Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Fréttatilkynning

Útaf staðreyndarvillum í frétt sem kylfingur.is birti í dag sé ég mig knúinn til að tjá mig opinberlega við almúgan. Ég tjái mig hér með á þessum vettvangi til að leiðrétta þau leiðu mistök sem áttu sér stað í málflutningi fréttamanns kylfingur.is

Planið er ekki 2 ár eins og fram kom, heldur lámark 4 ár. Það væri fásinna að ætla sér svo lítinn tíma eins og fram kom í fréttinni. Þetta tekur lengri tíma og ég vona að þeir sem þetta lesi geri sér það ljóst að þetta er alfarið lengri tíma verkefni.


Skjaldbaka

María fór til tannlæknis og á meðan fórum við Sebas í kringluna (miramar). Ég lét hann róma gjörsamlega lausan þar sem hann réð ferðinni. Hann fór beint í teppabúðina. Ekki spurning, uppáhalds búðin hans. Ekki í fyrsta sinn sem hann heimsækir þessa búð.

Það er eitthvað kósí við að fara þarna inn. Teppin einangra svo hljóðið að manni líður fanta vel.

Við ráfuðum um alla kringluna og stoppuðum við í Golf Usa þar sem ég keypti tvær bækur í viðbót eftir Dr. Rotella. Putting out of your mind og The golfer´s mind (play to play great). Þá held ég að ég sé nokkuð góður bara.

Inní golfbúðinni er lítið púttsvæði umkringt af pútterum. Við fórum þangað og Sebas var eins og rautt strik, beint í Ping pútterana. Þá varð pabbinn stoltur. Hann þekkir gæði. Við æfum okkur heima reglulega þannig að hann þekkir þetta. Hann kallar pútterinn sinn pútta sem þýðir hóra á spænsku, ágætt nafn held ég bara. Ekkert verra en nafnið sem María kom upp með fyrir pútterinn minn þegar hún var að kadda fyrir mig. Skjaldbakan.


Golf is not a game of Perfect

Þetta er titillinn á bókinni sem ég er að lesa eftir Sálfræðinginn Bob Rotella. Mjög góðir punktar í þessari bók og í raun nauðsynleg lesning fyrir alla alvöru golfara.

Var heima í morgun útaf smá rigningu og okkur sýndist Sebas vera með smá skít í kverkum. Nennum ekki að láta hann útí kuldann og taka áhættu á frekari veikindum.

Við skemmtum okkur vel hér heima þar sem ég lúrði uppí sófa og hann spígsporaði í kringum mig, ýmist leikandi sér með eitthvað eða leggjandi hausinn upp að mér og hvíla sig í 1-2 mínútur.
Hann er nokkuð sjálfum sér nógur þegar við erum tveir einir heima. Það er bara þegar hann fer að verða svangur þá vill hann fá sitt. Hann byrjar herferðina á að segja "nammi,nammi,namm" og benda á eldhúsið. Hann hættir ekki fyrr hann fær sínu framgegnt. Ég keypti smá tíma með banana en stuttu síðar byrjaði diplómatinn að ganga á eftir málefninu.

Það endaði með því að við sátum tveir saman inní eldhúsi, japlandi á matnum sem María undirbjó í gær, klukkutíma of snemma. So be it.

Það kom mér því ekki á óvart að hann byrjaði að röfla um "lúlla, lúlla" klukkutíma of snemma. Hann er búinn að lúlla núna í tvo tíma, sem er fínt.


Fyrsta hlustun

Skífan byrjar ekkert smá vel. Skellti honum í botn í bílnum á leiðinni útá völl. Gæsahúð og læti. Öskur og barningur í stýri. Allur pakkinn. Gott upphafslag. Mjög mikil bítlastemming.

Lag 1 Mjög gott 5
Lag 2 Gott 4
Lag 3 Vont 2
Lag 4 Gott 4
Lag 5 Semí gott 3
Lag 6 Mjög gott 5
Lag 7 Gott 4
Lag 8 Semí Gott 3
Lag 9 Semí Gott 3
Lag 10 Semí gott 3
Lag 11 Grátlega vont, Hrikalega léleg tilraun til að vera svalir. 0
Lag 12 Semí gott 3
Lag 13 Gott 4
Lag 14 Mjög gott 5
Lag 15 Vont 2

Þetta er náttúrulega bara fyrsta hlustun. Maður heyrir smá bítlahljóm þarna. Smá dylan og smá gömul íslensk gamladagatónlist.

Mjög flottar umbúðir og allt sem fylgir. Textarnir eru misjafnir.

3 frábær, 4 góð, 5 á grensunni, 3 leiðinleg. Í heildina sýnist mér þetta vera diskur uppá sirka 3 stjörnur. 7 sem maður vill hlusta á aftur og aftur. Restin er gleymanleg.

Við fyrstu hlustun er mest varið í Konkordía. Svo eru stuðboltarnir lag 1,2,4 og 6.


DISKURINN KOMINN!!!!!!!!!!!!!

Sprengjuhallardiskurinn kom loksins rétt í þessu. Þetta tók þá þrjár vikur mínus einn dagur.

Ekkert smá vegleg pakkning. Huge diskur. Bíð spenntur eftir að hlusta á hann. Verð að drífa mig í golf.

Leiter...

Takk Pétur

ps mér hefur sjaldan iljað jafn mikið við hjartarætur að sjá gömlu læknaskriftina hans Péturs framan á pakkanum.....snilld.


GLC

George Lewis Constanza

Fór í morgun útá reinge í þrjá tíma og var að slá helv vel. María og Sebas fóru til Málaga eftir hádegi og ég ákvað að hanga heima og gera ekki ressget. Sem er snilld öðru hvoru.

Búinn að horfa á nokkra KOQ þætti með KJ og Basement Artie. Dotta yfir Likku Live shit Binge & Purge og einum þriðja af Austin Powers tvö.

Er búinn að átta mig á því að Sprengjuhallar diskurinn sem Pedro sendi fyrir þrem vikum mun sennilega ekki koma, at all. Ég er farinn að halda að KJ hafi klúðrar heimilisfanginu og ekki sett return to sender aftan á. Þannig að SPH hangir í Limbó á Spænsku pósthúsi þangað til að honum verði hent eftir 7 ár. Er ekki örugglega 7 ára regla á pósthúsum líka???

Gabriel lækkaði í fgj loksins og er kominn í sirka 3.2 eða eitthvað álíka. Gæjinn búinn að vera hér í 2 ár og afrekar ekki rassmundargat. Enda hefur hann ekki hausinn í þetta pilturinn. Alltaf voða hress en allt í einu í morgun þá kom hann voða eitthvað alvarlegur og var um sig, greyið kann ekki að höndla velgengni. Eftir að hann varð í öðru sæti um helgina og lækkaði smá í fgj þá er hausinn á honum alveg að springa, voða montinn og þykist vera kóngurinn.....HEY...veit hann ekki að hann er að tala við núverandi klúbbmeistarann....segi svona.


Seblenska

Tungumál Sebastians. Uppáhalds orðin mín.

Mjási=baddi
Sjálfur/solo eins og að borða sjálfur í stað hjálpar=lóló
búið=búi (mjög vinsælt við matarborðið þegar honum langar ekki í meira)
appelsína/naranja=nanana
pera=pela
Epli/manzana=manana
Snuð=dúddi eða pete (chupete)
afi/abuelo=Lelo
amma/abuela=Lela
Hár/pelo=Peó
Magi=malli
Barn=nene
Frændi/Tíó=Tíó


myndir

hef verið að reyna að henda inn myndum en tölvan er eitthvað að stríða mér og hleypir mér ekki inn á margar síður. Get ekki hlaðið myndunum inn.

Sorrí moss.


shí hat

Var slakur í dag. Spilaði á +4 sem eru 32 punktar. Gékk ílla og hausinn á mér einhvern megin fullur af dimmum hugsunum. Það er ekki gott veganesti til að ná góðum árangri.

Fékk góðan fugl til að byrja með en klikkaði svo á par pútti á næstu. Ósáttur með það en fékk svo gott par á næstu. Done díll. Dúndra þvínæst tveim upphafshöggum útí drasl og x á fjórðu braut. Varð pirraður. Gæjinn sem spilaði með okkur var búinn að stíga tvisvar í púttlínuna mína hingað til og það var ekki að hjálpa.

Svo reykti kvikindið í þokkabót allan tíman OG síminn hans hringdi þrisvar á hringnum. Þar á meðal talaði hann í símann heila braut, lagði bara símann niður milli högga.

Þannig að pirringur varð að slæmu skapi.

Fékk svo dobbúl og endaði fyrri níu á +4 og 13 punktum. Krafsaði aðeins til baka með 19 punktum á seinni og á pari þar en var samt allan tímann í slæmu skapi.

Verð að taka á þessu ef maður ætlar að gera eitthvað að alvöru.

Það eru alltaf einhverjir sem pirra mann og maður verður að höndla það.

Ef manni gengur ílla, er lógískt að reyna að vera sem mest ánægður....er það ekki? Því þannig léttir maður lund og hugsanir og togar hausinn í hina áttina, í átt að betri einbeitingu og hugarfari. Ef maður verður pirraðri og dimmari með slöku gengi, eins og ég í dag, eyðileggur það bara meira. Lógískt, en samt SVO erfitt að fara ekki to the dark side.

Næsta mót á laugardaginn og mér veitir ekki af hvíld eftir 4 daga í röð í þrem mótum. Árangurinn er 36-35-30-32 punktar. Fyrsta sæti, fimmta sæti, í dag örugglega á topp 10. Ég er ekki sáttur við punktana, en sæmilega sáttur við bikarana.


Mijate

Spilaði í morgun seinni hringinn í Gran premium de Mijas mótinu í miklum vindi, spænskri eðalrigningu og íslenskum kulda.

Var á pari eftir ellefu brautir þegar rigningin hætti. Þá byrjaði ég að spila eins og babóón. Tók næstu sjö brautir á +7. Góður.

Lenti í fimmta sæti og fékk bikar. Svo fékk ég glænýjan pútter fyrir að vera næst holu í gær.

Hefði svo auðveldlega getað lent í 2.sæti því það er svo auðvelt að finna þessa tvo friggin punkta sem skildu að. Hefði,ef, whatever.

Fékk tribble á næst síðustu holunni í dag. Just what the doctor ordered.

Endaði á 30 punktum í dag og samtals 65 allt mótið. Fjórða og þriðja sætið á 66 punktum. Gabriel á 67 punktum og stórvinur minn Paul Massey á voppin 74 punktum. Paul þessi er mjög vel liðinn hérna í La Cala samfélaginu og hann og konan hans eru nokkurs konar andlit klúbbsins þar sem þau eru á auglýsingaspjöldum og slíku.

Það er deginum ljósara að ég er oft að klikka á síðustu 5-6 holunum. Sem segir mér að mig vanti meira þol. Friggin þolið.

Fer í mót á morgun kl 9:30 svo næst á laugardaginn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband