Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

34.sæti

Ég lenti í 34.sæti af 126 í Íslandsmeistaramótinu.

Ég er mjög ánægður með það. Sáttur við stabíla spilamennsku alla dagana. Samkvæmt plani mínu þá á ég að vera á top 40 á íslandi og þetta sannar það.

par,fugl,par,par,skolli,par,skolli,par,par = +1
par,skolli,fugl,par,skolli,tribble,skolli,par,par = +5

Skor uppá +6 í dag.

+6+5+7+6 = +24 eða 308 högg

Athyglisvert er að ég er +6 í heildina á fyrri níu og svo +18 á seinni níu. Sem segir okkur hve lokaholurnar eru gífurlega erfiðar. Tölfræðin segir þetta um alla nánast.

Á fimmtándu í dag sló ég í vatnið. Átti 75mtr í pinna og var í röffi og tók 60° og ætlaði að taka 100% högg. Sló hann aðeins þykkan. Svo þrípúttaði ég einnig þar sem bleytan kom mér í opna skjöldu. Það hafði nefnilega rignt mest allan hringinn hjá okkur og kúlurnar voru ekki að brotna jafn mikið í púttunum. Tók hraustlega eftir því á þessu gríni.

Högg dagsins hjá mér er annað hvort höggið með sexunni á annari braut sem ég smurði meter frá holu og fékk auðveldan fugl. Eða lob vippið á átjándu fyrir framan alla, yfir bönker og á þennan erfiða pinna sem ég skildi hálfan meter eftir.

Frábært að enda mótið á pari á 17 og 18.

Ég lýk mótinu sáttur.


Rástími

Á teig kl 10:10 og fólk er velkomið að fylgjast með. Það eru áhorfendapallar útum allt sem hægt er að staðsetja sig á. Ég mun klára sirka 14:30.

3.hringur Íslandsmeistaramóts GSÍ

póstaði skor upp á +7 í dag. Endaði á fjórum skollum í röð sem gerir mig pirraðan.

+6+5+7=+18 í heildina sem fyrirfram telst bara nokkuð gott miðað við allt.

Dett sennilega eitthvað niður töfluna en það er eitthvað sem ég kemst að eftir hringinn á morgun. Þó ég sé viðbjóðslega forvitinn að vita um gengi annara og slíkt þá bíður það í bili.

par,skolli,par,par,skolli,par,skolli,fugl,skolli=+3
par,par,par,par,par,skolli,skolli,skolli,skolli=+4

Átti ekki eitt gott upphafshögg á öllum hringnum. Ekkert í ruglinu en bara ekki með þetta í dag.

34 pútt í dag og það datt ekki eins mikið og síðustu tvo daga.

Hitti 8 brautir og 10 grín.


anagram

Tékkið á www.wordsmith.org

Þar er hægt að skrifa inn orð og fá allar hugsanlegar anagram útfærslur.

Sigursteinn getur t.d. verið Inserting us, Resisting Nu, Reign Is Nuts, Singers Unit, Reusing Tins, Sunnier Gist, Sunrise Ting, Singer Is Nut, Tigers In Sun og Tiger in suns.

Sebastian getur t.d. verið, Ban Siesta (góð hugmynd), A Bean Sits, Absent As I, Saint As Be, An Ass Bite, og það sem verra er....Satan Be Is! fokk.

Íslandsmeistarmot getur t.d. verið, A Medalist In Storms, A Mastermind Is Lost (einhver góður kylfinur í ruglinu), A Misnamed List Sort (ég í rangri röð vegna tölvuinnsláttarvillu).

Ég er nörd og hef gaman af svona dóti.


Hringurinn

fugl,par,par,fugl,par,skolli,par,skolli,par = E
skolli,par,par,skolli,skolli,skolli,skolli,par,par = +5

10 mtr pútt oní á fyrstu, aftur góð byrjun með massa pútti. Easy par á annari og þriðju. Easy fugl á fjórðu. Easy par á fimmtu.

Erfið par 3 næst og skolli þar. Frábært pútt á sjöundu tryggði kjarnorku par. Lélegt upphafshögg á áttundu skapaði skolla. Svo massa pútt á níundu fyrir pari. 13 pútt á fyrri var frábær árangur.

Lélegt upphafshögg á tíundu skapaði skolla eftir að hafa verið í grjóti, gott par á brjálæðislega erfiðri elleftu og svo gott par á tólftu. Lélegt annað högg aftur á þrettándu og skolli. Sama sagan á fjórtándu.

Lenti svo í bönker eftir upphafshöggið á fimmtándu. Snéri blending þaðan hægra megin við brautina og var heppinn að vera sláanlegur. Þriðja höggið var svo 153 metrar yfir hið fræga vatn og fokkin pinnin var fremst á flötinni. OG það var mótvindur. OG ég að slá uppúr röffi!

Tók massa sexu og lenti pinhigh nema aðeins hægra megin við grínið. Nánast fullkomið högg. Vippaði en meikaði ekki púttið. Góður skolli miðað við að tvö fyrstu höggin voru léleg.

Lenti svo í bönker hægra megin á sextándu í öðru höggi og náði ekki sand save.

Sautjánda var rosaleg. Pinninn aftast í 178mtr fjarlægð. Tók sexu sem var kylfan en ég missti hann aðeins til hægri og stefndi á áhorfendapallana. Fann svo boltan í drasli með grein beint ofan á boltanum. Hún snerti boltann. Þannig að engin leið var að lobba uppí loft með 60° sem ég svo nauðsynlega þurfti að gera. Það var nefnilega bönker á milli mín og pinna og meter til að vinna með á þrengsta parti grínsins.

Ef þetta var ekki nóg, þá tók ég eftir að boltinn minn lá oná öðrum bolta sem var grafinn í jörðina. Við þurftum að kalla á dómara og lausnin var að merkja minn, taka hinn upp og láta minn á nkl sama stað. Það gerði bara stöðuna verri.

Ég þurfti því að pönsa hann sirka 4 metra áfram með pw og krækja í hægri kant bönkersins og fá svona nokkurs konar sling shot effekt til að hann næði uppá grínið. Sem hann og gerði. Högg dagsins. Það eina í stöðunni.

Setti svo 3 metra pútt í fyrir besta pari sumarsins nánast.

Á átjándu er bara eitt sem skal varast, að yfirkjóta grínið og þurfa vippa tilbaka niður þessa brekku.

Var með áttu í höndunum en tók sjöu eftir smá hik og yfirskaut fokkin grínið og átti ómögulegt vipp niður brekkuna eftir. Go figure.

Snilldar vipp og fékk svona ooohhh óóóhh hljóð frá áhorfendum þegar kúlan daðraði við holuna. Setti svo púttið niður með viðeigandi klappi áhorfenda.

E á fyrri og +5 á erfiðum seinni helming vallar.


Fokkin stákurinn

Lenti í leiðinlegu atviki eftir hringinn. Ég póstaði skor uppá +5 en kom svo heim og frétti að ég væri skráður með +4. Eftir nánari grennslan kom í ljós að skollinn á þrettándu var skráður sem par á netinu.

Þá fer maður að hugsa, skrifaði ég undir rangt skor á kortinu (sem þýðir frávísun úr mótinu), eða pikkuðu þau bara vitlaust inn í tölvuna hjá sér.

Ég fór því aftur uppí Grafarholtið og talaði við eftirlitsfólkið og lét vita af þessu.

Eins og gefur að skilja þá var ég mjög stressaður yfir því hvort virkilega gat staðist að mér hafi yfirsést þessi villa á kortinu eður ei. Fokkin frávísun yfirvofandi. Mikilvægasta mót ársins!

Það var farið aftur yfir kortið og í ljós kom að ég hafði gert allt rétt. Það var skráður skolli á kortinu og ég skrifaði undir það. Fokk jeeee. Þvílíkur léttir.

Fokkin strákurinn sem tók niður skorið hjá okkur á sextándu brautinni hafði þá misheyrt það sem ég sagði og sagt par við fólkið á skrifstofunni í gegnum talstöðina.

Sá lét mig svitna.


2. dagur Íslandsmeistaramóts GSÍ

Spilaði bara vel í dag. Náði köttinu og er glaður. Það var aftur vindur í dag sem gerði okkur erfitt fyrir.

Vill ekki kíkja á stöðuna eða neitt slíkt. Vill helst ekkert pæla í þessu. Veit ekkert um stöðu né skor. Ætla bara að mæta á morgun og spila golf.

Sem sagt, bara sáttur við tvo fyrstu dagana. Þeir sem vilja vita meira um stöðu geta kíkt á www.golf.is

ps. markvert var að ég hitti bara 4 flatir í dag, sem er mjög lítið. Vanalega er það í kringum 10-13 flatir. En stutta spilið kikkaði vel inn og gott skor hjá kjeppanum.


1.dagur Íslandsmeistaramóts GSÍ

Póstaði skor uppá +6 þar sem ég fæ +5 högg í forgjöf og telst þá vera á gráa svæðinu. Sem sagt hvorki hækkun né lækkun. Eitthvað grunar mig þó að þessi dagur verði skalaður upp um allavega 1 högg sökum lélegs skors. Þannig að lækkun er möguleg. Það kemur í ljós eftir að mótinu lýkur.

Fugl,skolli,par,par,par,skolli,par,skolli,par = +2
par,par,par,dobbúl,skolli,par,par,par,skolli = +4

Bara ósáttur við tvö högg. Skallaði 54° yfir grínið á þrettándu frá 98mtr færi. Þar sem grínið er fyrir ofan okkur þá sáum við ekki hvert kúlan fór og við fundum hana ekki. Tvö högg töpuð þar. Mjög sárt.

Svo missti ég eitt meters pútt á næstu braut. Eitt högg þar.

Á tímabilinu tólftu braut til fimmtándu þá gerðum við ekkert annað en að leita að boltum. Þurftum að hleypa frammúr og mér fannst við vera endalaust lengi á þessum brautum. Allur rythmi gjörsamlega farinn úr leiknum.

Það var einmitt eftir eina slíka leit að ég skallaði boltann.

Svo á átjándu vildi ég alls ekki vera of langur því það væri deddlí á þennan pinna og tók því 7 járn á 153 metra í smá mótvindi. Missti hann uppí loftið og hann gjörsamlega plöggaðist í hægri bönkerinn. OMG hvað hann var mikið grafinn í sandinn. Sá bara helming kúlunnar. Hef sjaldan lent í öðru eins. Og svo var hann upp við bakkann í upphalla.

Djöfull var ég bara glaður að ná honum uppúr og inná grín. Skildi eftir 15 mtr pútt sem ég tvípúttaði fyrir skolla. Og uppskar klapp frá áhorfendum.

Það var frábært að hafa áhorfendur á svæðinu. Það gerir þetta skemmtilegra.

Í dag verður fallegri dagur og á ég von á mun fleirum að horfa á. Það verður eðal. Ég hvet alla sem hafa einhvern remotely áhuga á golfi að koma og fylgjast með. Og labba jafnvel með hollum. Kylfingar fíla það.


Cansado

Var soldið þreyttur í líkamanum í morgun eftir 18 holur í gær ásamt hjólaferð um kvöldið. En náði að sofa vel og líður bara vel þrátt fyrir það.

Get ekki beðið eftir að fara út að spila. Ömurlegt að fara svona seint út.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 153156

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband