Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

mót í kulda

mikil lifandi skelfingar ósköp var kalt í morgun. Ég hefði aldrei spilað golf í svona köldu ef þetta hefði verið á Íslandi.

Ég byrjaði af krafti í mótinu og opnaði hringinn með tap-in fugli. Var nokkuð sáttur og stabíll framan af en fékk svo dobbúl á áttundi par 3. Fyrri níu á +3 en á síðari níu kom bersýnilega í ljós skortur á æfingu. Ég endaði mótið á +9 þar sem ég fékk 3 dobbúl skolla.

Ég ákvað að vera ekkert að reyna nýju sveifluna með Bláu þrumunni heldur detta bara aftur í örugga power fade-ið mitt. Það virkaði mjög vel og einungis eitt upphafshögg sem kom mér í klandur, og viti menn það var að því að ég reyndi nýju sveifluna sem er með smá dragi til vinstri.

Það var rosa mikið rok og ískalt. Þannig gat maður stundum leikið sér með vindinn og ferilinn á högginu. Maður var að byrja upphafshöggin vel til vinstri og láta power fade-ið og vindinn rífa kúluna hressilega til hægri. Mjög gaman.

jæja, enga linkind, get back out there. ætla að nýta tímann áður en það dimmir og fara á reingið.


Veiklingar

María fór með Sebas til Málaga til sérfræðings útaf hve veikur hann er. Hann er búinn að vera með hita soldið lengi, núna er hann með 39,1 og hitalækkandi lyf hefur engin áhrif.

Á meðan var ég veikur heima á lyfjum. Lá útaf í sófanum og horfði á year and a half of Metallica og golfvídeó.

Sérfræðingurinn hafði ekkert nýtt að segja og fór María frekar pirruð þaðan út. Bara halda áfram á þessum lyfjum sem við erum núþegar að gefa honum og málið reddast.

María þarf líklegast að vera heima með honum á morgun því ég þarf að fara í mót. Á teig kl 9:30 og ég hef ekki slegið högg síðan á laugardaginn. Frekar slæmt, en ég þarf að fara í þessi mót til að eitthvað gerist í mínum málum. Berjast,berjast,berjast. Enga linkind.

ps. ég er kominn með nafn á ásinn minn. Ég opinbera fyrir heiminum, BLÁA ÞRUMAN, eða BLUE THUNDER eins og hann kallast utan landsteinanna. Soldið fyndið að eftir að hann fékk nafnið hef ég tekið óþarflega mikið á því í sveiflunni og upphafshöggin orðið villtari. Ekkert til að hafa áhyggjur af, veit af þessu, bara fyndið að þetta nafn gefi mér ósjálfrátt vilja til að dúndra sökum sval-leika (coolness).


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband