Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

holtið enn og fokkin aftur

Búinn að tala ansi mikið um holtið. Enda er ég þar frekar mikið núna útaf íslandsmeistaramótinu.

Tók æfingarhring í dag þrátt yfir yfirlýsingar um annað. Það var þörf á því. Grínin eru svo friggin erfið að ég veit ekki hvað. Það verður sennilega málið í þessu móti, að koma rétt inn á flatir og pútta vel. Það verður lykilatriði.

Spilaði síðari níu með Úlfari Jónssyni sem var brill. Margfaldur íslandsmeistari og kylfingur aldarinnar á Íslandi (og þá sögunnar).

Hef ekki spilað með mörgum góðum spilurum eins og honum. Það var flott að sjá hve öflugur hann er með járnin.

Ég á teig kl 15:20

Of seint fyrir minn smekk. Það hefur sinn plús og sinn mínus. Grasið hefur þá vaxið aðeins yfir daginn á grínunum og hægir á púttunum sem er frábært. Ekki veitir af miðað við þennan stimp hraða sem þeir eru að leggja upp með.

En það er vissulega verra uppá vindinn. Örugglega versti tími dagsins uppá hann að gera.

Mæti uppí holt sirka 13:40. Hita upp, tek nokkra bolta og svo vipp og pútt eins lengi og ég get. Veitir ekki af.


Hjól

Ég hjólaði allt kársnesið. Eða ég held það. Hvað veit ég hvað allt þetta drasl heitir. Tók sirka 45 mín á sniglahraða.

Hjólaði framhjá gypsie heaven, ora baunaverksmiðjunni. Einnig ömmubakstri eða eitthvað álíka.

Sá að það voru einhverjir að hjóla fyrir aftan mig sem nálguðust mig sem óð fluga. Ég leit aftur með vissu millibili til að tékka á bilinu á milli okkar. Mér fannst eins og það væri verið að elta mig. The four horsemen.

Svo tóku þau frammúr. Tvö gömul hjón að njóta veðurblíðunnar. Taka frammúr MÉR! MÉR! the nerve.

Stoppaði svo í Bettís og keypti powerade til að koma mér síðustu metrana.

45 mín en samt bara sirka 6 lög á ipoddnum. Datt nefnilega inn á pastichio medley með Smashing pumpkins, sem er 23 mín lag. Eða samsuða af milljón litlum riffum með þeim. Hugmyndir sem Billy kom ekki í verk en sauð saman í einn pott.

Nokkur killer móment þarna inn á milli og ég ætla að kippa nokkrum út og setja í djúkarann við tækifæri.


tryggingar

Einn mesti blekkingarleikur sem mannkynið hefur verið viðloðið síðustu tugi ára eru tryggingar og félög sem selja slíkt.

Þetta er svo fyndið að það nær ekki nokkri átt. Fólk tryggir sig bak og fyrir, tryggingar sem heita allskonar skrítnum nöfnum og oftast veit maður ekkert í hverju þetta er fólgið.

Svo EF eitthvað kemur fyrir, eftir kannski 10-30 ár, þá fær maður ekkert bætt útaf því að eitthvað smáatriði var ekki uppfyllt.

Eins og strákurinn sem lenti í því í gær að tölvunni hans var stolið fyrir framan hann. Hann er listamaður og í tölvunni var tveggja ára starf hans sem innihélt m.a. tónlistarmyndband fyrir Pál Óskar og slíkt.

Nei, nei, hann er með tryggingar og slíkt, en viti menn. Útaf því að honum var ekki munnlega hótað eða hann var ekki barinn þegar tölvunni var stolið þá fær hann ekkert bætt!

Ég er bara með eina tryggingu. Golftryggingu. Ef settinu mínu verður stolið þá fæ ég það bætt. Þ.e.a.s. einungis ef þjófurinn hrifsar settið, hoppar á einni löpp og prumpar þjóðsönginn samtímis. Annars ekki.


fréttnæmt

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467301/2009/07/20/15/

ofangreindur linkur vísar á fréttirnar í gær þar sem kjeppinn kemur fram á sekúndu 55.

Á fyrsta teig í holtinu og kúlan endaði pinhigh en aðeins hægra megin við grínið.

Er að fara vinna í að sveifla rólegar og lengra upp í dag og á morgun. Þessi sveifla sem sést þarna er AAAAlltoff hröð og stutt.

Nánast vandræðalegt, eins og skáldið sagði.


aldir

vaknaði fyrir allar aldir. Á undan hinum þrem (Maríu,Sebas og Mjása).

Tók nethring og svo beint að leggja mig aftur í sófanum í tvo tíma. Þetta er erfitt líf.

Planið er svo að vera frá sirka 13 til 17 í hraunkoti að æfa sem svín.


plan

Tvær pitsusneiðar í hádeigsmat og svo beint í hraunkot. hell jeijah

Ipoddinn nýhlaðinn þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Bíðum samt aðeins.

Eftir hringinn í gær var hægri löppin í rugli. Adidas skórnir gera það að verkum að hægri hliðin á hægri fæti er aum. Nánast með sinn eigin hjartslátt.

Ekki fótleggnum heldur bara fætinum.

Hence, the hvíld í tvo daga.


Hvítt

Fór hring í holtinu. Hver skráði sig með mér......jú.....Jón Elvar. Sjálfur. Strákurinn af myndinni hérna að neðan.

Tilviljun eða ekki?

Við töltum þetta í ágætu veðri og nánast einir á vellinum. Frábært.

Það gékk bara vel í dag.

En var mjög þreyttur eftir hringinn. Sennilega blanda af því að djamma um helgina, sofa bara 4 tíma fyrir sunnudagsmótið, fara 18 holur á Gós í roki og keyra svo beint í bæinn eftir það.

Þannig að, ég ætla sennilega ekki að fara hringinn á miðvikudaginn. Tók bara fría hringinn í dag. Tvo daga í hvíld en að sjálfsögðu að æfa á fullu.

Þegar ég og Jón vorum að fara taka fyrsta höggið, kom myndatökumaður frá sjónvarpinu. "jæja strákar, þið þurfið að venjast þessu, e haggi!"

og bara BEM, myndavélin beint framan í mig.

Jón tók fyrst og dökk húkkaði kúluna beint til vinstri, ég reyndi að vera fyndinn og sagði hátt við myndavélina "vó, bara sleikti stöngina". Svona rétt til að láta Jón koma aðeins betur út í sjónvarpinu.

Svo tók ég högg og hvílíkt högg. Þetta er par 4 braut en með option um að ná gríninu. Kellinn náði því næstum. Lengdin var til staðar en hann var sirka 5 metra til hægri. Kellinn.

Snéri kylfunni líkt og Tiger eftir gott högg og blikkaði myndavélina með öðru auganu og benti í linsuna. Enda heiti ég ekki Siggi slikk fyrir ekki neitt.

Svo kom þetta í fréttunum. 5 sekúnda bútur, bara af mér að slá höggið. Bara höggið, ekki flottu endinguna. Samt kúl. Gaman.

En í öðrum fréttum er það helst að djöfull er sveiflan stutt og hröð. Verð-að-fara-að-fokkin-hægja-á-þessari-fokkin-sveiflu. GODAMMM!!!


Holtið

Fer æfingarhring í dag kl 14:30

Þarf að borga fyrir þennan hring þar sem hinn eiginlegi æfingarhringur er á miðvikudaginn kl 12

Það er brjálað mikið af kylfingum skráðir til leiks á þessu Íslandsmeistaramóti.

Vonandi kemst maður inn. Það er nefnilega farið eftir forgjöf.


Kódak Móment dauðans

Þetta var uppí klúbbhúsi á GÓS. Mynd af Heiðar í þriðja sæti, Ingimari í fyrsta sæti og Jón Elvari (dúlla) í öðru sæti. 

Sagan á bakvið þessa mynd er eftirfarandi.

Þetta var eitt af þessum unglingamótum þar sem Heiðar eða Jón unnu yfirleitt. Loksins þegar Ingimar vann eitt mót þá var hann ótrúlega sáttur og í skýjunum. En akkurat í þessu móti þá voru verðlaunin eitthvað skrýtin.  Heiðar fékk típoka fyrir þriðja sætið sem var sirka 50kr virði í þá daga. Jón fékk svo golfhanska fyrir annað sætið sem var bara nokkuð gott.

Það fyndna var svo að Ingimar fékk eitthvað plast drasl til að hreinsa kúlur í verðlaun fyrir fyrsta sætið. Nánast verðlaust. Hann var ekkert smá fúll, loksins þegar hann vann strákana þá fékk Jón bestu verðlaunin og hann eitthvað crap. Vonbrigðin leyna sér ekki á svip Ingimars.

Og ekki heldur gleðin í andliti Jón Elvars! 

kódak móment dauðans (sjá bloggfærslu 19.júlí fyrir útskýringu)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband