Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
7.12.2008 | 23:50
Topp einkunn
Þegar ég var að fjalla um GNR varð mér hugsað til þeirra tónverka sem í mínum huga fá toppeinkun. Þær eru eftirtaldar:
Chinese Democracy - GNR
Ágætis byrjun - Sigurrós
Með suð í eyrunum við spilum endalaust - Sigurrós
The Bends - Radiohead
Siamese dream - Smashing Pumpkins
August and everything after - Counting Crows
To record only water for ten days - John Frusciante
Shadows collide with people - John Frusciante
Re-arrange Us - Mates of state
Metallica - Metallica
Nevermind - Nirvana
Hunang - Ný dönsk
Ten - Pearl Jam
The Dark side of the moon - Pink Floyd
Wish you were here - Pink Floyd
Carnavas - Silversun Pickups
Þær skífur sem eru mjög nærri því (4.75 af 5 stjörnum) en voru kannski með einu mellow laginu of mikið eða einhverja aðra galla eru t.d.
Death Magnetic - Metallica
Ok Computer - Radiohead
Good news for people who love bad news - Modest mouse
In Utero - Nirvana
VS - Pearl Jam
The Wall - Pink Floyd
Doolitle - Pixies
Day and age - The Killers
Mellon collie and the infinite sadness - Smashing pumpkins
Adore - Smashing Pumpkins
Machina the machines of god - Smashing Pumpkins
er ég að gleyma einhverju.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2008 | 23:14
Guns and Roses
Guns n fuskin Roses eða það sem eftir er af hljómsveitinni gáfu út skífu þann 23.nóv síðastliðin. Chinese Democracy. Síðasta frumsamda skífan sem kom frá þeim var fyrir 17 árum. Við erum að tala um að á þeim tímum hafði Ómar ekki bara hár heldur líka skegg....
Eini upprunalegi meðlimurinn í sveitinni er Axl Rose. Það er nóg. Það er hel-friggin nóg segi ég. Það er greinilegt að hann var ávallt heilinn á bakvið lagasmíðar piltana því þetta gjemle góða er enn til staðar and then some. Það eina sem kannski vantar eru gítarlikkur frá Slash en ekki get ég sagt að ég sakni þeirra eitthvað rosa mikið. Það eru fullt af öðrum góðum gítarristum á þessari skífu og þeim ferst þetta bara vel úr hendi.
Brilliant skífa með ótrúlega góðum kvalítet lögum. Þétt skrifuð og ótrúlega óaðfinnanlega spiluðum lögum. Density. Og ekki skemma textarnir.
Maður var rokkari í gjemla daga en var löngu búinn að færa sig yfir í indí músík og soldið quirky, léttari stefnur. Síðan kom Likkan út með sína skífu og af skyldurækni hlustaði maður nú á þá afurð og kom svona líka skemmtilega á óvart. ROKKARINN VAKNAR.
Með veika von í hjarta en mikla þrá um að GNFR myndu lifa undir stjarnfræðilegum væntingum gaf ég þeim einnig séns. ROKKARINN SETUR Í FIMMTA GÍR.
Maður hafði heyrt 5 af þessum 14 lögum núþegar því þau láku á netið fyrir mislöngum tíma. Þau gáfu ágæta fyrirheit. En aldrei hefði ég geta látið mig dottið í hug að svona rock solid skífu gætu þeir framkallað eftir þennan tíma.
Ég geri ávallt custom made útgáfur af þeim skífum sem ég vill hlusta á í mp4 og á cd í bílnum þar sem ég klippi lög til og frá og hef ekki með þau lög sem ég fíla ekki. Þessi diskur er það solid að mér finnst 10 lög vera framúrskarandi, 1 ágætt og 3 sem ég nenni ekki að hlusta á. Nánast ekkert klipptur til.
10 snilldar lög sem ég fæ ekki nóg af. Uppháhaldið er held ég Madagascar þar sem gamlir kunningjar sýna sig..."what we´ve got here, is a failure, to communicate"
Byrjun skífunnar er svo rosaleg að ég fæ alltaf gæsahúð við hlustun. Welcome to the jungle leg byrjun þar sem Axl öskrar sig endanlega inn í rokksöguna.
5 af 5 stjörnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2008 | 15:57
Gran Premium de Mijas
Nafnið á mótinu í dag og á morgun er ekkert slor. Gran Premium de Mijas.
Spilaði í morgun í svokölluðu stjörnuholli. Ég(klúbbmeistarinn), Ursula (klúbbmeistari kvk), Gabriel og Jessica Wilcox (17 ára með 3 í fgj).
Kom inn á +3 sem eru 35 punktar. Spilaði nokkuð solid golf en endaði hringinn á forljótum tvöföldum skolla á fuglaholu mikilli. Hitti allar brautir nema þrjár og 13 grín hitt. Með fuskin 34 pútt....sargasti durgur.
Ég og bláa þruman erum ekki vinir þannig að hann hvílir á bekknum og ég nota bara blendinginn í upphafshögg. Virkar ágætlega, verður soldið varnargolf fyrir vikið, en virkar.
Gabriel var líka á +3 sem gera 36 punkta fyrir hann.
Ef þið munið eftir fúla (spænska ofurfúla ex kapteini klúbbsins) þá gleður það mig að segja að á áttundu fann ég glænýja titleist prov kúlu merkta honum. hehe sucker. En það sem er skemmtilegra var að verðlaunin fyrir næst holu voru á fjórtándu sem er um 230 metra par þrír. Nastí að hafa þetta þar en ágætt í mínu tilviki því ég smurði kúluna mjög nálægt og var innan við einmitt títtnefndann senor Fúla. Hirti af honum þessi verðlaun geri ég ráð fyrir því það voru bara um 5-7 holl eftir að spila holuna og allt spánverjar (ekki líklegir til afreka). Holan spilaðist um 215m og ég tók blendinginn og power fade-aði kúluna skemmtilega í vindinum.
Á morgun er svo lokadagurinn og það er spáð rigningu. Vibb-mundar-í
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 19:27
Meistari Lauro golf talar
Fór í meistaramót Lauro Golf í morgun og vann með þriggja högga mun. Þetta er nú allt smærra í sniðum hjá þeim en samt kúl að hafa verið leystur út með Bikar.
Ég fékk forlátan bikar til eignar og svo vínflösku(en ekki hvað), flottan rauðan vindjakka merktan Bang og svo kúl golfpokaferðatösku frá Callaway sérmerkta Bang og Olufssen þvi þeir voru styrktaraðilar mótsins.
Ég lék á +3 sem gera 35 punkta. Það þurfti ekki meira en það. 13 grín og 13 brautir hittar. Voppin 34 pútt sem er fáránlega mikið. 3-4 fuglapútt sem áttu að detta náttúrulega eins og alltaf en það vantaði þetta touchý fílí, fílí touchý.
Gabriel var á +6.
María kom með mér sem kaddý og það var mjög skemmtilegt. Við nutum okkar í botn á þessum fallega degi.
Ég átti líka lang lengsta upphafshöggið en var á línunni sem skilur braut frá röffi. Þar sem annar í hollinu var líka lengri en mælingin þá þrætti hann fyrir að ég væri á braut og mér var í raun skítsama. Málið er að þegar boltinn er á línunni þá á leikmaðurinn að fá að njóta vafans, svo er líka t.d. out of bounds línan hluti vallar. Whatever, dj don´t give a fusk.
Ætla að henda inn myndum af okkur, það er orðið soldið langt síðan að ég gerði það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 20:32
Túnis this!!!!
Ég tók þátt í móti á laugardaginn var eins og venja er. Það var mjög kalt og ég spilaði ekkert rosa vel. Kom inn á +6 og hélt að það myndi nú ekki duga langt. Ég fiskaði soldið eftir skorum til að sjá hvort einhver væri betri en ég því ef svo væri gæti ég látið mig hverfa og mætt í afmælismatinn sem beið mín hjá tengdó.
Maður þarf alltaf að bíða í sirka 1-2 tíma eftir verðlaunaafhendingunni sem maður nennir ekki ef maður vinnur ekkert.
Ég var á spjalli við fólk og var svona að fiska eftir skorum. Rekst á konu eina sem er ávallt kaddí fyrir kallinn sinn sem er með 5 í fgj og spilar oft með mér. Ég spurði hana hvernig honum hafði gengið og hún sagði mér að hún hefði sjaldan séð hann spila svona ílla. Ok, allt í lagi.
Svo sé ég kallinn 5 mín síðar og spjalla við hann þar sem við erum ágætir vinir. Nei, nei, hann segist þá hafa komið inn á +4 og verið nokkuð sáttur. Mér fannst þetta soldið skrýtið, konan segir lélegt skor en hann gott skor. ok, ég hugsaði þá að hún hljóti þá bara að vera misskilja eitthvað þar sem hún kann ekki golf.
Ég sagði þá við kallinn að mér væri þá óhætt að yfirgefa svæðið því ég væri þá ekki á palli. Hann brosti og tók undir það og sagði ennfremur að það væri annar gæji líka sem væri á enn betra skori. Ok, ég fór þá sáttur í matinn og át á mig gat.
Ég hringdi í dag í klúbbinn til að skrá mig í mótið á morgun. Það þekkja mig allir þarna (sem Mr. Rúnarsson) og eru mjög vingjarnlegir. Konan dæsir og segir að sér hafi ekki liðið sérstaklega vel yfir verðlaunaafhendingunni því að mig vantaði. Nú, segi ég, því? Nú þú vannst með nokkrum höggum og misstir af besta vinningi sem við höfum nokkurn tíman boðið uppá.
UTANLANDSFERÐ FYRIR TVO TIL MARÓKKÓ, TÚNIS. Hótel og allt innifalið í 3 daga.
Það er regla að ef viðkomandi er ekki viðstaddur þá fer vinningurinn í pott og hann er dreginn út. Sá heppni kom inn á VERSTA skorinu. oh, the agony.
Ég skil ekki þennan mann sem laug upp í opið geðið á mér. Þetta er englendingur sem ber af sér ágætan þokka og konan hans mjög indæl. Hann er sirka 50 ára og spilar stundum mjög vel. Þvílík skammtíma lygi, ég meina, það var næstum öruggt að ég myndi komast að sannleikanum!!!! Ég skil ekki hvað liggur að baki þessu. Átta mig ekki á því.
Ég mun ekki eyða mörgum orðum á þennan mann framar, það er ljóst. Ekki það að mig langi eitthvað sérstaklega aftur til marókkó. Það er ekki málið. Þetta er bara prinsipp atriði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2008 | 17:41
Varalitur
Eitt sem er að bögga mig. Varalitur. Af hverju nota kvennmenn varalit?
Óþolandi helvíti. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað flott.
Hver ætli hafi byrjað á þessu? Hver var sú fyrsta sem datt þetta skaðræði í hug?
"jæja nonni, ég ætla að prófa að smyrja á varirnar á mér smá klessulegan lit sem kámar allt út og er eingögnu til trafala"
"já gunna mín, það líst mér vel á"
UPDATE [ég gúglaði þetta og það var fyrir um 5000 árum í mesopótamíu sem fyrirbærið sést fyrst, þá sem lita-agnir smurðar á varir og í kringum augu, svo voru það márarnir hérna í andalúsíu sem gerðu fyrsta solid varalitinn, og loks á 16.öldinni náði þetta virkilegum vinsældum útaf kóngafólkinu. Þannig má segja að ég sitji hér í vöggu nútíma varalitsins. Greit.]
ps og já, þið megið þá skipta út þessum nonni og gunna nöfnum fyrir Krogcshr og Srtgerr eða eitthvað álíka mesopótamíu-legt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 13:14
Áhorf
Kung fu Panda fær 4 af 5 í einkun hjá mér. Snilldarmynd sem skemmti okkur konunglega. Jack Black er náttúrulega snillingur. Líka ekkert smá mikið af frægum röddum þarna. Dustin hoffman, angelina jolie, lucy lui, jackie chan og fleiri.
The wild fær 1 af 5. Sama koncept og í kung fu panda, nokkur dýr að reyna að vera fyndin, en bara gjörsamlega mistekst í þessari mynd. Það er ekki sama, jack black og séra jack nobody. Léleg mynd.
Indiana jones var ágæt. 3,5 af 5. Góð afþreying.
Hef horft á einn þátt af Ríkið. Mjög brothættir þættir. verð eiginlega að horfa á nokkra í viðbót til að ákveða hvað mér finnst. En eins og er þá stökk mér ekki bros á vör. Mjög shaky og dúbíus.....
Höfum horft á dagvaktina þætti 1-5 og finnst ágætir. Ekkert eins og næturvaktin en samt ágætt. Er að niðurhala 6-10, bíðum spennt eftir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 18:21
Jólalög
Mín uppáhalds Jólalög eru eftirfarandi.
Fyrir jól - Svala Bjögga Dóra
Hátíðarskap - Helga möller held ég
Aðfangadagskvöld - Helga möller held ég
Jólin eru að koma - Í svörtum fötum
Nei, nei ekki um jólin - Bó halldórs
Ég fæ jólagjöf - Katla Maríu
Svona eru jólin - Eyvi og Bó
Christmastime - Smashing Pumpkins
Last Chrismas - Wham
Do they know it´s christmas - Band aid
Happy chrismas (the war is over) - John Lennon
Merry Xmas everyone - Slade
Var reyndar að renna yfir þessi milljón jólalög sem ég á og fannst eiginlega bara öll vera helvíti skemmtileg. Kannski að maður sé bara kominn í of mikið jólaskap, of mikið stuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2008 | 18:08
Heima
Er búinn að hanga heima í móki. Ég og Sebas einir til kl 14 þegar María kom. Eins mikil snilld og það er að vera með barninu sínu þá er leiðigjarnt að hanga bara heima og geta ekkert kíkt út.
Sveppurinn fékk að fara út í 15mín, enda orðinn góður. Var heima í dag bara útaf öryggisástæðum. Viljum ekki að honum slái niður eins og pabba sínum.
Ég verð sennilega heima líka á morgun, allavega fyrri partinn. Er ekki orðinn nægilega góður.
Netið hérna er ekki gott. Sambandið og tengingin virðast vera í lagi en það er eitthvað skrýtið í gangi. Við getum bara opnað sirka 10% af þeim vefsíðum sem við viljum. Hinar 90% hugsa bara og hugsa. Þegar maður kemst inná þessar fáu sem virka þá svínvirkar þetta, rosa hratt og flott. Hlýtur að vera talvan....Ef einhver sem veit eitthvað veit eitthvað um þetta þá látið mig vita......
heyrðu, kórónan bara að styrkjast. Flott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 19:17
Lingur
Fór í klippingu í morgun, loksins. Hárið var farið að flæða yfir herðar nánast, la crisis men, la crisis men, of dýrt að fara í klippingu....segi sona. Þoli ekki þetta tal um kreppuna.
anyway, í fyrsta sinn ákvað ég að safna, þá meina ég að snyrta bara og halda lúkkinu. Þetta kom vel út í þetta sinn og ég og stelpan vorum sammála um að ég væri fallegur og klippingin væri soldið útí George Clooney meets Hitler.
Ég ætla sem sagt að halda áfram með þetta menntaskóla meets artífartí look. Töff.
Fór svo að æfa og gékk vel. Tók 18 á Asíu og var svo einbeittur að risaeðlur hefðu getað prumpað framan í mig án þess að ég tæki eftir því.
Málið er að ég er að glata þessari einbeitingu oft á sirka 12-15 holu og er það formi að kenna. Ég fann það gerast aftur í dag en setti í sérstakan leynigír og endaði á back to back fugli og kom inná +1 frá hvítum. Það eru 38 punktar og ég er mjög sáttur við heildina.
Núna finnst mér bara vanta að æfa konstant til að viðhalda sveiflunni (nauðsynlegt, annars dettur fílíngurinn aðeins niður), og svo auka þolið.
Kom svo heim HEL veikur og augljóst að ég hef ekki gefið líkamanum nægan tíma og dottið aftur í veikindi. Mér líður viðbjóðslega og verð heima á morgun, moðerfusking fokk......
Ég verð að vera orðinn góður allavega á laugardaginn því þá fer ég í mót á lauro, svo tveggja daga mót í La cala á vegum sveitastjórnar Mijas og loks annað mót daginn eftir það. Fjórir dagar í röð af mótum og það er snilld.
FIN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar