku saman í stað enskunnar. Margir furða sig á þessu en okkur finnst þetta svo sjálfsagt. Enskan kemur okkar lífi hérna eiginlega ekkert við og engin ástæða til að tala það tungumál.

Á íslandi er töluð íslenska. Á Spáni er töluð spænska.

ps. svo er þetta ekkert feimnismál. Það eru margir sem halda að þetta sé einhvers konar rasismi en þannig fólk ætti að lesa fleiri bækur um hugtök og almenna vitneskju.


mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð

Ég man þegar við þurftum að læra ljóð utan af í skólanum þegar við vorum lítil. Ég var ávallt mjög naskur að fiska eftir stuttum og auðveldum ljóðum. Eitt þeirra var eftir Stein Steinarr.

Láttu laufblaðið
falla í gljúfrið
og hlustaðu á bergmálið

Eitthvað annað en þessi heilsíðu doðrantar eins og urð og grjót uppí mót.....

Djöfull feisaði ég skólakerfið þar


Púttbók Sigursteins "Dangers" Rúnarssonar

Kláraði púttbókina, ótrúlega mikið skrifað um mjög lítið. Ég gæti hafað skrifað þessa bók á eina blaðsíðu. Hún væri einhvern vegin svona:

Góðir hálsar, til að pútta vel þá þarf að hafa mikið sjálfstraust. Aldrei reyna að pútta nálægt holunni heldur ávallt að reyna að setja öll púttinn í holuna. Hafa góða rútínu eins og að lesa smá línuna, standa að kúlunni og láta bara vaða. Fyrsta tilfinning fyrir línunni er oftast sú rétta og maður á að treysta henni oftar og ekki vera að flækja hlutina með því að skoða línuna of mikið. Vera í nútíðinni, ekki hugsa um fortíðina("svona pútt á ég ávallt í erfiðleikum með"), né framtíðina("ef ég klikka á þessu þá verð ég kominn á +4). Ekki hugsa um tækniatriði strokunnar heldur bara og eingöngu um holuna. Þú átt að elska að pútta, þegar þú labbar inná púttgrínið þá á að hlakka í þér því hér ertu fullur sjálfstrausts og elskar að koma kúlunni ofan í holuna. Ekki reiðast ef kúlan fer ekki í holuna þvi það er ekki það skelfilegasta sem getur komið fyrir þig. Stundum er lítið sem þú getur gert því ástand gríns og fleiri hlutir hafa áhrif á púttið og þú getur ekkert gert í því, haltu bara jafnaðargeði. Hugsaðu um þig setjandi pútt ofan í holuna í sirka 15 mínútur áður en þú ferð að sofa, ekki hugsa um púttin sem þú klikkaðir á og gleymdu þeim í raun.

Eitt helvíti gott dæmi um mann sem var gjörsamlega með þetta á hreinu var Seve Ballesteros. Hann fjórpúttaði einu sinni á stórmóti og var spurður útí hvað hefði skeð. Hann svaraði "I putt I miss, I putt I miss, I putt I miss, I putt I make".
Hvert pútt hjá honum var einstakur atburður þar sem hann fór alltaf í gegnum sama ferlið. Hann reiddist ekki heldur hélt jafnaðargeði og var bara óheppinn að í þessu tilviki þá fór kúlan ekki í holuna í fyrstu þrjú skiptin.

Annað gott dæmi um þennan þankagang er Jack Nikulás. Hann var á ráðstefnu þar sem hann sagði meðal annars að hann hefði aldrei klikkað á meterspútti á lokaholu móts. Þá stóð einn upp og sagði aumingjalegur að það væri ekki rétt því bara fyrir tveim vikum þá hafði hann séð Jack klikka einmitt á lokaholunni á meterspútti. Jack brosti þá og endurtók það sem hann sagði og stóð fastur á því.
Það er nefnilega nauðsynlegt að gleyma púttunum sem þú klikkar á og muna bara góðu púttin. Vera fullur sjálfstrausts og trúa því að kúlan fari alltaf ofan í holuna. Jack er helvíti góður í því.


Verkfall

FLUGSTJÓRA VERKFALL!!!!!!!!!!!!

Yfir 50 flug cancelluð eða seinkuð

Jæja þá.......

en sem betur fer erum við bara að tala um til og frá Madrid.

Hjúkkit.


Síðasta þriðjudagsmótið á árinu

Fór í síðasta þriðjudagsmótið á árinu og spiluðum við Asíu völlinn. Ég lék mjög stabílt golf þar sem ég hitti 12 af 14 brautum og 14 grín. 31 pútt þar sem 4 fuglapútt hefðu átt að falla (til að ég yrði sáttur).

Fugl-par-par-par-par-par-par-par-par=-1
Skolli-par-skolli-fugl-par-par-par-par-par=+1

Hringur uppá E og 36 punkta. Vel sáttur við það og vona eftir að þeir skali þetta aðeins upp til að lækka fgjöfina.

2 fuglar, 2 skollar og rest par.

Átti samt bara 3 upphafshögg sem mér líkaði við. 6 sem voru ekki eins og ég vildi en voru samt öll á braut. Tók tré þristinn tvisvar af teig og lenti einu sinni rétt utanbrautar og hitt fór í sand. Náði samt auðveldu pari í báðum tilvikum með hitt grín og allt.

Var í 11 raunhæfum fuglafærum þar sem 4 áttu að detta. Mófó dauðans.

Gabriel skilaði korti uppá +3 og 33 punkta.

Ég kveð því þetta mikla mótaár með upprétt höfuð og almennt sáttur.


snjór

það er búið að snjóa soldið hérna á spáni síðasta mánuð eða svo. Af og á. Aðallega í norðrinu. Í gær snjóaði mikið (að mati spánverjans) og allt varð vitlaust. Kalla þurfti á herinn til að aðstoða fólk. Það tók fólk 11 tíma að fara klukkutíma vegalengdir. Fólk var skelfingu lostið, skólar lokaðir og fólk í almennu panikki.

Svo sá ég þetta í fréttunum. Heyrðu, þetta er ekki upp í nös á kjétti.

Bíll við bíl, tugi kílómetra á þjóðveginum. Allt útaf einhverjum sentimetrum af snjó. Aular. Bara gefa í og taka hamlara og ulla í hringi sem óður væri.


Carl

Æfði vel í morgun og spilaði svo Asíu með Carl sem er marshall hérna á La Cala. Ég vann leikinn 2&1 og spilaði ágætlega fyrir utan tvö mistök. En það er nú alltaf svo, ekki satt.

Þessi tvö mistök kostuðu mig 6 högg....já sex.

Fer í mitt síðasta mót á þessu ári á morgun. Spila með Gabriel og tveim öðrum. Verð að spila undir pari vallar til að lækka mig. Ekki mjög líklegt miðað við gengið undanfarið en ætla samt að framkvæma hið ómöglega.


Flug

Spilaði æfingarhring í morgun og gékk vel. Ég finn að upphafshöggin eru að koma sterk inn eftir smá aðlögunartíma með þessa nýju sveiflu. Í dag voru t.d. bara 3 misheppnuð ásarhögg, þeim fer fækkandi. Rútínan er fín og ég fann greinilegan mun á hve ég átti itsý bitsý auðveldara að hugsa um réttu hlutina.

Þetta er nú bara þriðji hringurinn sem ég spila með einbeittan vilja um að hugsa bara um vissa hluti. Allt á réttri leið.

Fór asíu á +2 frá hvítum þar sem ég fæ 3 högg þannig að þetta voru 37 punktar. Hitti 12 grín og brautir með 32 pútt. Nokkuð sáttur.

Spilaði með finnskum manni sem heitir Erkki og konan hans Paula Ollekki labbaði með okkur. Fjör. Eða þannig.

Par-fugl-par-skolli-skolli-par-par-par-skolli=+2
skolli-fugl-par-par-par-par-par-par-par=E

Það styttist í að við ferðumst til Íslands. Við fljúgum á laugardaginn, komum um kvöldið. Hæ, hó og jibbí jei. Bara verst að maður verður svo þreyttur í höndunum á að fljúga svona langar vegalengdir.


Hugarfarið

Það sem ég er að hugsa og einbeita mér að á hring er eftirfarandi:

1. Gera alltaf sömu rútínu við hvert eitt og einasta högg.
2. Þegar höggið er búið þá er það búið og ég hugsa um næsta högg.
3. Ég held jafnaðargeði og reiðist ekki né gleðst rosalega yfir höggum.
4. Ég hugsa ekki um skor eða aðra spilara og læt þannig hluti ekki trufla mig við rútínuna og ákvarðanatöku.
5. Þegar ég stíg í höggið og tek mér stöðu þá brosi ég eilítið og hugsa að þetta verði mitt besta högg ever.
6. Ég er fullur sjálfstrausts og mjög bjartsýnn því ég veit að næsta högg verður mitt besta högg ever.
7. Þegar ég stíg fæti inná púttgrín þá hlakkar í mér því ég elska að pútta. Ég hugsa jafnan "now here´s where I get all my money back".

Allt þetta þarf svo að blandast við að mér er eiginlega skítsama hvort púttið fari ofan í eða ekki, hvort höggið takist eða ekki. Ég þarf líka sem sagt að vera smá dj don´t give a fusk því þannig verð ég meira slakur og rólegur. Ekki jafn spenntur og stífur ef þetta væri það mikilvægasta í heimi.

Þessa eitruðu blöndu er ég að reyna að ná inn í spilið mitt og í dag held ég t.d. að ég hafi verið of slétt sama um allt. Það tekur tíma að gera þetta á réttan hátt og kannski tekst það á morgun.

Í dag voru atriði 1,3,5,6 og 7 mjög góð hjá mér. 2 og 4 átti ég erfitt með að hugsa ekki um. Ég var ávallt að berjast við að greina ekki síðasta högg og svo var Gabriel að spila vel og ég hugsaði soldið um að reyna að berjast við hann.

Annað sem ég þarf að breyta hjá mér er að hugsa ekki um tækniatriði í sveiflunni. Það gerir maður bara á æfingarsvæðinu. Maður á bara að láta þetta fljóta og treysta sveiflunni á hring. Held að það hafi spilað stóran sess í rythma leysinu. Skyndilega var ég ekki að hugsa um sömu hluti og vanalega, voila, rythminn útum gluggan.


Rútína

Fór í mót í morgun og gékk ílla. Spilaði eins og froskur. Er nefnilega að breyta tvennu hjá mér og það tekur smá tíma í viðbót greinilega.

Er loksins að geta kynnt nýju ásarsveifluna í móti með bláu þrumunni, en samt ekki orðinn nógu stabíll með hann. Eitt gott og annað ekki alveg nógu gott.

Hitt er þessi nýja rútína og þankagangur sem ég er að lesa um frá Bob Rotella. Einhvern vegin er þetta nýja viðhorf og atferli að trufla soldið rythmann í sveiflunni. Soldið skrýtið, ekki hélt ég að þetta hefði svona neikvæð áhrif en svo er víst. Allavega finnst mér líklegt að þetta sé það sem er að henda mér út af laginu. Ekkert annað sem ég er að gera öðruvísi.

Til skemmri tíma dett ég aðeins niður við svona breytingar, en til lengri tíma litið þá bæti ég mig tvímannalaust. Harka þetta bara af mér.

Þarf að reyna spila sem flesta hringi í þessu hugarfari til að æfa rythmann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband